SÍB-blaðið - 01.12.2006, Síða 17
Edda Björk Þorvaldsdóttir, þjónustufulltrúi hjá KB banka
Allir hafa
Edda Björk Þorvaldsdóttir,
þjónustufulltrúi hjá KB
banka hafði séð verkefn-
ið Gildi starfa auglýst, en hafði
ekki hugsað alvarlega um að
taka þátt í námskeiðinu fyrr en
Fræðsludeild bankans hvatti
hana til að taka þátt í því: „Það
var fyrst þegar fræðsludeildin,
sem er mjög öflug innan bank-
ans, hafði ýtt við mér að ég fór
að hugsa í alvöru um að taka
þátt í verkefninu sem ég lét svo
verða af og sé ekki eftir því. (
raun erum við sem erum í þessu
að fara yfir allt sem við höf-
um gert í lífinu varðandi skóla-
göngu, þátttöku í námskeið-
um, tómstundir okkar og margt
fleira. Allar þessar upplýsingar
setjum við síðan niður á blað og
förum í gegnum þær með leið-
beinanda og má segja að verk-
efnið sé innri könnun á okk-
ur sjálfum, hvað við erum fær
gott af að
um að gera og hvað við viljum
gera.“
Edda Björk segir leiðbeining-
arnar hafa verið góðar og gert
þeim auðveldara fyrir en ella:
„Það hafa allir gott af því að
taka sig í gegn á þennan hátt
og ósjálfrátt fer maður að Ifta
öðruvísi í kringum sig og hugur-
inn fer á allskonar flug.“
Edda Björk er búinn að
starfa í um fjórtán ár hjá KB
banka, en þó ekki samfleytt, var
heima að gæta bús og barna
um tíma, en finnst henni ekki
erfitt að hræra upp í sjálfri sér:
„Ekki fannst mér það, erfiðast
var að finna öll gögn um skóla-
göngu og annað sem þurfti að
tína saman. Þetta var töluverð
leit sem samt var gaman að
þar sem stundum kom eitthvað
óvænt í Ijós.
Við byrjuðum í þessu verk-
efni í nóvember og höfum ver-
meta sig
ið í fjórum tímum að vinna í
færnimöppu um okkur. ( hana
skráum við okkar lífsferil, ef
svo má að orði komast, og eft-
ir að við vorum búin með færni-
möppuna er tekinn tími í meta
okkur sjálf vinnulega séð og sú
vinna átti að skilast 20. des-
ember, mitt í öllu jólaumstang-
inu. Hefði kannski átt að tíma-
setja námskeiðið aðeins fyrr,
þar sem um margt er að hugsa
á þessum tíma þegar maður
er hluti af fjölskyldu og að reka
heimili með vinnu, en ég er nú
samt frekar róleg yfir þessu öllu
og hef aðeins fengið væga rit-
stíflu."
Edda Björk telur að verkefnið
eigi eftir að nýtast henni í starfi:
„Ég hef lært mikið um sjálfa mig
og kem kannski til með að líta
öðruvísi augum á dagleg störf
auk þess sem gott er að eiga
færnimöppu upp á framtíðina.
Mér skilst að námsefnið sem
við erum með sé komið í ein-
hverja skóla og ég er með ung-
ling í heimili sem ég segi nú að
safna öllu saman, námskeiðum
og menntun og hafa á einum
stað, það verður allt svo mikið
auðveldara þegar þarf á því að
halda síðar meir.“
Alls taka 24 þjónustufulltrú-
ar þátt í verkefninu en Edda
Björk telur það ekkert sérstak-
lega hannað fyrir þjónustufull-
trúa bankanna frekar en aðra
starfsmenn: „Það er öllum hollt
að taka þátt í sjálfskoðun. Þetta
er lærdómsrfkt og skemmtilegt
og hristir vel upp í mér.“
/hk
Edda Þorsteinsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Glitni:
Sá strax að þarna var eitthvað
sem mundi nýtast mér
Einn af þátttakendum á nám-
skeiðinu Gildi starfa er
Edda Þorsteinsdóttir, þjónustu-
fulltrúi hjá Glitni og er vinnu-
staður hennar í Kringlunni.
Edda er einnig í kvöldnámi í
Menntaskólanum í Kópavogi,
tveggja ára viðskipta- og fjár-
málanámi sem er fyrir starfs-
menn í fjármálafyrirtækjum. Hún
segist hafa séð verkefnið Gildi
starfa auglýst og hafi fundist
það áhugavert og forvitnilegt
en var lengi að hugsa hvort hún
ætti að taka þátt í því.: „Það var
ekki eins og að ég hefði ekki
nóg að gera, er í kvöldnámi og
þar að auki með sjö manna fjöl-
skyldu, en ég ákvað að slá til
og sé ekki eftir því. Ég hef allt-
af verið á því að maður eigi að
gera eins mikið í lífinu og hægt
er og þegar í boði er námskeið
sem getur aðeins leitt til góðs
þá er ég alltaf til í að stökkva á
það.“
Edda sem náði ekki að kom-
ast í fyrsta tímann vegna kvöld-
skólans segist samt strax hafa
fundið sig á námskeiðinu: „Þeir
tímar sem ég hef sótt hafa ver-
ið fjölbreyttir og áhugaverð-
ir. Við komum víða við og með-
al þess sem sjálfsagt reynist
mörgum erfitt er að fara í sjálf-
skoðun en er nauðsynlegt til að
árangur náist. Það getur ver-
ið strembið að svara spurning-
um um sig sjálfan og meta síð-
an. Þetta er erfitt og krefjandi
en í raun nauðsynlegt eigi góð-
ur árangur að nást. Framhald
verður á þessu eftir áramót en
ég veit ekki alveg hvernig það
verður.“
Edda er í engum vafa að
þátttaka í þessu verkefni eigi
eftir að duga henni vel í fram-
tíðinni: „Ég er búinn að vera
sex ár hjá Glitni og alltaf ver-
ið í Kringlunni. Með þátttöku á
námskeiðinu tel ég mig fá meiri
yfirsýn yfir starf mitt og ef ég
hef áhuga á að taka að mér eitt-
hvert annað starf innan bank-
ans eða skipta um vinnustað þá
er þetta góður grunnur og und-
irbúningur. Svo er annað mál
að mér líður mjög vel í því starfi
sem ég er í hjá Glitni.“
Þó að á námskeiðinu séu
eingöngu þjónustufulltrúar þá
telur Edda að það eigi einnig að
geta nýst öðru starfsfólki bank-
anna. „Þarna er verið að meta
hæfileikana, hvar einstaklingur-
inn er sterkastur og hvar hæfi-
leikar hans nýtast best og það
er enginn spurning að það á
erindi til allra starfsmanna bank-
anna.“ /hk
17