SÍB-blaðið - 01.12.2006, Side 11

SÍB-blaðið - 01.12.2006, Side 11
Samningaviðræður við aðildarfyrirtæki Hlutfallsdeildar LB Á seinni hluta árs 2003 var rætt við stjórnendur aðildarfyrir- tækjanna (sem eru Landsbanki, Seðlabanki, RB, VISA og FME) um aðkomu þeirra að því að bæta stöðu Hlutfallsdeildar. Sérstaklega var rætt um launahækkanir umfram forsend- ur (vísitala + 0,5%) og einn- ig umfram gerða kjarasamninga, þar sem ákvörðun um þess- ar hækkanir væru alfarið í hönd- um stjórnenda, en Hlutfallsdeild væri ætlað að taka á sig kostn- að þeirra. Þessar viðræður skil- uðu því miður engum árangri og því var næsta skref að lögfræð- ingur LB sendi formlegt bréf til allra aðildarfyrirtækja og ráð- herra bankamála, Valgerðar Sverrisdóttur, með kröfu um inn- greiðslur í sjóðinn. í bréfinu stóð m.a: „Lífeyrissjóður bankamanna hefur falið mér undirrituðum (Sveinn Sveinsson hrl) að gera athugun á því, hver ábyrgð beri á því að forsendur þær sem not- aðar voru við uppgjör aðildar- félaganna á áföllnum skuldbind- ingum gagnvart sjóðnum hafi ekki staðist í framhaldi af þeim breytingum sem áttu sér stað á reglum sjóðsins um áramótin 1997 og 1998. Þá hefur lífeyrissjóðurinn fal- ið mér að gera kröfur á hend- ur þeim sem ábyrgð þessa bera og/eða hafa skyldur til að bæta sjóðnum þær fjárhæðir sem upp á vantar að réttar forsend- ur hafi verið notaðar við uppgjör- ið. Flefur mér verið uppálagt að þingfesta stefnu fyrir héraðsdómi eigi síðar en í desembermánuði 2004, hafi leiðrétting þá ekki náð fram að ganga. Eins og fram kemur hafa margvíslegir uppgjörsliðir orðið öðruvísi en aðilar þeir sem stóðu að uppgjörinu gerðu ráð fyrir. Lífeyrissjóðurinn er ákveðið þeirrar skoðunar að hann verði að fá bætt það sem aflaga hefur farið. Báðir aðilar gengu til uppgjörsins á sínum tíma gangandi út frá því að for- sendur uppgjörsins yrðu að vera réttar og að þær yrðu að vera virtar í framtíðinni af báðum aðilum. Að öðrum kosti væru forsendurnar markleysa." Samkomulag gert í júlí 2006 Framangreint bréf, sem var mjög ítarlegt sam- tals 6 blaðsíður með skýringum í 28 málslið- um, skilaði heldur ekki árangri og því var mál gegn Landsbanka íslands h/f og Ríkinu komið fyr- ir Fléraðsdóm Reykjavíkur í uþphafi árs 2005. Um áramótin samþykktu ráðamenn Landsbankans að W Ef félagsmaðurinn greið- ir 8% þá greiðir atvinnurekandinn 15% mótframlag. Þetta eru rétt- indi sem ekkert annað stéttar- félag á landinu getur tryggt sín- um félagsmönnum og því er mik- ilvægt að allir félagsmenn SÍB fylgist vel með framkvæmd launa- greiðslna og nýti þessi mikilvægu réttindi. íí ræða við stjórnarmenn LB um hugsanlega lausn á vanda Hlutfallsdeildar. Það var öllum aðilum mjög í hag að finna lausn, þannig að ekki þyrfti að reka erf- itt dómsmál, líklega í nokkur ár, fyrir héraðsdómi og síðar Hæstarétti. Tryggingafræðingur sjóðsins reiknaði nákvæm- lega þá upphæð sem launahækkanir umfram for- sendur og kjarasamninga þýddu í auknum skuld- bindingum fyrir Hlutfallsdeildina. Aðildarfyrirtækin munu greiða þessa upphæð inn til sjóðsins og einnig munu þau greiða