Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.11.2013, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 08.11.2013, Qupperneq 54
54 heilsa Helgin 8.-10. nóvember 2013  Heilsa spírur eru ofurHollt „gourmet“ fæði Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri lindesign.is FÖGNUM 9 ÁRA AFMÆL I FÖSTUDAG & LAUGARDA G - REYKJAV IK & AKUREY RI 25% afsláttu r af öllum ba rnafötum É g var búin að ganga á milli allra í heilbrigðiskerfinu og fékk ekki lausn en þegar ég tók mataræðið í gegn þá fékk ég fullan bata,“ segir Katrín H. Árna- dóttir, eigandi frumkvöðlafyrir- tækisins Ecospíra, sem varð eins árs í október en fyrirtækið ræktar og selur ýmsar tegundir heilsu- og kryddspíra eins og brokkolíspírur, radísuspírur, smáraspírur, blað- lauksspírur, rauðrófuspírur og grænkálsspírur. Spírað fæði hefur mikið af andoxunarefnum og líf- virkum ensímum sem eru mikil- væg fyrir endurnýjun og viðhalds líkamans. Katrín segir að þar sem við neytum að miklu leyti soðinn- ar fæðu en minna af grænmeti þá séu spírur mikilvæg viðbót við daglegt fæði. „Með því að spíra fræ þá aukast ensím, vítamín og steinefni fræsins. Ensímríkt fæði er auðmelt þar sem það auðveldar upptöku næringarefnanna fyrir lík- amann. Með spírun brotna prótein niður í amínósýrur, kolvetni niður í einsykrur, fita í fitusýrur o.s.frv. Spírun brýtur næringarefnin niður í það form sem líkaminn getur nýtt sér og tekur upp í gegnum slímhúð meltingarfæranna. Með neyslu spír- aðrar fæðu eyðir líkaminn þannig ekki orku né eigin emsímforða til að brjóta niður fæðuna heldur tek- ur næringarefnin beint upp,“ segir Katrín. Margar rannsóknarstofnanir hafa staðfest að efnið glúkórafanín er að finna í spírum og mikið í brokkol- íspírum.Við meltingu og niðurbrot efnisins í meltingarveginum um- breytist glúkórafanín í lífvirka efnið súlfórafan sem rannsóknir hafa sýnt að geti m.a. hindrað æxlismyndun, örvað afeitrun og hreinsun krabba- meinsfruma úr líkamanum, hindr- að útbreiðslu krabbameinsfruma til annarra líffæra og hægt á vexti krabbameins á lokastigi. „Ég fór á spírufæði í um eitt ár og náði mér alveg af þeim heilsu- farsvandamálum sem ég átti við að glíma. Það virkaði mjög vel og ég fór að rannsaka hvað væri í þessum spírum. Það er ofboðslega mikið af lífvirkum efnum í spírunum og það var kveikja í því að ég fór af stað,“ segir Katrín. „Fulltrúar veitingahúsanna eru mjög hrifnir af spírunum og þær eru mikið bornar fram sem „gourmet“ fæða þó að hún sé mjög holl,“ segir Katrín. „Spírurnar fást í flestum mat- vörubúðum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar maður er að fara af stað með frumkvöðlafyrirtæki þá er spurn- ingin hvort að maður lifir af fyrsta árið,“ segir Katrín. „Það vantar mikinn stuðning við lífræna ræktun því að hún er dýr- ari, krefst miklu meira en hin hefð- bundna ræktun þar sem hráefnið er dýrara og kostnaðurinn er mikill vegna vottana, gjalda og fleira. Ef það á að auka lífræna neyslu á Íslandi þarf að auka stuðning við framleiðsluna. Þetta er stórt heilbrigðisatriði líka, með því að auka grænmetisneyslu í landinu verður þjóðin heilbrigðari og kostnaður vegna heilbrigðiskerfisins lækkar,“ segir Katrín. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Katrín H. Árnadóttir, eigandi Ecospíra, er mjög ánægð með þær viðtökur sem lífrænu spírurnar hafa fengið á íslenska markaðnum. Rannsóknir sýna að spírurnar eru mjög hollar og sá sem neytir þessa fæðis fær mjög mikið af lífvirkum efnum. Fór á spírufæði og fékk fullan bata Fæst í næstu verslun Nánar á www.heilsa.is Góður fyrir meltinguna og blóðið - inniheldur fólínsýru Hér má sjá frá v. Daikon radísuspírur, blaðlauks- spírur og China Rose radísuspírur. Nánari upplýsingar á Ecospira á á Facebook. Katrín H. Árnadóttir, eigandi Ecospíra. Fulltrúar veitinga- húsanna eru mjög hrifnir af spír- unum og þær eru mikið bornar fram sem „gourmet“ fæða þó að hún sé mjög holl. www.nowfoods.is Gæðakröfur NOW eru einstakar og bragðið eftir því. NOW framleiðir náttúrulegar og lífrænar matvörur án allra óæskilegra fyllingar- og aukefna í umbúðum sem varðveita gæðin fullkomlega út líftímann. Fást í öllum helstu matvöruverslunum um land allt. Möndlumjöl. Úr möndlum með hýði og því næringarríkara en hvítt möndlumjöl. Milt og sérstaklega gott möndlubragð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.