Fréttatíminn - 08.11.2013, Blaðsíða 28
R áðamenn virðast ekki hlusta né heyra þegar kallað er á hjálp eins og hefur verið gert ítrekað á síðustu mánuðum.
Við læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn höf-
um líka þagað of lengi,“ segir Helgi Sigurðs-
son, prófessor í krabbameinslækningum við
Háskóla Íslands og settur yfirlæknir krabba-
meinsdeildarinnar.
Sérfræðingar í krabbameinslækningum
Landspítalans í dag eru níu talsins, jafn marg-
ir og þeir voru samtals á sjúkrahúsunum í
Reykjavík fyrir um 20 árum. Á sama tíma hef-
ur krabbameinslæknum fjölgað um meir en
helming á hinum Norðurlöndunum, en sam-
kvæmt sænskum viðmiðum ættu þeir að vera
15 hér á landi.
Frá árinu 2008 hafa fjórir krabbameinslækn-
ar sagt upp og flutt til slíkra starfa erlendis
auk þess hafa tveir frumkvöðlar krabbameins-
lækninga á Íslandi, þeir Þórarinn Sveinsson og
Sigurður Björnsson, hætt störfum fyrir aldurs
sakir. Einungis einn sérfræðingur hefur komið
í staðinn fyrir þess sex sérfræðinga, en á sama
tíma er sjúklingum og verkefnum að fjölga.
Neyðarástand hefur í raun verið ríkjandi á
sviði krabbameinslækninga síðustu mánuði
vegna þessa. Auk þess sem skortur á deild-
arlæknum og aðstoðarlæknum á Landspítal-
anum hefur bitnað illa á krabbameinslækn-
ingadeildinni.
Helgi segir kerfið hafa brotnað niður innan
frá. „Ástæðurnar er fyrst og fremst langvar-
andi niðurskurður til Landspítalans eða öllu
frekar að uppbygging krabbameinslækninga
hefur nánast staðið í stað í 10 ár eða lengur. Á
sama tíma hefur sjúklingum fjölgað um 5-10%
árlega og verkefnum að sama skapi,“ segir
hann.
„Neyðarástandinu sem skapaðist vegna
læknamönnunar á krabbameinsdeild Land-
spítalans hefur nú vonandi verið afstýrt, þótt
ástandið sé enn ótryggt og lítið megi út af
bregða svo starfsemi deildarinnar fari ekki
aftur úr skorðum,” segir Helgi.
Vantar enn 6 lækna til viðbótar
„Við erum með 8 starfandi sérfræðinga og
verðum brátt með tvo reynda deildarlækna,
sem verða hjá okkur í minnst 1/2 ár og fleiri
deildarlæknar hafa sýnt áhuga að koma til
starfa hjá okkur í lengri tíma,“ segir Helgi.
„Það gerir níu samtals lækna – sem er samt
um 6 færri en við þyrftum að vera miðað við
það sem gerist í Svíþjóð. Sex íslenskir læknar
eru í sérnámi á bestu stöðum erlendis, það er
háskólasjúkrahúsum í Bandaríkjunum og á
Norðurlöndunum. Auk þess eru 12 íslenskir
krabbameinslæknar við störf erlendis og marg-
ir þeirra á lykilstofnunum,“ bendir hann á.
„Íslenska heilbrigðiskerfið er í dag ódýrara
í rekstri miðað við kerfin á hinum Norðurlönd-
unum einkum borið saman við það í danska,
en árangur okkar, til dæmis í krabbameins-
lækningum, er jafngóður og í Svíþjóð og hefur
á síðustu áratugum verið mun betri en í Dan-
mörku,“ segir Helgi.
„Danir vöknuðu hins vegar upp við vondan
draum fyrir 10 árum eða svo þegar þeir áttuðu
sig á því að árangur þeirra var mun lakari á
ýmsum sviðum heilbrigðismála en hinna Norð-
urlandanna. Nú er svo komið að Danir eru að
nútímavæða sitt kerfi og eru að fara fram úr
hinum Norðurlöndunum á flestum sviðum heil-
brigðismála. Það varð einfaldlega hugarfars-
breyting í Danmörku,“ segir Helgi.