hluta af rekstrarkostnaði Hlutfallsdeildar næstu árin. Stjórn LB og stjórnend- ur aðildarfyrritækjanna fimm skrifuðu undir yfirlýs- ingu, sem innihélt framangreinda lausn í júlí/ágúst í sumar, og endanlega verður gengið frá greiðslunum til sjóðsins núna í desember. Með þessum aðgerð- um næst að koma sjóðnum á viðunandi rekstar- grundvöll og forða því um sinn að skerða verði rétt- indi sjóðfélaga. Rekstur hlutfallsdeildar, hjá hvaða lífeyrissjóði sem er, sem ekki nýtur bakábyrgðar launagreiðanda, verður hins vegar alltaf erfiðari heldur en rekst- ur hefðbundinna lífeyrissjóða sem byggja á stiga- söfnun eða tryggja lífeyri í samræmi við ávöxtun- artíma iðgjalda, það er með svokallað aldurstengt réttindakerfi. Þess vegna er það mikilvægt að for- sendur útreikninga standist sem allra best. Ef sjóð- félagar í Hlutfallsdeildum sjóðanna fá verulegar launahækkanir umfram gerða kjarasamninga þá verður að tryggja þeim lífeyri af þeirri umfram hækk- un í öðrum lífeyrissjóði en Hlutfallsdeildinni. Það má til dæmis gera með því að greiða inn til Stigadeildar Lífeyrissjóðs bankamanna eða til almennra laga- bundinna lífeyrissjóða, sem eru í vörslu og rekstri hjá bönkunum. Bestu Iífeyrisréttindi á vinnumarkaði í lokin vil ég minna á að lífeyrisréttindi félags- manna SÍB eru þau bestu, sem þekkjast á almenn- um vinnumarkaði hérlendis. Fyrir alla nýja félags- menn SÍB, sem ráðnir verða og voru ráðnir til starfa síðast liðin 12-15 ár, er greitt 10% iðgjald í lögbundinn samtryggingasjóð. Starfsmenn Landsbanka, KBbanka, Seðlabanka, Reiknistofu, Visa, Sparisjóðs Hafnarfjarðar, FME og SÍB greiða þetta iðgjald til Stigadeildar Lífeyrissjóðs banka- manna, en starfsmenn Glitnis og flestra sparisjóða greiða í aðra stigasjóði, sem staðsettir eru vítt og breitt um landið. Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði skal samtryggingasjóður tryggja sjóðfélögum eftir- laun, sem nema a.m.k. 56% af þeim meðallaunum sem greitt er af inn til sjóðsins á 40 árum, eða 1,4% fyrir hvert ár inngreiðslu (1,4 x 40 = 56). Allir nýir félagsmenn SÍB geta strax við ráðningu hafið sér- eignarsöfnun og greitt 2 - 4% af launum sínum til séreignarsjóðs og fá þá 2% mótframlag frá atvinnu- rekanda. Séreignarsöfnunin er þannig 4 - 6% strax í upphafi. Þegar félagsmaður SlB hefur greitt félags- gjöld til SÍB í samtals 36 mánuði (allir vinnu mánuðir meðtaldir, sumarstörf o.s.frv.) þá greiðir atvinnurek- andi 7% iðgjald til séreignarsjóðs félagsmannsins, til viðbótar þeim greiðslum, sem áður eru upp tald- ar. Þannig geta félagsmenn SÍB varið allt að 23% af öllum launum til söfnunar lífeyris, það er 10% í samtryggingarsjóð og allt að 13% í séreignarsjóð. Ef félagsmaðurinn greiðir 8% þá greiðir atvinnurek- andinn 15% mótframlag. Þetta eru réttindi sem ekk- ert annað stéttarfélag á landinu getur tryggt sín- um félagsmönnum og því er mikilvægt að allir félagsmenn SÍB fylgist vel með framkvæmd launa- greiðslna og nýti þessi mikilvægu réttindi. Friðbert Traustason, formaður SÍB og LB. 11

x

SÍB-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.