SÍB-blaðið - 01.12.2006, Page 7
KB, LÍ og Glitnir, hlutfall hvers um
sig af samanlögðum
starfsmannafjölda allra þriggja
bankanna
Ll
35%
KB
42%
Glitnir
23%
Starfsmannafjöldi bankanna
erlendis
1800
1600
1400
1200
1000
800
600
400
200
0
1600
1400
1200
1000
800
600
400
200
0
KB Ll Glitnir
KB Ll Glitnir
Starfsmannafjöldi bankanna á íslandi
Útrás fjármálafyrirtækjanna
Um 40% starfsmanna stóru
bankana starfa utan íslands
Samkvæmt skýrslum Fjármála-
eftirlitsins er vöxtur, breyt-
ingar og alþjóðavæðing
orð sem segja má að hafi einkennt
íslenskan fjármálamarkað síðustu
misseri. Frá árslokum 2002 hafa
íslensku viðskiptabankarnir flmm-
faldast að stærð og á innan við
tveimur árum hafa íslensku bank-
arnir breyst í alþjóðleg fyrirtæki með
höfuðstöðvar á íslandi. Dótturfélög,
útibú og umboðsskrifstofur þeirra
eru í fjórtán löndum.
Um 60% af tekjum bankanna
koma erlendis frá og um 40%
starfsmanna starfa utan íslands.
Sem dæmi um hraðann í þróuninni
má nefna að fjöldi dótturfélaga eða
útibúa erlendis hefur meira en tvö-
faldast á einungis þremur árum og
sama má segja um tekjur af erlendri
starfsemi.
F’essum fjárfestingum íslensku
bankanna er fylgt eftir með mik-
illi fjölgun á starfsfólki erlendis. Bæði
eru það íslendingar sem fara til
starfa í útibúum og dótturfyrirtækj-
um erlendis og að bankarnir eru að
ráða til sín erlenda starfsmenn.
Þegar farið er í saumana á
hversu stór hluti starfsfólks stóru
bankanna, Glitnis, KB banka og
Landsbankans starfa erlendis kem-
ur í Ijós að langflestir eru hjá KB-
banka og er hann eini bankinn sem
er með fleiri starfsmenn erlendis
heldur en hér á landi.
KB banki
Kaupþing banki er með starf-
semi í níu löndum utan íslands.
Löndin eru Danmörk, Svíþjóð,
Lúxembourg, Finnland, Noregur,
Færeyjar, New York, Swiss,
England.. Höfuðstöðvar bank-
ans eru í Reykjavík. Helstu dótt-
urfélög bankans utan (slands eru
FIH Erhvervsbank A/S í Danmörku,
Kaupthing Bank Sverige, Kaupthing
Bank Luxembourg, Kaupthing Bank
Oyj og Norvestia Oyj í Finnlandi,
Kaupthing Foroyar, Kaupthing
New York, Kaupthing Switzerland,
Kaupthing Ltd. í Englandi og
Kaupthing Norge A.S. í Noregi.
Heíldarfjöldi starfsmanna: 2689
Starfsmenn á íslandi: 1089
Starfsmenn erlendis: 1600
Landsbankinn
Landsbankinn er með starfsemi í
þrettán löndum utan íslands. Löndin
eru Bretland, Frakkland, Fýskaland,
írland, Ítalía, Luxembourg, Holland,
Noregur, Spánn, Sviss, Færeyjar,
Bandarikin og Kanada. Þau erlendu
fyrirtæki sem Landsbankinn á
meira en 50% í eru Heritable Bank
Limited í London, Kepler Equities
í Þan's, Landsbanki Guernsey í St
Peter Port á Guernsey, Landsbanki
Luxembourg S.A. í Luxembourg,
Merrion Capital Group I Dublin og
Teather & Greenwood Limited í
London.
Heildarfjöldi starfsmanna: 2246
Starfsmenn á íslandi: 1432
Starfsmenn erlendis: 814
Glitnir
Glitnir varð nú fyrir stuttu fyrstur
íslenskra banka til að stofna starfs-
stöð í Kína og eru þrír starfsmenn
bankans staðsettir þar. Bætist þar
við sjöunda landið utan íslands sem
Glitnir er með starfsemi í. Löndin
eru Noregur, Luxembourg, England,
Danmörk, Svíþjóð, Kanada og Kína.
Langstærsti hluti eriendra starfs-
manna Glitnis starfar í Noregi, einnig
eru margir starfsmenn í Svíþjóð.
Heildarfjöldi starfsmanna: 1475
Starfsmenn á íslandi: 1060
Starfsmenn erlendis: 415
/hk
7