Fréttatíminn - 08.11.2013, Blaðsíða 14
Glataður gæi
Mér fannst þetta fyrst og
fremst hallærislegt.
Svandís Svavarsdóttir,
þingmanni VG, fannst
forsetinn hallærislegur
þegar hann skammaði
fyrri ríkisstjórn
á ríkisráðsfundi.
Steingrímur J. Sigfússon og Össur
Skarphéðinsson lýsa báðir þessum
látum í nýjum bókum sínum.
Teygjanleg áætlun
Þingsályktunin gengur samkvæmt
áætlun.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra segir að úrlausn á
skuldavanda heimilanna sé á réttu róli.
Nei, hvaða vitleysa
Þetta er ómaklegt!
Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingarinnar, gerði hróp að
Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra
á meðan sá var í ræðustól Alþingis.
Árna þótti ráðherrann óskýr í svörum
við spurningu um stefnu stjórnarinnar
varðandi afnám hafta.
Ja hérna!
Ég er ekki sérstakur áhugamaður um
kampavínsstaði.
Brynjar Níelsson þingmaður furðar sig
á handtökum á kampavínsstöðum en
hefur annars ekki áhuga á því sem þar
fer fram.
Hefur fámenn þjóð efni á
Herjólfi?
Getur 320 þúsund manna þjóð verið
með Þjóðleikhús sem tekur til sín 900
milljónir?
Elliði Vignisson, bæjarstjóri
Vestmannaeyjabæjar, hristi upp í
umræðunni með vangaveltum um
almenna getu íslensku þjóðarinnar.
Var borgari á grillinu?
Þetta var ótrúlegur reykur, vond lykt
og magnað að sjá slökkviliðsmennina
vinna á eldinum.
Svavar Halldórsson var á vettvangi
þegar eldur logaði í flutningaskipinu
Fernanda í Hafnarfjarðarhöfn.
Takk fyrir, takk, takk
Væri ekki frekar ástæða til að þakka
honum fyrir árvekni og djörfung?
Sigrún Magnúsdóttir, þingflokks-
formaður Framsóknarflokksins, skilur
ekkert í hvað Steingrímur og Össur
eru að barma sér yfir forsetanum.
Bingó!
Ekki veit ég hvaðan þetta fé á að
koma en eitt veit ég að kostun er ekki
leyfð í Ríkisútvarpinu.
Ragnheiður Ríkarðsdóttir þingmaður
vill skýr svör um hvert RÚV ætlar að
sækja 10 milljóna verðlaunafé í nýjum
spurningaþætti.
Kemur þér ekki við!
Ég get ekki manað sjálfan mig upp í
að hafa skoðun á áliti þingmanns á
sjónvarpsþætti sem hann hefur ekki
séð.
Páll Magnússon, útvarpsstjóri, vill ekki
gefa Ragnheiði Ríkharðsdóttur skýr
svör um hvaðan peningarnir frá frúnni í
Hamborg komu.
A Aldarafmæli fyrirtækis er merkilegt og enn frekar ef um fjölmiðil er að ræða. Rekstur þeirra hefur oftar en ekki reynst erfiður, þótt vissulega séu dæmi um tímabil, jafn-vel bærilega löng, þegar vel hefur gengið.
Morgunblaðið fagnar 100 ára afmæli nú í
nóvember. Saga blaðsins spannar megin-
hluta 20. aldar og upphafsár þeirrar 21., fyrri
heimstyrjöldina 1914-1918, millistríðsárin
og kreppu fjórða áratugarins,
seinni heimstyrjöldina 1939-
1945 og kalda stríðið í kjölfar
hennar þegar heimsbyggðin
stóð frammi fyrir gereyðing-
arógn. Kalda stríðinu lauk
með falli Berlínarmúrsins og
hruni Sovétríkjanna. Lesendur
Morgunblaðsins þurftu ekki
að velkjast í vafa um afstöðu
þess á kaldastríðsárunum
enda lýsir Styrmir Gunn-
arsson, ritstjóri blaðsins frá
1972-2008, því svo í afmælisútgáfu, spurður
um helstu áfangasigra Morgunblaðsins:
„Ég held að það hljóti að vera hálfrar aldar
barátta blaðsins í sambandi við aðild okkar
að Atlantshafsbandalaginu og vegna varnar-
samningsins við Bandaríkin. Ég held að það
sé ekkert mál, á þeim tíma sem ég þekki til,
stærra en það.“
Dagblöð þess tíma voru flokksblöð. Þau
dóu drottni sínum nema Morgunblaðið sem
markaði sér þá stefnu að draga úr tengslum
blaðs og flokks, þ.e. Sjálfstæðisflokksins,
auk þess sem eigendur kröfðust þess, eins
og Styrmir greinir frá, að tengsl blaðs og
flokks yrðu rofin. Skoðun eigendanna var að
Morgunblaðið ætti að vera sjálfstætt, óháð
Sjálfstæðisflokknum. Þetta var líka krafa
blaðalesenda sem voru langþreyttir á flokks-
ræði blaðanna – og sú þreyta var meðal
þeirra stoða sem skotið var undir stofnun
Dagblaðsins, sem fékk drjúgan byr árið
1975, óháð flokkum og sameinaðist síðar
Vísi sem hóf göngu sína þremur árum fyrr
en Morgunblaðið.