Hann hefur áhyggjur af þeirri þróun sem
orðið hefur, að læknar sem ljúka sérnámi er-
lendis skili sér ekki heim. „Ef unga fólkið í sér-
námi skilar sér ekki aftur heim er hætt við að
kerfið okkar brotni niður innan frá. Þegar ég
og mín kynslóð fór í sérnám kom nánast ekk-
ert annað til greina en að koma heim að námi
loknu. Mér var til dæmis boðin yfirlæknisstaða
í Lundi þegar ég hætti störfum þar. Dóttir mín
er krabbameinslæknir eins og ég, en hún starf-
ar við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi.
Hún er sennilega sest að erlendis, eins og svo
margir aðrir af hennar kynslóð lækna,“ segir
Helgi.
Nýliðun er forsenda framfara
„Ráðamenn þjóðarinnar virðast ekki átta sig
á að jöfn nýliðun verður stöðugt að eiga sér
stað á háskólasjúkrahúsi landsmanna. Það er
algjör forsenda framfara. Við gætum auðvitað
fengið útlenska lækna til starfa hér á landi, til
dæmis frá austur Evrópu eða Austurlöndum
og höfum reyndar oft ágæta reynslu af því. Það
sem menn gleyma í því samhengi er í fyrsta
lagi að þeir læknar sem við fengjum væru alls
ekki með sambærilega menntun og reynslu og
þeir íslensku læknar sem eru í sérnámi á bestu
spítölum í heimi. Í öðru lagi hafa þeir heldur
ekki samböndin sem okkur er nauðsynleg í
þessu litla samfélagi okkar,“ segir Helgi.
Hann bendir á að íslensku læknarnir hafi
sambönd sem þeir hafa byggt upp í gegnum
nám sitt við leiðandi lækna á sínu sviði og í
raun bestu lækna heims. „Þegar við fáum flók-
ið vandamál upp í hendurnar höfum við í raun
í gegnum tíðina haft beinan aðgang að bestu
þekkingu á sviði læknisfræði á hverjum tíma,
algjörlega ókeypis – þetta er stórkostlega van-
metið. Ef unga fólkið hættir að skila sér heim
missum við þessi sambönd,“ segir Helgi.
„Við myndum aldrei hafa efni á að ráða til
okkar leiðandi erlenda lækna af þeim sjúkra-
húsum sem Íslendingarnir eru að læra á. Þar
má nefna John Hopkins, Yale, Mayo, Fred
Hutchinson, Massachusetts General Hospital,
Sonnybrook, Karolinska, Salgrenska svo eitt-
hvað sé nefnt. Ef íslenskir læknar menntaðir
frá þessum stöðum stefna á það að koma heim,
þá verður aðstaðan líka að vera þeim boðleg,“
segir hann. Þegar heim er komið hafa þeir
svo ómetanlegt tengslanet meðal annars til að
koma ungum deildarlæknum í framhaldsnám
á bestu stöðum erlendis. „Þessi keðja þekk-
ingar getur rofnað ef ekki kemur til hugar-
farsbreyting ráðamanna í garð Landspítalans,“
segir hann.
Fimm ára vanræksla
Helgi segir að ekki megi gleyma því jákvæða
sem íslenskt heilbrigðiskerfi hafi upp á að
bjóða. „Landspítalinn hefur staðið sig vel í
gegnum tíðina. En það er bara þannig að ef
ekkert gerist í fimm ár eða lengur og hlutirnir
fá að drabbast niður stöndum við hrikalega
illa. Nú þegar vantar aðstöðu og tæki, en um-
fram allt nýliðun. Með stöðugri nýliðun erum
við að fá til baka bestu þekkingu og færni sem
völ er á. Landspítalinn er þekkingarfyrirtæki
þar sem þekking er algjör forsenda framfara.
Ráðamenn virðast ekki skilja hversu mikilvægt
þetta er okkur,“ segir Helgi.
Krabbameinsdeildin hefur dregist aftur úr
slíkum deildum á Norðurlöndum ekki síst hvað
varðar tækjakost. Reyndar er verið er að taka í
notkun nýjan línuhraðal, sem safnað var fyrir
meðal annars af þjóðkirkjunni. „Línuhraðalinn
er af bestu gerð og er hann notaður við geisla-
meðferðina, og gerir okkur kleift að bjóða upp
á ýmsa tækni og meðferðarnýjungar sem við
höfum ekki haft yfir að ráða. Sá nýi er að leysa
af hólmi 17 ára gamalt geislatæki,“ segir Helgi.
