Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.01.2013, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 18.01.2013, Qupperneq 40
40 skák Helgin 18.-20. janúar 2013  Skákakademían Tígrisdýrið sýnir tennurnar m argir helstu jöfrar skák-heimsins eru nú saman-komnir í Wijk aan Zee í Hollandi, þar sem eitt elsta og sögu- frægasta mót veraldar fer fram í 75. skipti. Listinn yfir sigurvegara í Sjávarvík er sannarlega glæsileg- ur og geymir nöfn margra heims- meistara: Euwe, Botvinnik, Tal, Petrosjan, Spassky, Karpov, Kasp- arov og Anand. Á þessum lista er eitt íslenskt nafn – goðsögnin Frið- rik Ólafsson sigraði í tvígang, árin 1959 og 1976. Mótið núna er firnavel skipað. Þarna er Vishy Anand, sem hefur sigrað fimm sinnum á mótinu, og Magnus Carlsen, stigahæsti skák- maður heims (sigurvegari 2008 og 2010) ásamt ofurmeisturum á borð við Caruana, Karjakin, Nakam- ura og Aronian. Og þarna eru líka Ivan Sokolov, sigursælasti erlendi meistari sem teflt hefur á Íslandi, og kínverska skákdrottningin Hou Yifan, en bæði léku þau listir sínar á N1 Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu í fyrra. Flestra augu beinast vitaskuld að Carlsen, sem nú er langstigahæsti skákmaður veraldar. Hann byrjaði af einurð og festu og var með 3 vinn- inga eftir fjórar umferðir. Senuþjóf- urinn er þó sjálfur heimsmeistar- inn Anand – indverska tígrisdýrið. Anand hefur síðustu misseri verið fram úr hófi friðsamur og því hlunk- ast alla leið niður í 7. sæti á stiga- listanum. Ýmsir hafa viljað afskrifa Anand, en það er sannarlega ótíma- bært að gefa dánarvottorð hans við skákborðið. Sjálfur boðaði Anand í nýlegu viðtali að hann ætlaði að sýna tennurnar á þessu ári, og það gerði hann sannarlega í fyrstu um- ferðunum í Hollandi. Í fjórðu umferð hreinlega tætti hann í sig armenska ofurmeistarann Aronian, sem nú er í 3. sæti heimslistans. Anand hafði svart í skák þeirra og gjörsigraði í aðeins 23 leikjum. Sannkallað glanspartí, sem margir telja að verði skák ársins. Hjörvar Steinn Grétarsson, efni- legasti skákmaður Íslands, teflir í C- flokki í Wijk aan Zee, og fær þannig frábært tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Hjörvar byrjaði mjög vel og hafði 3 vinninga eftir 4 umferð- ir. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá skákunum í Wijk aan Zee á www.chessbomb.com og fréttir eru sagðar á hinum öfluga ís- lenska skákvef, www.skak.is. Vignir Vatnar er Íslandsmeistari barna 2013 Vignir Vatnar Stefánsson er Íslands- meistari barna í skák 2013, eftir æsi- spennandi keppni við Nansý Davíðs- dóttur sem sigraði á mótinu í fyrra. Íslandsmótið fór fram í Rimaskóla á laugardaginn og voru keppendur 64. Vignir og Nansý urðu efst og jöfn og þurftu að tefla 5 skáka ein- vígi, áður en úrslit fengust. Bæði eru þau sérlega efnileg og ættu lesendur að leggja nöfn þeirra á minnið. Vignir er nemandi í Hörðu- vallaskóla og liðsmaður Taflfélags Reykjavíkur. Nansý er í Rimaskóla – mesta skákskóla Íslands – og æfir skák með Fjölni. Keppt um Friðriksbikarinn í Vin Á mánudaginn klukkan 13 verður sannkallað stórmót í Vin, Hverfis- götu 47. Mótið markar upphaf að mikilli skákviku sem nær hámarki laugardaginn 26. janúar þegar hald- ið verður upp á Skákdag Íslands á afmælisdegi Friðriks Ólafsson- ar. Vin er athvarf Rauða krossins og þar hefur síðustu 10 árin verið byggt upp öflugt skáklíf. Skákfélag Vinjar teflir fram tveimur sveitum á Íslandsmóti skákfélaga og æfingar sKáKþrautin Svartur leikur og vinnur. Snillingurinn Rubin- stein (1882-1961) hafði svart og átti leik gegn Gersz Rotlewi (1889-1920) í frægri skák sem tefld var í Lodz árið 1907. Stillið stöðunni upp á taflborðinu – Rubin- stein galdraði fram ægifögur endalok! 1.... Hxc3!! 2.gxh4 Hd2!! 3.Dxd2 Bxe4+ 4.Dg2 Hh3! 0-1 Vignir Vatnar stefánsson, Íslands- meistari barna 2013. Mynd HJ Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra og nansý Davíðsdóttir á Íslands- móti barna. Mynd HJ RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Mesta úrval landsins af heilsudýnum. Heilsudýnur í öllum stærðum - úr öllum efnum. Eini aðilinn á íslandi sem býður uppá legugreiningu DR AU M AR ÚM 30 -50 % AF SL ÁT TU R A F Ö LLU M RÚ MU M Rafmagnsrúm á verði frá 190.049 TRYGGIR ÞÉR GÓÐAN SVEFN Tvíbreið heilsurúm á verði frá 129.360 12 mánaða vaxtalaus greiðsludrei ng 16.732 12 mánaða vaxtalaus greiðsludrei ng 11.497 JANÚARTILBOÐ: Tökum gamla rúmið uppí nýtt! Janúartilboð á arineldstæðum 20-65% afsláttur – Mikið úrval af eldstæðum – Alþjóðlegur dagur skíðasambanda er á sunnudaginn, 20. janúar. Mark- mið dagsins er að fá fólk til að renna sér á skíðum eða snjóbretti. Mesta áherslan er lögð á yngri kynslóð- ina, að fá krakkana til að koma upp í fjall og prófa skíði eða bretti og hafa gaman af. Þetta er sannkall- aður fjölskyldudagur. Rífandi stemning verður í Bláfjöll- um af þessu tilefni. Allir í leikskóla og grunnskóla fá frítt í fjallið, stuð- hljómsveitin Retro Stefson treður upp, veitingar verða á kynningar- verði og frítt kakó verður í fjallinu. Allir sem vilja fá fría grunnkennslu á skíði og bretti. Þá verða flottir pall- ar, box og rail. Og plötusnúður við brettaparkið. Eins og alltaf eru stjórnendur í Bláfjöllum háðir veðri og vindum með opnun. Komi upp sú staða að ekki verði hægt að hafa opið á sunnudag verður leitast við að halda sambærilegan dag við fyrsta tæki- færi og í betra veðri.  Skíði alþjóðlegi Snjódagurinn á Sunnudag Rífandi stemning í Bláfjöllum um helgina Það verður rífandi stemning í Bláfjöllum um helgina. eru alla mánudaga undir leiðsögn Róberts Lagerman skákmeistara m.m. Friðrik Ólafsson verður sjálf- ur meðal keppenda í Vin á mánu- daginn, sem og stórmeistarinn Helgi Ólafsson og Vignir Vatnar, hinn nýbakaði Íslandsmeistari barna. Allir eru velkomnir í Vin! Taflfélög, fyrirtæki, grunnskól- ar og einstaklingar eru hvött til að efna til skákviðburða í tilefni af Skákdegi Íslands. Hægt er að fá upplýsingar og aðstoð hjá Skákaka- demíunni: stefan@skakakademia. is eða hrafnjokuls@hotmail.com .

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.