Á aldarafmælinu minnist Óskar Magnús-
son, útgefandi blaðsins, þess að jafnvel það
stórveldi sem Morgunblaðið var um áratuga-
skeið hafi ratað í fjárhagslegt öngstræti.
Hópur nýrra hluthafa hafi tekið við útgáfufé-
laginu Árvakri árið 2009 og eftir erfiða end-
urskipulagningu hafi verið hafist handa um
að gera blaðið á ný að því þjóðfélagsafli sem
það lengstum var. Áhrifa Morgunblaðsins
hafi fljótlega tekið að gæta á ný og um leið
hafi blaðið styrkst á nýjan leik sem auglýs-
ingamiðill. Ekki er ofmælt að Morgunblaðið
hafi verið umdeilt undanfarin ár – en það
var blaðið jafnan áður og svo hlýtur að vera
ætli það sér að skipta máli. „Fylgismönnum
fjölgar,“ segir Óskar, „raðirnar þéttast og
þeir sem eru öndverðra skoðana gera sér
grein fyrir að sjónarmið þessa fjölmiðils eiga
sér djúpan hljómgrunn á meðal þjóðarinnar.“
Á þessum tímamótum stendur Morgun-
blaðið, eins og aðrir prentmiðlar, frammi
fyrir grundvallarspurningum og er enn í
ölduróti. Vegna örra tæknibreytinga hafa
dagblöð víða verið á undanhaldi þótt sumum
hafi tekist að sníða sér stakk eftir vexti og
haldi áfram útgáfu með sæmilegum árangri.
Vefmiðlar sækja á, fólk fær í æ ríkari mæli
daglegar fréttir í gegnum spjaldtölvur og
síma. Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, er raun-
ar öflugasti fréttavefur landsins. Reynslan
sýnir okkur hins vegar að þeir miðlar sem
fyrir eru aðlaga sig breyttum aðstæðum.
Bókin lifir, sama gildir um kvikmyndir,
útvarp og sjónvarp. Dagar prentmiðla eru
því varla taldir. Útgefandi Morgunblaðsins
– og mbl.is – segir enda að ekki verði annað
séð en lesendum líki pappírsformið dável og
geti – ef blaðið er skrifað af vandvirkni og
kostgæfni – átt lengri framtíð en ella. Efnið
og efnistökin eru það sem máli skiptir þegar
upp er staðið – og ekki má gleyma því að
auglýsendur finna hversu öflugir útbreiddir
prentmiðlar eru þegar ná þarf til fjöldans. Á
þeirri staðreynd byggir Fréttatíminn, það
blað sem þú ert með í höndunum lesandi
góður, fjárhagslegan grundvöll sinn en vita-
skuld næst Fréttatíminn samhliða á rafrænu
formi.
Fagnaðarefni er að á sama tíma og
Morgunblaðið minnist aldarafmælis síns er
gróska í íslenskri fjölmiðlun, á hvaða formi
sem er.
Fréttatíminn sendir Morgunblaðinu
árnaðaróskir á þessum tímamótum og óskar
því velfarnaðar, hvort heldur það birtist les-
endum, þegar fram í sækir, á pappír, í spjald-
tölvum, símum – eða öllu þessu, auk annarra
tóla sem tæknin á eftir að færa okkur.
Aldarafmæli Morgunblaðsins
Öldungur í ölduróti
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
VikAn sem VAr
www.volkswagen.is
A
uk
ab
ún
að
ur
á
m
yn
d:
1
6“
á
lfl
eg
ur
, þ
ok
ul
jó
s
Volkswagen Polo
Sparar sig vel
Meðaleyðsla aðeins
5,5 lítrar á hverja 100 km
Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur
Polo 1.2 bensín kostar aðeins:
2.460.000 kr.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn ÍsafirðiKomdu og reynsluaktu Volkswagen Polo
Fréttatíminn sendir Morgunblaðinu árnaðaróskir á
þessum tímamótum og óskar því velfarnaðar.
14 viðhorf Helgin 8.-10. nóvember 2013