Fréttatíminn - 08.11.2013, Qupperneq 90
— 10 — 8. nóvember 2013
Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir
Í slendingar eru feitastir Norðurlandabúa sam-kvæmt rannsókn á vegum Norrænu ráðherra-nefndarinnar frá árinu 2011. Á Íslandi eru 57.1 prósent fullorðinna yfir kjörþyngd en 18.6 pró-
sent barna.
„Offitufaraldurinn er ein helsta ógnin við lýðheilsu
í dag,“ segir Bolli Þórsson, læknir hjá Hjartavernd
og sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum. Hann telur
að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hversu
hættuleg offita geti verið. „Á undanförnum fjörutíu
árum höfum við náð miklum árangri og minnkað tíðni
hjarta- og æðasjúkdóma en með aukinni tíðni sykur-
sýki vegna offitu gæti sú þróun snúist við á næstu
árum ef offita verður áfram jafn almenn.“
Offita er skilgreind sem 30 eða meira á BMI stuðli
og sýndi rannsókn Norrænu ráðherranefndarinnar að
17.8 prósent Íslendinga eru með offitu sem er hæsta
hlutfallið á Norðurlöndum. Lægst er hlutfallið í Noregi
eða 8.7 prósent. Rannsókn Hjartaverndar á aldurs-
hópnum 35 til 44 ára sýndi að árið 1968 vógu konur
á Íslandi 64,9 kíló að meðaltali en karlarnir 81,9 kíló.
Árið 2007 var meðalþyngd kvenna komin upp í 74 kíló
en karla 90 kíló.
„Það ætti enginn að láta það eftir sér að þyngjast
því það er mjög erfitt að léttast aftur. Fólk þyngist
yfirleitt hægt og hugsar með sér að það ætli bara að
létta sig seinna,“ segir Bolli. Hann bendir á að heilinn
stjórni efnaskiptum líkamans og sé stilltur inn á það
að léttast ekki heldur viðhalda jafnri þyngd. „Heilinn
er með ýmis konar stjórntæki sem stuðla að því að
við höldum þyngd og bremsar þegar við reynum að
léttast og þess vegna getur verið erfitt fyrir fólk að
létta sig,“ segir hann.
Innleiðing hreyfiseðla í heilsugæsluna
Á síðustu árum hefur staðið yfir tilraunaverkefni sem
byggir á því að læknar geti ávísað fólki hreyfiseðlum
sem hluta af meðferð við sjúkdómum tengdum lífsstíl
eins og áunninni sykursýki og hjarta- og æðasjúk-
dómum. Fólk fær þá tíma hjá sjúkraþjálfara sem gerir
áætlun um hreyfingu fyrir viðkomandi og veitir eftir-
fylgni. Sjúklingurinn mætir jafnframt áfram í tíma til
síns læknis á heilsugæslunni. Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að innleiða hreyf-
iseðla í heilsugæsluna til framtíðar. „Að mínu mati er
þetta gríðarlega brýnt verkefni til að bæta heilsu og
sporna við sjúkdómum. Ég tel að hreyfiseðlar geti
orðið mikilvægur þáttur í meðferð fólks sem glímir við
fylgikvilla offitu. Við höfum séð það gerast á síðustu
árum að offita og hreyfingarleysi er vaxandi vandamál
í íslensku samfélagi.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar segir að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði
meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar og telur
Kristján brýnt að svo verði.
Mikil aðsókn að meðferð á Reykjalundi
Frá árinu 2001 hefur verið starfrækt sérstakt offitu-
og næringarteymi á Reykjalundi sem veitt hefur
Offitufaraldurinn
er ógn við lýðheilsu
Íslendingar eru feitastir Norðurlandaþjóða í öllum aldurshópum og neyta jafnframt mest af
sykri. Á Reykjalundi er hundrað manns veitt meðferð við offitu á hverju ári og fer meðalaldur
þeirra sem þangað leita lækkandi. Offita er hættuleg og getur leitt til sykursýki, hjarta- og
æðasjúkdóma og aukið líkur á sumum tegundum krabbameina. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar segir að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði forgangsverkefni og bindur heil-
brigðisráðherra miklar vonir við notkun hreyfiseðla í heilsugæslunni.
Leit að námskeið-
um á Hreyfitorgi
Gagnvirki vefurinn Hreyfitorg var
opnaður í september síðastliðnum.
Á vefnum er að finna upplýsingar
um hin ýmsu námskeið, tengd
hreyfingu. Hægt er að leita nám-
skeiða eftir póstnúmerum og sér-
stökum aldurshópum. Þá er einnig
hægt að leita sérstaklega að léttri
eða erfiðri hreyfingu. Markmið
Hreyfitorgs er að auðvelda þeim
sem leita eftir þjónustu fyrir sig
eða aðra, til dæmis foreldrum og
fagfólki að finna hreyfingu við hæfi
hvers og eins. Embætti landlæknis
hefur haft umsjón með uppbygg-
ingu Hreyfitorgs en aðrir aðstand-
endur vefjarins eru Íþrótta- og
ólympíusamband Íslands, Félag
sjúkraþjálfara, Íþróttakennara-
félag Íslands, Læknafélag Íslands,
Reykjalundur, Ungmennafélag
Íslands og VIRK starfsendurhæf-
ingarsjóður.
Of þung ungmenni
Frumniðurstöður könnunarinnar
Atgervi ungra Íslendinga voru
kynntar á dögunum og sýndu þær
meðal annars að fjöldi 17 og 23
ára ungmenna á Íslandi sem skil-
greindir eru of þungir hefur aukist
um 25 prósent og hreyfing og
virkni minnkað um 50 prósent frá
því sami hópur tók þátt í rannsókn
fyrir tíu árum. Niðurstöðurnar
voru bornar saman við mælingar
á hreyfingu og virkni 80 ára Ís-
lendinga og kom í ljós að hreyfing
þessara tveggja hópa er jafn mikil.
Erlingur Jóhannsson, prófessor og
verkefnisstjóri rannsóknarinnar,
segir niðurstöðurnar gefa mjög
alvarlegar vísbendingar um að
heilsufar og atgervi ungra Ís-
lendinga sé að versna og því þurfi
augljóslega að efla fræðslu meðal
ungs fólks og auka meðvitund,
þekkingu og skilning þess á eigin
heilsu.
Í rannsókninni tóku þátt ungmenni
fædd árin 1988 og 1994. Mark-
miðið var að rannsaka langtíma- og
aldurshópabreytingar á holdafari,
hreyfingu, þreki, andlegri líðan,
félagslegum þáttum og lífsstíl í
tveimur hópum ungmenna.
Offita vanmetin
lýðheilsuógn að
mati WHO
Að mati Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO) er engin
lýðheilsuógn jafn vanmetin um
heiminn og offita. Ýmsir lífshættu-
legir sjúkdómar geta fylgt offitu of
haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks
og er það mat stofnunarinnar að
mögulegt sé að fyrirbyggja áttatíu
prósent allra tilfella af hjarta- og
æðasjúkdómum, níutíu prósent
af áunninni sykursýki og þrjátíu
prósent allra krabbameina með
hollu mataræði, nægri hreyfingu og
reykleysi.
Kristján Þ. Júlíusson
heilbrigðisráherra
telur hreyfiseðla geta
orðið mikilvægan
þátt í meðferð við
fylgikvillum offitu. „Við
höfum séð það gerast á
síðustu árum að offita
og hreyfingarleysi er
vaxandi vandamál í
íslensku samfélagi.”
Ljósmynd/Hari