SÍB-blaðið - 01.12.2006, Qupperneq 2

SÍB-blaðið - 01.12.2006, Qupperneq 2
LEIÐRRI B■■ ■■■■■ Jafnrétti og tillitssemi Friöbert Traustason, formaður SÍB Tölfræði er skemmtileg og umfram allt nytsamleg við rann- sóknir þar sem gerður er sam- anburður af ýmsum toga, útreikning- ar á meðaltali og miðgildi og frávik frá útreiknuðum gildum. Allar niðurstöð- ur úr tölfræðirannsóknum byggjast á þeim forsendum sem rannsakend- ur gefa sér í upphafi, frávikum, undan- tekningum og aðferðum við úrvinnslu rannsóknargagna. Tölfræðin á að vera okkar hjálpartæki til að komast sem næst staðreyndum, sem hjálpa okkur meðal annars til að finna lausnir. í launakönnun SÍB í apríl 2004 kom enn og aftur fram mikill munur á laun- um karla og kvenna meðal félags- manna, í raun svipaður munur og var fyrir átta árum. 77% svarenda í könn- uninni eru konur og 23% karlar. Af hverju gengur okkur illa að jafna þenn- an mun? Er eitthvað í uppbyggingu og hefðum, sem leiðir beint til þess að launamunur helst, þrátt fyrir lög um jafnrétti og jafnréttisáætlanir sem eiga að tryggja jafna möguleika? Þegar rýnt er betur í þessa könnun, sem allir geta skoðað á www.sib.is/utgáfa/kannan- ir, þá sér lesandi strax að karlar sem svara þessari könnun, hafa almennt lokið meiri skólagöngu og þeir sækja helst í störf sérfræðinga, sem krefjast háskólamenntunar, og einnig eru karlar í meirihluta í stjórnunarstörfum. Karlar eru ekki í hlutastörfum og þeir vinna að meðaltali 5 stundum lengri vinnu- viku en konur. Er ástæða lengri viðveru karla á vinnustað sú að kon- urnar taka að mestu ábyrgð á heimili og fjölskyldu? Tölfræðin talar sínu máli og þar er augljóst að skólaganga, val á starfsvettvangi eða viðfangsefni, mannaforráð og vinnutími ræður lang mestu um laun og launaþróun. Konur, sem sækja um þessi störf og lokið hafa námi í framhaldsskóla og háskóla hafa að jafnaði sömu laun og karlarnir fyrir sama vinnutíma. Getum við á einhvern hátt not- að þessar staðreyndir til að jafna stöðu karla og kvenna? í febrúar 2007 verður framkvæmd ný launakönnun fyrir SÍB. Það er mikilvægt að ALLIR félagsmenn SÍB taki þátt í þeirri könnun. Þannig fáum við raunhæfar og gagnlegar niðurstöður, sem félags- menn SÍB geta notað til samanburðar við eigin stöðu og laun. Lykilorðin í rekstri fjármálafyrirtækja eru þjónusta, árangur og hagnaður. Til að ná þessum markmiðum þarf gott skipulag, sam- vinnu starfsmanna og stjórnenda og tillitssemi. Þegar magnið er tek- ið fram yfir gæðin og starfsmenn eru það útkeyrðir að þeir njóta ekki eðlilegra frístunda þá hverfur vinnugleðin, þjónustan verður verri og árangur minnkar. Þetta er rétt að hafa í huga núna þegar vinnuvik- an virðist sífellt vera að lengjast. Stjórnendur fjármálafyrirtækja vilja gjarnan gera svokallaða “fastlaunasamninga” við starfsmenn, þar sem launamenn semja um ákveðin föst mánaðarlaun, sem greiðslu fyrir dagvinnu og alla hugsanlega yfirvinnu einnig. Margir félags- menn SÍB hafa sýnt mér þessa samninga og ítrekað kemur fram hjá þeim að þeir vinni að jafnaði mun meiri yfirvinnu en þeir fá greitt fyr- ir, vinni sem sagt að hluta til kauplaust. Þetta er mikil afturför sem kemur fyrst og fremst niður á fjölskyldum félagsmanna, þar sem tími til samveru fjölskyldunnar er skertur. Við verðum að hverfa frá þess- ari óheillabraut og sýna þá tillitssemi sem nauðsynleg er til að allir félagsmenn geti notið samvistum við fjölskyldu og vini. Ég þakka öllum félagsmönnum og samstarfsaðilum SÍB ánægju- legt og árangursríkt samstarf á árinu og óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum. Friðbert Traustason, formaður SÍB. SIB-blaðið Málgagn starfsmanna fjármálafyrirtækja Útgefandi: Samband íslenskra bankamanna SÍB. Ábyrgðarmaður: Friðbert Traustason. Ritstjórn: Sigurður Albert Ármannsson formaður, Friðbert Traustason og Anna Karen Hauksdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Albert. Prentun: Gutenberg. Upplag: 6.000 eintök. Skrifstofa SÍB er að Nethyl 2E 2. hæð, 110 Reykjavík. Sími: 540 6100. Fax: 540 6108. Heimasíða: http://www.sib.is, netfang sib@sib.is Starfsmenn: Friðbert Traustason, formaður SÍB, Anna Finnbogadóttir, fjár- málafulltrúi og Sigurður Albert Ármannsson, fræðslu- og kynningarfulltrúi. Höfundar efnis: Hilmar Karlsson, Lára Ómarsdóttir, Hulda Styrmisdóttir Blaðið fór í prentun: 15.12.2006. Hönnun: Grafisk miðlun ehf/Ómar Forsíðumynd: Félagar í starfsmannafélagi Spron á leið á toppinn 2

x

SÍB-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.