SÍB-blaðið - 01.12.1999, Síða 13

SÍB-blaðið - 01.12.1999, Síða 13
Stór hluti hagnaðar tryggingafélaga er af fjármálastarfsemi. indi, ásamt áhrifum á framþróun at- vinnugreinarinnar og á samfélagið í heild verða best tryggð með því að all- ir starfsmenn í fjármálaþjónustu vinni saman í einu sameinuðu stéttarfélagi. 1 ræðu sinni á stofnfundi Finansfor- bundet sagði formaðurinn, Dag Arne Kristensen, meðal annars: „Með sam- einingunni stofnum við sterkt og ráð- andi stéttarfélag innan fjármálageirans. Félag sem leggur áherslu á mikilvægi hvers einasta starfsmanns á sama tíma sem við ætlum og höfum metnað til að sýna mikilvægi okkar bæði innan landamæra og langt út fyrir landsteina Noregs”. Dag Arne lagði áherslu á að þrátt fyrir að Noregur standi enn utan við Efnahagsbandalag Evrópu, þá sé það alveg ljóst að sameinuð Evrópa hafi mikil áhrif á framvindu atvinnulífs í Noregi og reyndar á allt norska samfé- lagið. Stéttarfélög innan landamæra hvers lands og innan Evrópu allrar verði að taka virkan þátt í uppbyggingu og þróun Evrópska veruleikans. Það ætlar Finansforbundet að gera í gegn- um þátttöku sína í NFU(Nordisk Fin- ansansættes Union). Mikilvægt er að standa vörð um samningsumhverfi, sem norrænir banka- og tryggingamenn hafa byggt upp og með-ákvörðunarrétt, en samþykkja ekki lakari réttindi og kjör með tilskipunum frá Brussel. Dag Arne sagði: „Við lifum í samfélagi og vinnuumhverfi sem er galopið fyrir nýj- ungum og hröðum breytingum. Við þurfum að vinna saman að því að nýta okkur breytingarnar til góðs og líta á þær sem tækifæri. En það verðum við að gera í góðri samvinnu við atvinnu- rekendur, m.a. með aukinni áherslu á sí- og endurmenntun. Nýja stéttarfélagið okkar er byggt á því hve lík við erum, en ekki síður ólík. Við erum einstaklingar sem á- kváðum að standa saman til þess að ná árangri. Þess vegna verðum við að virða sérkenni hvers og eins og viður- kenna að lífshlaup okkar, bæði heima og í vinnu, stjórnast af mörgum sam- spilandi þáttum”, sagði formaðurinn um leið og hann óskaði öllum þingfull- trúum til hamingju með stofnun nýja stéttarfélagsins. Samstarf á Norðurlöndunum, NFU I ársbyrjun 1999 sameinuðust flest allir starfsmenn banka- og tryggingafé- laga á Norðurlöndum í ein sameinuð norræn samtök, NFU-Nordisk Finansan- sættes Union. Allir félagsmenn í stéttar- félögum bankamanna á Norðurlöndum eru í nýja félaginu, ásamt félagsmönn- um í stéttarfélögum tryggingamanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Einungis tryggingamenn á íslandi og í Finnlandi standa ennþá utan við. í þessum sam- tökum eru í dag 168.000 félagsmenn og þau eiga einhvern sterkasta verkfalls- sjóð sem þekkist. Markmið samtakanna er, eins og allra félaganna sem mynda þau, að tryggja hagsmuni félagsmanna sinna í hvívetna, bæði gagnvart at- vinnurekendum sem og stjórnvöldum. Sameining banka og trygg- ingafyrirtækja á íslandi Aðal hagnaður íslenskra tryggingafé- laga er af fjármálastarfsemi, bæði láns- viðskiptum og verslun með verðbréf ýmiss konar. Bankarnir eru í auknum mæli að fara inn á tryggingastarfsemi, sérstaklega líftryggingar og söfnunar líftryggingar. Landsbanki íslands á 50% í Vátryggingafélagi íslands, sparisjóð- irnir í Alþjóða líftryggingafélaginu og Sjóvá-Almennar eru stór hluthafi í ís- landsbanka. Þannig má lengi telja og sjá að samtvinnun banka- og tryggingafé- laga er sífellt meiri hér á landi og ef- laust ekki langt að bíða enn frekari sam- runa á því sviði. Hér á landi eru starfsmenn trygginga- félaganna ekki í sérstöku stéttarfélagi tryggingamanna, heldur í samtökum verslunarmanna. Það er sú leið sem þeir hafa valið til þess að tryggja kjör sín og áhrif. Enginn er betri en þeir sjálfir til að velja leiðina sem tryggir hag þeirra best, enda hafa þeir ákvörð- unarrétt samkvæmt lögum um það hvaða stéttarfélag þeir velja. Hugmynd- in um aukna samvinnu starfsmanna hjá bönkum og tryggingafélögum hefur oft verið rædd á undanförnum misserum. Ástæðan er m.a. þær breytingar sem orðið hafa á félagsskipan starfsmanna á fjármálamarkaði í nágrannalöndunum og einnig því að atvinnurekendur í þessum geira atvinnulífsins á íslandi hafa sameinast undir einum hatti í Sam- tökum fyrirtækja á fjármálamarkaði. Samvinna þeirra þar er einmitt til þess að efla starfsemina með fleiri félags- mönnum þannig að rödd þeirra verði sterkari og áhrifameiri í framþróun markaðarins og í uppbyggingu íslenska þjóðfélagsins. Er ef til vill kominn tími á að starfsmenn fyrirtækja á fjármála- markaði geri slíkt hið sama, efli sam- vinnu sína eða jafnvel sameinist í öflugt stéttarfélag starfsmanna á fjármála- markaði? 13

x

SÍB-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.