SÍB-blaðið - 01.12.2006, Qupperneq 18

SÍB-blaðið - 01.12.2006, Qupperneq 18
yiÐTRL Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans: Þekki ekki annað en að vinna með körlum á jafnréttisgrundvelli Ekki eru margar konur sem skipa æðstu stjórnunarstöður hjá stóru bönkunum þremur, frekar en almennt í öðrum stórum fyrirtækjum á íslandi. í Landsbankanum, sem á 120 ára afmæli á þessu ári og er eitt elsta fyrirtæki landsins, hefur kynjaþróunin í stjórnunarstörfum ekki verið konum í hag í gegnum tíðina. Ein kona er í hópi æðstu stjórnenda bankans í dag, Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Okkur lék forvitni á að vita hennar afstöðu til starfa kvenna í bönkum, hvernig málum er háttað í Landsbankanum og hvernig hún fór að því að komast í áhrifastöðu innan banka Starfsævi mín í banka- geiranum er orðin æði löng. Ég hóf störf í Búnaðarbankanum um leið og ég lauk prófi í viðskipta- fræði árið 1979. Ég byrjaði í hag- deild, var svo um tíma að flakka á milli deilda, var í innri endur- skoðunardeild, sem var nokk- urs konar eftirlitsdeild, hagfræði- deild, sem var í áætlanagerð, fór síðan aftur í hagdeild og þá var ég að nokkru leyti komin í það starf sem ég hef verið í síðan, fór að skoða lánsumsóknir fyrirtækja með bankastjórum og fer ein- göngu að vinna að fyrirtækjamál- um. Ætli það séu ekki eitthvað um tíu ár síðan. Þegar svo bankarn- ir hver af öðrum ákveða að stofna fyrirtækjasvið þá renna saman nokkrar deildir í Búnaðarbankanum, sem hafa unnið að fyrirtækjamálum og þar á meðal hagdeildin sem var fámenn og lítil, en var burðar- ás í fyrirtækjastefnu bankans. Ég varð fljótlega aðstoðarfram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðsins og síðar framkvæmdastjóri og sat í bankaráði Búnaðarbankans í fjögur ár. Málin æxluðust á þann veg að ég var frekar stutt yfir fyrir- tækjasviði Búnaðarbankans. Árið 2003 skipti ég um vinnustað, fór yfir í Landsbankann þeg- ar Búnaðarbankinn og Kaupþing sameinast. Þá flutti nokkuð stór hópur innan Búnaðarbankans sig yfir í Landsbankann, með- al annars Sigurjón Árnason, sem varð bankastjóri, en ég var náin samstarfsmaður hans í Búnaðarbankanum og tók ég við fyrirtækjasviði Landsbankans." Starfsemi fyrirtækjasviðs meira en tvöfaldast Elín er spurð hvort ekki hafi orðið mikil útþensla á fyrirtækja- sviðinu: „Aukningin hefur orð- ið mjög mikil og hefur meira en tvöfaldast á stuttum tíma og starfa nú um áttatíu manns á sviðinu. Auk þess hefur starfs- sviðið breyst og víkkað út á þann veg að við styðjum nú við útibúakerfið í sambandi við fyrir- tækjamálin og einnig styðjum við erlenda starfsemi bankans, sem alltaf er að aukast, þar komum við að útlánum til fyrirtækja eins og við gerum hér heima. Stærsta útlánastöð okkar í útlöndum er London og við keyrum alla bak- sviðsvinnslu fyrir þá. Þunginn í starfsemi fyrirtækjasviðsins er samt að sinna beint stærstu fyr- irtækjum íslands og svo vinnum við með útibúunum i millistór- um fyrirtækjum og minni fyrir- tækjum.“ Hvernig ætli það hafi svo ver- ið fyrir Elínu að vinna sig upp í áhrifastöðu í karlaveldi banka- kerfisin? „Ekki get ég sagt að ég hafi fundið fyrir því að það væri erfiðara fyrir mig frekar en aðra. Ég hef sjálfsagt verið rétta manneskjan á réttum tíma til að taka við stjórn fyrirtækjasviðs- ins. Þegar ég byrja að vinna í Búnaðarbankanum þá er ekki verið að ráða mikið af háskóla- menntuðu fólki í bankana. Ég man að mér fannst ég hafa mjög léleg laun miðað við koll- ega mína sem störfuðu í einka- geiranum. Ég var samt ekki á því að hætta í bankanum, fann mig ágætlega þar og tel kannski nú að sú reynsla sem ég hef safn- að í gegnum árin hafi komið mér í þá stöðu sem ég er í dag, enda er það mín skoðun að starfs- reynslan sé einn dýrmætasti kosturinn við góðan starfsmann. Reynslumikill starfsmaður getur nálgast hluti öðruvísi en starfs- maður sem nýkominn er úr námi. Það getur verið að sumum finn- ist sá reynslumeiri ekki nálgast hlutinn nógu markaðslega, en varkárni er það sem gildir í útlán- um og eitt stórt lán til fyrirtæk- is sem ekki skilar sér skilur eftir stórt skarð.“ Leitum uppi hæfasta einstaklinginn Samkvæmt könnun er hlut- fall kvenna eitthvað um 70% af starfsmönnum fjármálafyr- irtækja, en konur eru í mikl- um minnihluta þegar kemur að áhrifastöðum. Hver skyldi skýr- ingin vera: „Að mínu mati er veigamesti þátturinn fram að þessu fögin sem mennta upp stjórnendur í bankakerfinu, við- skiptafræði, verkfræði, lög- fræði og hugsanlega stærðfræði, fög sem voru framan af algjör- ar karlagreinar. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að konur eru að verða meira áberandi í verk- fræði, þar sem þær sáust varla, en verkfræðingar eru eftirsótt- ur vinnukraftur fyrir bankana. Þegar svo litið er til þess hvað- an stjórnendur í bankageiran- 18

x

SÍB-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.