Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 3
HEimifliio i. árgangur. Febrúar 1915. 2. blað. Um notkun Röntgensgeisla við sjúkdóma. Eftir Gunnlaug Claessen. íslenzkir læknar liafa ekki átt kost á, aS láta skoSa sjúklinga sina með Röntgensgeislum, fyr en Röntgensstofnun háskólans tók til starfa, og sííS- an er ekki liöið heilt ár fyr en í april n. k. Þeir sem próf hafa tekið í Höfn, sáu geislana notaða á námsárum sinum, en aldrei eftir að þeir fóru að stunda sjúklinga, hafa orðið að bjargast án þeirra hve erfið sem sjúk- dómsgreining var. Þau svið, sem Röntgensfræðin hefir bætt við sig, síð- an þeir settust að hér heima, hljóta, að miklu leyti, að hafa farið fram hjá þeim. Læknar, sem nám hafa stundað á læknaskólanum eða háskól- anum islenzka, hljóta að vera enn ókunnugri notkun geislanna, þótt allir hafi auðvitað eitthvað um þá lesið í námsbókum sínum. Eg hugsa því, að það gæti komið sér vel fyrir íslenzka lækna, að fá leiðbeining um, hvenær gæti komið til mála að vísa sjúklingum til Röntgensskoðunar; í fyrsta lagi hvenær þeir geti búist við að fá vissa sjúkdómsgreining, ef þeir eru í vafa um hana, og hvenær getur komið til greina að lækna sjúkdóma með geisl- unum. I. RÖNTGENSSKOÐANIR. Corpora aliena voru eitt hið fyrsta, sem skoðað var með geislunum, aðallega vegna þess, að flestir þessir aðskotahlutir eru úr málmi, svo sem högl, byssukúlur, gleyptir peningar, leikföng, nálabrot í fingrum og þvíuml. Allir þess kon- ar hlutir sjást auðvitað sérlega vel. Ennfremur má nefna hluti úr gúmmí (t. d. falska góma) og gleri, sérstaklega ef um blýgler er að ræða. Stund- um óska læknar eftir skoðun á corpora aliena, sem þeir sjálfir hafa sett inn i likama sjúklingsins. Hér getur verið að ræða um saum eða fílabeins- stykki í brotnum beinunt, Murphyshnappa, kera sem gleymast eða týnast í pleura eða peritoneum og líklega eitthvað fleira. — Oft er nauðsynlegt að fá vitneskju um n á k v æ m a 1 e g u hlutarins. Myndin er því, þar sem því verður viðkomið, tekin eftir tveimur lóðréttum stefnum. Skurðlæknar geta haft mikið gagn af þessu þegar til skurðarins kemur. Beinbrot. Oft er sjúkdómsgreiningin auðveld án Röntgensskoðunar, en þó leikur ekki svo sjaldan vafi á því, hvort sjúklingurinn hefir orðið fyrir contusio,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.