Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1915, Side 11

Læknablaðið - 01.02.1915, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 25 sýkingarhættu, enda kemur það heim við þá reynslu, sem fengin er annars- staðar, aö sjúkdómurinn kemur oftast fram á aldrinum 15—30 ára. * * * Um það, hvernig veikin berist frá manni til manns, hafa verið skiftar skoðanir og ýmsar getgátur. Sjúkdómseitrið getur veriö í se- og excreta, sem hafa í sér bakteríur. Væri þá hugsanlegt, að bakteríurnar kæmust með ýmsum hlutum, sem holdsveikir hafa um hönd haft, matar- eða drykkj- arílátum, fötum o. s. frv. — Surnir halda að veikin geti borizt með skor- kvikindum t. d. flugum (Carmichael). Aðrir álíta, að bakteriurnar geti haldizt lifandi um lengri eða skemri tíma fyrir utan líkamann. Geill álítur, að bakteriurnar þurfi að ganga í gegn um viss þroskastig í jarðveginum, áður en þær geti sýkt. Færir hann sem sönnun fyrir þessari skoðun sinni, að meira en helmingur af allri holdsveiki, sem kemur fyrir á mönnum á Indlandi, byrjar á fótum, en þar ganga menn berfættir. Ef þessi skoðun væri rétt, þá væri líka hætta af bæjum og býlum, þar sem holdsveikir menn hafa haft aðsetur, og þá hlyti hún að haldast við í þeim og sýkja menn ár eftir ár. Eg hefi gert nokkrar athuganir hér að lútandi. Þessir 36 ómagar, sem hér er um að ræða, hafa verið heimilisfastir á samtals 39 býlum í hreppn- um, um skemri eða lengri tíma. — Af þessum 39 býlum hefi eg á 13 leit- að upplýsinga um 254 manns, sem flutzt hafa á býlin næstu 10 ár eftir að holdsveiklingur hafði þar aðsetur. — Af þessum 254 manns voru aðeins 2, sem orðið hafa holdsveikir, og bendir það ekki á mikla sýkingarhættu af býlunum. Verkefni fyrir íslenzka lækna. Það má með nokkrum sanni segja, að á þessari smásjár- og sóttkveikju- öld sé það almennum læknum ofvaxið, að leggja nokkurn verulegan skerf til vísindalegrar læknisfræði, finna nokkuð n ý 11. Flest ný rit um sjúk- dóma, einkum næmar sóttir, styðjast við hárfinar, margbrotnar rann- sóknir, sem engir geta leikið eftir nema lærðir menn og þaulæfðir, menn, sem hafa öll tæki nútíðarinnar, tilraunadýr o. fl. Ofan á alt annað bætist það, aö alt þetta kostar eigi eingöngu mikinn tima og mikla þekkingu, heldur og stórfé. Það sýnist þvi ekki á færi í s 1 e n z k r a lækna, að taka þátt i þessum bardaga við vanþekkinguna og alt það tjón, sem af henni stafar. Þeir eru ekki svo efnum búnir, að þeir geti fleygt burtu þúsund- um króna í slíkt, og hvaö sem þekkingunni liður, þá munu flestir liafa 'ióg með tíma sinn að gera, ekki síst er tilbúningur lyfja bætist við önnur Iseknisstörf. Og þó hef eg lengi verið sannfærður um það, að þrátt fyrir alt, getum ver lagt til þýöingarmikinn skerf, — ef vér vildum og kynnum með aö. fara, einkum ef vér værum allir á eitt band snúnir. Ef margir vinna sam- an> og eiga kost á aö vita hvaö hverjum veröur ágengt, þá glæöir það stórum allan álniga.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.