Í mörgum löndum eru gæði krabbameins-
deilda meðal annars mæld út frá því hve mörg
tæki eru innan við fimm ára gömul, en flest
tækin á krabbameinsdeild Landspítalans eru
mun eldri en það. Hinn línuhraðallinn er til að
mynda að verða tíu ára, sem er viðmiðunarlíf-
tími slíkra tækja.
Íslendingar eiga tvö geislatæki en sam-
kvæmt viðmiðunartölum frá Evrópu og á
Norðurlöndunum ættu þau að vera þrjú. Nýi
línuhraðallinn kostaði um 360 milljónir með
fylgibúnaði auk virðisaukaskatts samtals um
450 milljónir. Á síðasta ári varði ríkið með við-
bótarframlögum um 600 milljónum til tækja-
kaupa á Landspítalanum, sem er einfaldlega
allt of lítið til að viðhalda þjónustu hvað þá
stuðla að frekari framförum.
Mikilvægan staðalbúnað vantar hér
Á Íslandi er ekkert svokallað PET-CT tæki
með viðeigandi fylgibúnaði. Þetta er sam-
byggt tölvusneiðmyndar- og ísótópatæki sem
í dag er staðalbúnaður í tengslum við krabba-
meinsmeðferð á öllum hinum Norðurlönd-
unum. PET-CT eru mun nákvæmari búnaður
við greiningu og mati á umfangi sjúkdóms, en
getur líka gefið afar mikilvægar upplýsingar
um árangur meðferðar. Hægt er að fá lykil-
upplýsingar um efnaskipti í æxlum einkum og
hve virk þau eru. Í Danmörku einni eru 30 slík
tæki eða eitt tæki miðað við 300 þúsund íbúa.
PET-CT tæki er notað í greiningu og sérstak-
lega meðferð krabbameins og einnig annarra
sjúkdóma.
„Við fengum sendinefnd frá Færeyjum í
heimsókn til okkar um daginn. Sá sem var í
forsvari hennar var algjörlega gáttaður á því
að við ættum ekki slíkan búnað hér á landi,“
segir Helgi. „Það er hins vegar ekki til umræðu
að kaupa það því það kostar ef til vill um 1.200
milljónir,“ segir hann.
Íslenskir krabbameinslæknar geta sent sjúk-
linga á vegum Sjúkratrygginga Íslands í PET-
CT tæki í Danmörku en mörgum sjúklingum
hrís hugur við að ferðast. „Við notum það því
miklu minna en ef við værum með slíkt tæki
hér, sendum sennilega um 40 sjúklinga á ári
til Danmerkur til að fara í PET-CT. Ef við vær-
um hins vegar með tæki hér myndum við nota
það oft á dag fyrir sjúklinga auk þess sem það
myndi nýtast sjúklingum á öðrum deildum,
svo sem á skurðsviði eða blóðsjúkdómadeild,“
segir Helgi.
Einn íslenskur sérfræðingur í krabbameins-
lækningum sem var að íhuga að flytja hingað
til lands fyrir nokkur hætti við meðal annars
þegar hann komst að því að ekki væri slíkt tæki
hér á landi og ekki á döfinni að kaupa það fyrr
en nýr spítali verður tekinn í notkun, að sögn
Helga. „Ef til vill árið 2020,“ segir bætir hann
við. PET-CT myndi skipta sköpum í ýmsum til-
fellum, svo sem lungnakrabbameini, þar sem
tækið myndi hjálpa til við að ákvarða hvort
fólk þurfi að gangast undir skurðaðgerð eða
Heilbrigðiskerfi
á Heljarþröm
hluti6.
Læknar hafa þagað of lengi
Helgi Sigurðsson krabbameinslæknir segir að heilbrigðiskerfið hafi brotnað niður innan frá því unga fólkið sé ekki að skila sér heim úr sérnámi. Hann segir þörf á
hugarfarsbreytingu ráðamanna í garð Landspítalans.
„Ég líki stundum
spítalanum við
stórútgerð. Stórút-
gerð gerir út mörg
skip, frystitogara,
og skuttogara svo
eitthvað sé nefnt.
Þannig má líkja
krabbameins-
deildinni við skip
og annað skip er
hjartadeildin. Við
erum hins vegar að
gera út úrelt skip
eða síðutogara
með forneskju-
legan tækjabúnað
á meðan sam-
keppnislöndin eru
með fullkomnustu
skuttogara og
tækjabúnað.
Þegar svo er þá
fara góðir læknar
á betri sjúkra-
hús, segir Helgi
Sigurðsson
28 fréttaskýring Helgin 8.-10. nóvember 2013