Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.11.2013, Side 8

Fréttatíminn - 08.11.2013, Side 8
Fossinn Hverfandi við Hálslón Hver er framtíð íslenskrar orku? Landsvirkjun hefur verið leiðandi í uppbyggingu ís­ lenska raforkukerfisins og byggt upp öflugan raforku­ búskap í farsælu samstarfi við viðskiptavini okkar í tæpa hálfa öld. Á þeim trausta grunni viljum við byggja. Aukin eftirspurn Landslag orkumála í heim­ inum er gjörbreytt og orku­ verð fer hækkandi. Margar þjóðir telja orkuöryggi sínu ógnað og mengun er vaxandi vandamál. Samkeppni í raf­ orkuframleiðslu og opnun raforkumarkaða milli landa hefur leitt af sér nýjar áskor­ anir og tækifæri. Vatnsorka sem er bæði endurnýjanleg og stýranleg er orðin eftirsóttari en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma vinna Íslendingar mesta raforku í heiminum miðað við íbúafjölda. Ný tækifæri fyrir Ísland Í þessu nýja umhverfi felast tækifæri fyrir þjóðina. Það er stefna Landsvirkjunar að byggja upp stærri og fjöl­ breyttari hóp viðskiptavina og viðræður okkar staðfesta að fjölmörg iðnfyrirtæki eru áhugasöm um rekstur hér á landi þrátt fyrir erfitt efna­ hagsástand í heiminum. Opin umræða um stór mál Staða Íslands er því um margt eftirsóknarverð og þau miklu verðmæti sem í orkunni búa geta bætt lífskjör á Íslandi ef vel er á málum haldið. Hvers vegna er raforka verðmæt vara? Af hverju ættum við að auka raforkufram­ leiðslu? Hvernig tryggjum við samkeppnishæft rekstrar­ umhverfi iðnaðar á Íslandi? Hverjir eru kostir og gallar sæstrengs? Hvernig gætum við hagsmuna Íslands? Við teljum mikilvægt að sem breiðust sátt ríki um þessi stóru mál og köllum eftir opinni umræðu um þá kosti sem nú eru að opnast. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hag- kvæmni að leiðarljósi. Á haustfundinum þann 13. nóvember verður opin um- ræða um hvernig við getum best staðið undir því hlutverki í breyttu umhverfi. Verið velkomin á haustfund Landsvirkjunar í Hörpu þann 13. nóvember kl. 14. Nánari upplýsingar, skráning og bein útsending á landsvirkjun.is. Haustfundur Landsvirkjunar

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.