SÍB-blaðið - 01.12.2006, Page 13

SÍB-blaðið - 01.12.2006, Page 13
sé eftir þeim. Innleiöing gildanna hefur tekist mjög vel en við viljum vera fljót, snjöll og fagleg.“ - Hvað gerist ef þið komið auga á efnilegan starfsmann innan bank- ans? „Viö notum ákveðnar aöferð- ir og mælingar til aö fylgjast meö gengi hvers starfsmanns og það er farið reglulega yfir árangurinn, m.a. í frammistöðusamtölum þar sem yfirmaður og starfsmaður ræðast við. Viðmiðin eru árangur, áhugi og metnaður viðkomandi starfsmanns til frekari vaxtar inn- an bankans. Starfsmaðurinn þarf að hafa áhuga á því að vaxa. Sé sá áhugi til staðar mun bankinn gera sitt til að koma til móts við þennan áhuga og finna starfs- manninum farveg sem veitir hon- um tækifæri. Með þessu viljum við tryggja fólki, sem er að vaxa í starfi og vill meiri áskoranir, tæki- færi til að ná markmiðum sínurn." Þeir þremenningar leggja ríka áherslu á hreinskiptin samskipti við starfsfólkið þannig að það viti hvar það stendur. „Við erum með virka end- urgjöf, bæði með formlegum hætti, t.d. í frammistöðusamtöl- um, og í dagsins önn þar sem fólk fær hrós fyrir það sem vel er gert og ábendingu um það sem betur má fara. Þetta er sam- starf þar sem við greinum tæki- færin fyrir starfsmenn til að vaxa í starfi. Skilyrði þess að bankinn haldi áfram að vaxa og dafna er að starfsfóikið vaxi með. Ef við skoðum Glitni í dag og síðan fyr- ir fjórum árum erum við ekki að tala um sama fyrirtæki. Mörg af þeim verkefnum sem við horf- umst í augu við í dag voru ekki til staðar áður.“ Aðspurðir segjast mannauðs- stjórar Glitnis ekki vera í stóra- bróðurshlutverki, þetta sé spurn- ing um samvinnu. „Þetta er alltaf spurning um sameiginlega hagsmuni bankans og hvers starfsmanns. Það hlýt- ur að vera markmið starfsmanns- ins að skapa sem mest verðmæti því þannig er hann metinn, bæði í launum og víðu samhengi. Við viljum að starfsfólk blómstri, vilj- um finna því réttan vettvang til að vaxa og þroskast í starfi og eflast í því starfsumhverfi sem við blasir á hverjum tíma. Okkar keppikefli er að skapa umhverfi þar sem hagsmunir beggja aðila eru hafð- ir að leiðarljósi. Starfsmaðurinn er að ná því besta fram, honum líður vel í starfi og áorkar miklu og bankinn er tilbúinn að borga í samræmi við það.“ Áherslan á uppbyggingu leiðtoga Þungamiðjan í mannauðs- stefnu Glitnis er að byggja upp sterkt leiðtogateymi innan bank- ans. „Þetta teymi þarf að halda áfram að byggja upp framtíðar- leiðtoga bankans. Þau erlendu fyrirtæki sem við viljum helst bera okkur saman við eru mjög góð í að „búa til“ leiðtoga. Stjórnendur og leiðtogar sem vinna í þessum fyrirtækjum eru mjög eftirsóttir af öðrum fyrirtækjum einfaldlega vegna þess að þar er staðið vel að ráðningum og öllum mæling- um og umhverfi sem fólkið vinn- ur í styður uppbyggingu mann- auðsins. Það er okkar markmið að byggja upp mannauð þann- ig að við séum með sjálfbært ferli sem geti af sér nýja leiðtoga. Við getum nefnt sem dæmi að við leggjum mikla áherslu á að efla útibússtjóra og viðskiptastjóra í útibúum okkar um allt land sem leiðtoga. Þannig fara viðskipta- stjórarnir í sérstaka leiðtogaþjálf- un á nýju ári. En þegar við erum að tala um leiðtoga erum við ekki aðeins að tala um æðstu stjórn- endur bankans heldur þurfa leiðtogar að vera virkir á öllum starfssviðum bankans." - En ekki eru allir leiðtogar? Hvað með þá sem eru góðir starfs- menn samkvæmt öllum hefð- bundnum viðmiðum en eru kannski ekki að sækjast eftir leið- togahlutverki? „Ef við erum með sterkan leiðtoga, t.d. á einhverri starfs- stöð okkar, þá erum við að tala um manneskju sem fær ann- að fólk í lið með sér og laðar fram það besta í samstarfsfólk- inu. Sterkur leiðtogi á vinnu- stað skapar umhverfi fyrir starfs- menn þar sem þeim líður vel og eru sáttir hvort sem þeir hafa áhuga á því að komast í leið- togahlutverk eða ekki. Það kem- ur hverjum starfsmanni til góða að vinna með sterkum leiðtoga því leiðtoginn skapar umhverfi sem starfsmanninum líður vel í. Þetta er beggja hagur. Leiðtoginn býr til vinnuumhverfi þar sem þú hlakkar til að mæta í vinnuna og líður vel og verk þín eru metin að verðleikum." Mikil starfsánægja Mannauðsstjórar Glitnis segja að kjarninn í mannauðsstefnu bankans sé að skapa vinnuumhverfi í bank- anum sem sé aðlaðandi og skemmtilegt og laði fram það besta í hverjum og einum. „Við trúum því að þessu markmiði verði best náð með því að byggja upp leiðtoga. Gott vinnuumhverfi og góður starfs- andi verða ekki til af sjálfu sér, það þarf einhver að búa hvort tveggja til og hlúa að því. Sterkir leiðtogar gera einmitt þetta en vel að merkja í samstarfi við fólk- ið á vinnustaðnum. Hlutverk leið- toganna í hnotskurn er að byggja upp góðan liðsanda eins og í góðu íþróttaliði þar sem mark- miðið er að ná því besta út úr hverjum og einum. Glitnir stát- ar af metnaðarfullri mannauðs- stefnu og við erum stolt af því að mælast með eina hæstu starfs- ánægju á íslandi ár eftir ár. Það gerist ekki nema með virkri og lif- andi mannauðsstefnu." 13

x

SÍB-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.