SÍB-blaðið - 01.12.1999, Page 14

SÍB-blaðið - 01.12.1999, Page 14
AfumræÖu um símenntun í Danmörku Starfshæfhi og símenntun Símenntun sem eykur hæfni í starfi eflir sjálfstraust fólks. í raun eru allir aðilar vinnumarkaðar- ins sammála um að fullorðinsfræðsla og símenntun virki ekki nægilega vel. Því var beðið með eftirvæntingu eftir skýrslu danskra yfirvalda um árangur af fullorðinsfræðslu og símenntun. Þess var beðið í þeirri trú að niðurstöður skýrslunnar og tillögur gætu orðið upp- haf langþráðrar endurskoðunar á menntunarkerfi sem er sundurlaust og án heildaryfirsýnar frá sjónarmiði bæði þátttakenda og fyrirtækja. Þegar síðan skýrslan kom þótti ýmsum að þar væri á ferðinni úttekt sem tæki ekki afstöðu og gæfi misvísandi skilaboð. Helst er það að sjá að draumurinn um að forma skilvirkt kerfi fyrir fullorðinsfræðslu og símenntun leysist upp í ábendingar urn mismundandi aðferðir til að stýra fjár- veitingum og starfsumhverfi, sem geta leitt til sparnaðar. En breyttar leiðir til ráðstöfunar á fé endurskapa ekki einar og sér fyrirkomulag og framkvæmd þessara mála.Ýmsir aðilar höfðu vænst þess að fá skarpari sýn á hvernig ein- stakir notendur gætu betur metið og hagnýtt sér fullorðinsfræðslu og sí- menntun með hliðsjón af eigin þörfum fyrir aukna starfsfærni. Vinnuveitend- ur þurfa einnig að ná yfirsýn yfir mögu- lega valkosti til að viðhalda og byggja frekar upp hæfni starfsmanna í sam- starfi við starfsmenn og fræðslustofn- anir. Vaxtarmöguleikar atvinnugreina eru háðir aðgengi að starfsfólki með rétta þekkingu og hæfni. Hollusta starfsmanna við vinnuveit-andann Fjármálaheimurinn hefur eins og önnur svið atvinnulífs gengið í gegnum erfið aðlögunartímabil þar sem krafan um afköst og aðlögunarhæfni harðnar stöðugt, og svo mun verða áfram. Marg- ir starfsmenn í þessum geira þekkja af eigin reynslu að sú eftir- og símenntun sem boðið er upp á innan fyrirtækjanna nægir ekki til að byggja upp og við- halda þekkingu starfsmann-anna. Jafn- vel þótt fyrirtækin hafi lagt nokkurn metnað í að sinna vel menntunarmál- um starfsmanna verða áherslur þeirra óneitanlega meira á beinar starfstengd- ar menntunarþarfir en á víðari upp- byggingu þekkingar. Starfshollusta er í dag sameiginlegt viðfangsefni fyrir vinnuveitandann, starfsmanninn og yfirvöldin. • Starfsmannsins með því að hann taki frumkvæði í því að leita eftir mennt- un. • Fyrirtækisins með því að bjóða upp á fjölbreyttari menntunarmöguleika með þátttöku opinberra menntunar- valkosta,. • og yfirvalda menntamála með því að tryggja aðgengilegt framboð innan skólakerfisins á valkostum í fullorð- insfræðslu og símenntun. Það er býsna útbreidd skoðun að öll menntun á framhaldsskólastigi - fyrir unga sem eldri - eigi að vera kostuð af því opinbera, hvort sem um er að ræða bóknám eða verknám. Þar með er sagt að fullorðnir einstaklingar sem ekki áttu kost á menntun á framhalds- skóla- aldri eigi rétt á að notfæra sér hana síð- ar. Hver borgar Ein leið er sú að til sé kerfi sí-mennt- unar sem lyftir öllum upp á það stig að uppfylla kröfur um almenna lágmarks- þekkingu. Það kerfi þarf að vera opið öllum sem eru í starfi eða á leið í starf og hafa fræðsluþarfir á þeim sviðum. Þá mætti e.t.v. hugsa sér að þannig væri samhæfing milli faglegrar grunnmennt- unar og framboðs á símenntun og á- byrgðin á báðum þáttum þannig sam- tengd. Kostnaður af slíku fræðslufram- boði yrði greiddur af vinnuveitendum. Jafnframt yrði byggt upp á sviði fullorð- insfræðslu, framhaldsnám á háskóla- stigi frá grunnmenntun upp í MBA nám með sérhæfingu í fjármálagreinum. Áðurnefnd skýrsla yfirvalda er nú til umfjöllunar hjá fulltrúum hins opin- bera, samtökum launþega og samtök- um atvinnurekenda og vonandi verða það menntunarsjónarmiðin og þörfin fyrir nauðsynlega endurskoðun á nú- verandi kerfi sem verða höfð að leiðar- ljósi í þeim umræðum. Þýtt og endursagt úr Finanse sept 99 14

x

SÍB-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.