Fréttatíminn - 08.11.2013, Page 2
LÉTT OG
LAKTÓSAFRÍ
SÚRMJÓLK
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Fleiri í nefndum Sigmundar
en búa í Súðavík
A lls eru hátt í tvö hundruð manns starfandi í þeim 14 nefndum sem Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætis-
ráðherra hefur stofnað til að leysa
skuldavanda heimilanna. Það eru
fleiri en allir íbúar Súðavíkur. For-
sætisráðherra fór yfir tíu liði að-
gerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar
um skuldavandann á Alþingi í gær.
Þar kom fram að frumvörp til laga
hafa verið lögð fram, samþykkt
eða eru rétt óútkomin, í fjórum
liðum. Sex liðir eru enn óleystir
og starfa alls 14 nefndir að því að
finna lausnir á þeim.
„Eins og sést á þessari yfirferð
gengur framkvæmd þingsályktun-
arinnar samkvæmt áætlun,“ sagði
Sigmundur Davíð á Alþingi í gær.
„Það er mjög gleðilegt og það er
von mín að góð samstaða myndist
á Alþingi um þau mál sem enn eiga
eftir að koma til kasta Alþingis
vegna þessarar þingsályktunar.
Íslensk heimili eiga það skilið,“
segir hann.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Fleiri sitja í nefndum
Sigmundar Davíðs um
skuldavanda heimilanna en
búa í Súðavík. Alls eru 14
nefndir starfandi sem ætlað
er að leysa úr þeim sex
liðum sem enn eru óleystir
af áætlun ríkisstjórnar
til að leysa skuldavanda
heimilanna. Í fjórum liðum
eru frumvörp tilbúin og/eða
samþykkt.
Nefndir um aðgerðir ríkisstjórnar
vegna skuldavanda heimilanna:
1 Höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána = 1 sérfræðingahópur og 4 undirhópar + sérfræðingar (7+ekki uppgefið=?)
Einn sérfræðingahópur skipaður í ágúst og fjórir undirhópar (fjöldi sérfræðinga í
hverjum undirhópi fékkst ekki uppgefinn hjá forsætisráðuneytinu) Mun hópurinn
skila niðurstöðum sínum fyrir lok þessa mánaðar.
2Sérstakur leiðréttingasjóður vegna húsnæðislána = 1 undirhópur (úr lið 1)
3Tímabundin aðgerð vegna yfirveðsettra eigna = 1 vinnuhópur (7)
4Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála = 2 hópar + 4 teymi= 6 nefndir (7+32+4x32-32=155)
Sjö manna verkefnisstjórn og 32 manna
samvinnuhópur auk fjögurra teyma sem í geta setið
allt að 32 (fulltrúar í verkefnastjórn sitja sjálfir í einu
teymi og mega tilefna einn í hvert af hinum þremur
teymum sem eftir eru).
5Flýtimeðferð dómsmála vegna myntkörfulána-Frumvarp samþykkt
6Afnám verðtryggingar af neytendalánum = 1 sérfræðingahópur (7)
Sérfræðingahópur skipaður í ágúst. Áætluð
skil eru upp úr miðjum desember.
7Kostnaður eignalausra einstaklinga vegna gjaldþrotaskipta
Unnið að frumvarpi sem áætlað er að lagt verði
fram á Alþingi í lok nóvember 2013.
8Gjald á fjármálafyrirtæki vegna umtalsverðra tafa á endurútreikningi lána
= 1 nefnd (5)
9Endurskoðun stimpilgjalda vegna húsnæðiskaupa
Frumvarp komið fram.
10Hagstofa Íslands fái skýrar heimildir til að afla upp-lýsinga frá fjármálafyrirtækjum um fjárhagsstöðu
heimila og fyrirtækja.
Frumvarp samþykkt í september
Stjórnmál 14 nefndir StArfAndi um SkuldAvAndAnn
Skimun gegn ristilkrabbameini er hafin
í mörgum löndum Evrópu og hefur gefið
góða raun. Niðurstöður nýrrar evrópskrar
rannsóknar sýna að með skimun gegn ristil-
krabbameini er hægt að minnka dánartíðni
af þess völdum meðal kvenna að meðal-
tali um 82 prósent en um 73 prósent meðal
karla. Rannsóknin var framkvæmd í ellefu
löndum yfir tólf ára tímabil.
Að mati Ásgeirs Theódórs, sérfræðings
í meltingarsjúkdómum, hafa Íslendingar
dregist verulega aftur úr öðrum þegar
kemur að forvörnum gegn ristilkrabbameini.
Árlega deyja að meðaltali 55 Íslendingar
af völdum þess. Skimun gæti því bjargað
um fjörutíu mannslífum á hverju ári. Um-
talsverðir fjármunir myndu sparast með
skimun því árlega ver ríkið einum og hálfum
milljarði í meðferðir við ristilkrabbameini.
Til samanburðar myndi kosta um hundrað
milljónir að framkvæma skimun hjá þeim
aldurshópi sem í mestri áhættu er. „Nær öll
ristilkrabbamein hafa góðkynja forstig sem
er svokallaður ristilsepi. Með því að finna
sepann og fjarlægja hann getum við forðað
því að krabbamein nái að myndast. Forstigs-
separ gefa yfirleitt engin einkenni og því
veit fólk ekki af þeim. Þegar einkennin koma
fram er sjúkdómurinn oft orðinn útbreidd-
ur og mun erfiðara að beita meðferð sem
læknar meinið,“ segir Ásgeir í nýju blaði, Líf-
tímanum.
