SÍB-blaðið - 01.12.1999, Síða 5

SÍB-blaðið - 01.12.1999, Síða 5
sé að þeir vinni saman að sínum hags- munamálum og það hefur því ekki kom- ið til umræðu að fara með samninga- málin á sitt hvorn staðinn.” Ásmundur segir eðlilegt að fjármála- fyrirtæki myndi sameiginleg samtök. Starfsemi tryggingafélaga og banka er að fléttast saman og því sjálfsagt að tryggingafélögin séu með í slíkum sam- tökum. Ásmundur sagði það ekki at- vinnurekenda að segja til um það hvern- ig starfsmenn hagi sínum skipulagsmál- um en augljóslega sé margt líkt í störf- um fólks hjá bönkum tryggingafélögum og hjá skrifstofufólki í öðrum fyrirtækj- um. Að sögn Ásmundar er mest um vert fyrir nýju samtökin að gera sig gild í nýju atvinnurekendasamtökunum og vinna þar að sameiginlegum hagsmuna- málum Samtaka fyrirtækja á fjármála- markaði, þannig að félagsmenn og fyrir- tækin fái að blómstra, þeim og samfé- laginu til heilla.” Nýtt starfsumhverfi kallar á nýja hugsun Axel Gíslason forstjóri VÍS telur, í Ijósi nýrra áherslna hjá trygginga- fé- lögunum, rétt og eðlilegt að félögin séu hluti af Samtökum fjármála-fyrir- tækja. „Starfsumhverfi og þá um leið starfsemi tryggingafélaganna hefur tek- ið töluverðum breytingum á síðustu misserum. í stað þess að veita einvörð- ungu hina hefðbundnu þjónustu á sviði vátrygginga hafa félögin í auknum mæli lagt áherslu á önnur og ný svið fjár- máiaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. Gott dæmi um þetta eru bílalánin sem mjög margir hafa nýtt sér á liðnum árum.” Axel segir ennfremur að þegar trygg- ingafélögin standi frammi fyrir nýju starfsumhverfi þurfi þau að laga sig að því og það séu þau að gera, meðal ann- ars með því að taka þátt í stofnun nýju samtakanna. „Á sama tíma og starfsum- hverfi tryggingafélaganna breytist hefur starfsemi bankanna einnig verið að breytast þannig að skilin milli þessara aðila verða sífellt óskýrari. Það má því segja að hugmyndin að Samtökum fjár- mála-fyrirtækja hafi einmitt vaknað vegna þessara áherslubreytinga.” Að sögn Axels er þróunin á fjár- magnsmarkaði hér á landi mjög sam- bærileg við það sem hefur verið að ger- ast í löndunum hér í kringum okkur. „Við verðum að þá að hafa í huga að sterk Samtök fjármálafyrirtækja verða afar mikilvæg til þess að standa vörð um starfsemina hér á landi, bæði að því er varðar samkeppnisstöð gagnvart er- lendum fjármálafyrirtækjum og hags- unagæslu gagnvart löggjafanum. Fjár- málaumsýsla hefur aukist verulega hár á landi síðustu árin. Hér hefur myndast hópur vel menntaðs fagfólks og ég tel nýju samtökin mikilvæg í því að stuðla að ákveðnum gæðakröfum og vera sam- eiginlegur vettvangur hagsmunagæslu á þessu vaxandi sviði atvinnulífsins.” Axel neitar því að snýju samtökin leiði til þess að SÍT, Samtök íslenskrar tryggingafélaga verði lögð niður. „Þótt breytt starfsumhverfi á fjármálamark- aði hafi gert það að verkum að óljósari skil séu nú á milli lána stofnanna, fjár- málafyrirtækja og tryggingafélaga, þá hafa trygginga- félögin sína sérstöðu og því mun SÍT, a.m.k. enn um sinn, áfram verða til sem vettvangur fyrir hin sér- stöku mál tryggingarfélaganna á hlið- stæðan hátt og sérstök samtök annarra fjármála- fyrirtækja annast sérhagsmuni aðildar- fyrirtækja sinna.” Sfjórn og sfarfsmonn Sambands íslcnsbra banbamanna ósl^a aðildarfélögum SSÍS og félagsmönnum öllum fil sjduar og sueifa glcðilcgra jóla og farsœls bomancli drs moð bcsfu þöbk samsfarfið d drinu scm cr að líða. 5

x

SÍB-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.