Fréttatíminn - 08.11.2013, Page 34
Hollari jólabakstur!
∙ Burt með
hveiti og sykur
∙ Sukrin
bökunarvörur
heilsunnar vegna
∙ LKL vænt
∙ Uppskriftir á
Sukrin vörurnar fást í eftirfarandi verslunum:
Krónan · Nóatún · Kjarval · Fjarðarkaup · Hagkaup · Nettó · Melabúðin og betri matvöruverslunum landsins.
heilsunnar vegna
sukrin.is
A leqa Hammond, formaður grænlensku heimastjórnar-innar, telur að styttra sé í að
Grænland öðlist efnahagslegt sjálf-
stæði en marga grunar. Í lok október
skrifaði grænlenska stjórnin undir
samning við breska námufyrirtækið
London Mining um nýtingarrétt á járni
á svæði um 90 km frá höfuðborginni
Nuuk. Verkefnið er hið stærsta í Græn-
landi til þessa og mun skapa um þrjú
þúsund störf. Ljóst er að flytja þarf
inn vinnuafl en nýverið samþykkti
grænlenska þingið lög sem tryggðu að
réttindi erlendra verkamanna starf-
andi í Grænlandi væru hin sömu og
Grænlendinga.
Flesta Grænlendinga dreymir um
sjálfstæði. Flokkur Hammond, jafn-
aðarmannaflokkurinn Siumut, vann
stórsigur í kosningum til landsþingsins
í vor, og steypti sitjandi stjórn undir
forystu Kubik Kleist. Undir stjórn
Hammond hefur landstjórnin tekið
þýðingarmiklar ákvarðanir, svo sem að
afnema bann við úranvinnslu í óþökk
dönsku stjórnarinnar og að fresta
frekari leyfisveitingum vegna olíuleitar
við landið.
Dreymir um sjálfstæði
Hammond á sjálf sér þann draum að
lifa þann dag að Grænland lýsi yfir
sjálfstæði. „Ég gæti ekki ímyndað mér
merkari dag en þann,“ segir Hammond.
„Grænlendingar gáfu út skýra yfirlýs-
ingu árið 2009 um að þeir vildu stjórna
landi sínu sjálfir í æ meira mæli. Ég er
fulltrúi sjálfstæðs Grænlands og verð
því að taka sjálfstæðar ákvarðanir og
leggja grunn að efnahagslegu öryggi
landsins ásamt fólkinu í landinu í sátt
við umhverfið,“ segir hún.
Hammond sér fyrir sér að græn-
lenskur efnahagur byggist á þremur
stoðum: sjávarútvegi, ferðaiðnaði og
námuvinnslu. „Við höfum þá þrjár
stoðir til að byggja á samfélag okkar
á næstu áratugum. Það mun breyta
Grænlandi efnahagslega, en einnig
hvað varðar sjálfsmynd okkar. Ég sé
fram á æ meira fjárhagslegt sjálfstæði á
næstu árum og að þjóðin muni krefjast
meir af sjálfri sér til að öðlast þetta
sjálfstæði,“ segir hún.
Árlega fá Grænlendingar um 72
milljarða frá Danmörku, sem er tæpur
helmingur fjárlaga Grænlands. „Til
þess að öðlast efnahagslegt sjálfstæði
þurfum við að nýta gæði landsins. 72
milljarðar hljómar sem há upp hæð en
landið okkar er mjög gjöfult og ef við
nýtum það af skynsemi er fjárhagslegt
sjálfstæði nær en marga grunar,“ segir
Hammond.
Umræða hefur verið á Grænlandi
um hvernig þjóð, sem telur einungis 57
þúsund íbúa, geti staðið uppi í hárinu
á alþjóðlegum stórfyritækjum þegar
kemur að samningagerð. Hammond
hefur ekki áhyggjur af smæð landsins.
„Grænlenska þjóðin er eigandi allra
málma í Grænlandi. Ekkert stórfyrir-
tæki getur komið hingað og gert það
sem það vill. Þetta er lýðræðisríki með
eigin stjórn og þing og eigin löggjöf
sem tryggir hagsmuni Grænlendinga,“
segir hún.
Tækifæri í hnattrænni hlýnun
Hún segir að hnattræn hlýnun jarðar
muni hafa, og hafi þegar haft, gríðar-
leg áhrif á Grænlandi. Bráðnun Græn-
landsjökuls hefur skapað tækifæri til
námuvinnslu á svæðum sem áður voru
hulin ís. „Við verðum að grípa þau tæki-
færi og nýta þau til efnahagslegs ávinn-
ings. Veiðihefðir okkar munu breytast
af sömu sökum. Við sjáum breytingu á
árstíðabundnum ferðum hvala og fugla
og fiskistofnar hafa fært sit um set. Við
verðum því að breyta áherslum okkar
en einnig að nýta þau tækifæri sem
bjóðast í staðinn,“ segir hún.
Aðspurð segist Hammond sjá tæki-
færi í auknum samskiptum við Ísland.
„Við eigum meira sameiginlegt en
skilur okkur að,“ segir hún. „Íslend-
ingar eru fyrirmynd Grænlendinga í
því hvernig þeir öðluðust sjálfstæði frá
Dönum án ágreinings og á diplómatísk-
an hátt. Við höfum líka horft á þjóðina
eflast á mjög aðdáunarverðan hátt eftir
að hún hlaut sjálfstæði. Það er okkur
innblástur og hvatning og við munum
nýta okkur reynslu Íslendinga og læra
af henni á okkar vegferð til sjálfstæð-
is,“ segir Hammond.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Íslendingar fyrirmynd okkar
Aleqa Hammond, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, á sér þann draum að upplifa þann dag að Grænlendingar
verði sjálfstæð þjóð. Hún segir að grundvöllurinn fyrir sjálfstæði Grænlands sé að landið öðlist efnahagslegt sjálfstæði.
Hnattræn hlýnun hafi skapað tækifæri til nýtingar mikilla verðmæta og því sé efnahagslegt sjálfstæði landsins í sjónmáli.
Aleqa Hammond sér
tækifæri í auknum
samskiptum við Ísland.
„Við eigum meira
sameiginlegt en skilur
okkur að,“ segir hún.
„Íslendingar eru fyrir-
mynd Grænlendinga
í því hvernig þeir
öðluðust sjálfstæði frá
Dönum án ágreinings
og á diplómatískan
hátt.“ Ljósmynd/Hari
34 viðtal Helgin 8.-10. nóvember 2013