Líftíminn fjallar um heilbrigðismál og
verður gefinn út mánaðarlega hér eftir. Með-
al annars efnis í blaðinu í dag er umfjöllun
um offituvandann hér á landi, talað er við
hjúkrunarfræðinga sem komast ekki á sal-
ernið á vöktum á Landsspítalanum og rætt
við aðstandendur nýsköpunarfyrirtækisins
Kerecis sem hafa þróað lækningavörur úr
þorskroði. Líftíminn fylgir Fréttatímanum
og er dreift í 82.000 eintökum.
HeilbrigðiSmál líftíminn kemur út í fyrStA Sinn í dAg
Skimun myndi bjarga fjörutíu mannslífum árlega
Komast eKKi
á Klósettið
Álag á hjúkrunarfræðinga er slíkt
að þeir komast ekki á salernið heilu
vaktirnar né geta tekið sér matarhlé.
Síða 2
Getum bjarGað 40
mannslífum á ári
Læknir segir að skimun eftir
ristilkrabbameini getið lækkað
dánartíðni um 70-80%.
Síða 4
Græða sár
með þorsKroði
Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis
nær eftirtektarverðum árangri
við þróun lækningavara.
Síða 6
nýtt líf á
reyKjalundi
Gróa Axelsdóttir var 120 kíló og
með áunna sykursýki. Hún umbylti
lífi sínu og varð í kjölfarið ólétt.
Síða 12
1. tölublað 1. árgangur
8. nóvember 2013
Íslendingar eru feitastir Norðurlanda-
þjóða og neyta óhóflegs magns af sykri.
Hundrað manns fara í offitumeðferð
á Reykjalundi á ári hverju og sjúkling-
arnir verða sífellt yngri og yngri. Tíðni
sykursýki 2 hefur aukist um helming hjá
körlum og rúma tvo þriðju hjá konum
undanfarna áratugi og á sama tíma hef-
ur meðalþyngd þjóðarinnar rokið upp.
57 prósent fullorðinna og 18,6 prósent
barna eru yfir kjörþyngd. Íslendingar
borða 60 kíló af sætindum á ári.
Síða 10
Sykuróð
þjóð að
springa
úr spiki
Allir verði skráðir líffæragjafar
Velferðarnefnd er nú með til umfjöllunar frumvarp
sem þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram
frumvarp um breytingu á lögum um brottnám líffæra.
Frumvarpið felur það í sér grundvallarbreytingu á
lögum um líffæragjöf þar sem með lögunum muni allir
verða skráðir líffæragjafar en þess í stað skuli þeir
sem ekki kjósa að gefa líffæri sín eftir dauða sinn óska
eftir skráningu á þar til gerða skrá. Silja Dögg Gunn-
arsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að
gengið sé út frá ætluðu samþykki í nágrannalöndum
okkar enda sé það mun eðlilegra að gera ráð fyrir að
fólk vilji gefa líffæri en að það vilji það ekki. „Ég er
bjartsýn að það takist að koma þessu máli í gegnum þingið enda hafa margir hags-
munahópar bent á nauðsyn þess að breyta lögum í þessa veru,“ segir hún. Silja bendir
á að einn líkami geti hjálpað sjö manns, ýmist með því að bæta lífsgæði eða hreinlega
bjarga mannslífum. „Það er síðan útfærsluatriði hvernig fólk skráir sig á lista vilji það
ekki gefa líffæri eftir lát sitt,“ segir hún. -sda
Á þriðja hundrað
prjónaðar brjóstahúfur
Í október komu hátt í hundrað prjónakonur
saman og prjónuðu á þriðja hundrað
léttlopahúfur. Brjóst af öllum stærðum
og gerðum eru fyrirmyndin og byggðist
þetta verkefni á samstarfi Göngum saman
og Fjallaverksmiðju Íslands. Afraksturinn
gefur að líta á Prjónabrjóstahátíð Göngum
saman sem haldin verður á laugardaginn
í Hannesarholti, Grundarstíg 10, milli
klukkan 15-17. Þar verða húfurnar til sýnis
og sölu.
Húfurnar hannaði Kristín Helga Gunnars-
dóttir sem þekktust er fyrir barnabækur
sínar.
Prjónakonurnar fengu uppskrift Kristínar
Helgu og léttlopa af ýmsum litum frá Ístex
og þar sem handbragð og litir eru ólíkir
endurspegla húfurnar alla þá fjölbreytni
sem býr í brjóstum kvenna.
Treysta vel
Matvælastofnun
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
framkvæmdi viðhorfskönnun fyrir
Matvælastofnun í október um traust
almennings til stofnunarinnar. Niður-
stöður könnunarinnar sýna að 39%
svarenda bera „frekar / mjög mikið“
traust til Matvælastofnunar og 15%
bera „frekar / mjög lítið“ traust til
stofnunarinnar.
Í Þjóðmálakönnun Félagsvísind-
astofnunar Háskóla Íslands sem
framkvæmd var í október voru þátt-
takendur meðal annars beðnir um að
svara spurningu um traust til Mat-
vælastofnunar (MAST). Alls svöruðu
979 og er svarhlutfall 65%. 46%
svarenda sögðust hvorki bera mikið né
lítið traust til stofnunarinnar.
Í tilkynningu frá MAST segir að kön-
nunin hafi verið gerð með svipuðum
hætti og könnun MMR um traust til
helstu stofnana samfélagsins, og
samanburður á niðurstöðunum sýni
að MAST flokkist með efstu stofnunum
þegar kemur að trausti almennings.
Aðeins Lögreglan, Háskóli Íslands,
Ríkisútvarpið og Háskólinn í Reykjavík
eru ofar. -eh
2 fréttir Helgin 8.-10. nóvember 2013