Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1915, Síða 12

Læknablaðið - 01.02.1915, Síða 12
2Ö LÆKNABLAÐIÐ Eg skal hér aS eins benda á eitt verkefni og þaö eru einmitt n æ m u s j ú k d ó m a r n i r. Það má rannsaka þá á annan hátt en meö sóttkveikju- ræktun og smásjá. Enn þá liafa athuganir á útbreiösluhætti og öllum aö- förum farsótta mikla þýðingu. Stofu-tilraunir vísindamanna meö sýk- ingu dýra, sóttkveikjuræktun og litun o. s. frv. eru þó ekki svo almátt- ugar, aö náttúrunnar stórvöxnu tilraunir á lifandi mönnum, er sóttir geysa yfir löndin, séu einskis virði. Hvað hafa t. d. allir sóttkveikjufræðingar skýrt kvef og k v e f- sóttir? Erlendis mun þaö fæstum ljóst, aö kvef geti verið beinlínis næmt, og í flestum kenslubókum er ekki minst á þaö einu oröi í kaflan- um um næma sjúkdóma. Stöku sinnum gægist það fram í tímaritum, að einhver sóttkveikjufræðingur hafi fundið sóttkveikjutegund, sem valdi kvefi, bacillus catarrhalis, eða hvaö þeir nú nefna þessa nýgerfinga, en svo hefir þetta dottiö aftur niöur, og menn eru engu fróðari en fyr. Eg geri þó ráð fyrir, aö flestir íslenzkir læknar séu sammála um þaö, að stundum sé kvefiö áreiöanlega farsótt, næmur sjúkdómur, sem ætti að standa í hverri kenslubók við hliðina á influenzu. Ef vér gætum, íslenzku læknarnir, lagt fram óræka sönnun fyrir þessu með einföldum, vandlega hugsuðum athugunum á háttalagi veikinnar, þá held eg að vér hefðum beinlínis lagt nokkurn skerf í guðskistuna. En það var nú ekki kvefið, sem eg ætlaði sérstaklega að gera að um- talsefni í þetta sinn. Vér höfum nú einmitt um þessar mundir orðið varir við annan vogest í þremur læknishéruöum : m æ n u s ó 11 i n a. Hér er að ræða um 1 í 11 þ e k t a n sjúkdóm, þó mikið hafi þekkingin á honum aukist síðustu árin. Sóttkveikjan þekkist nú með fullri vissu, en hvaðan hún kemur og hvert hún fer vita menn alls ekki. Þó margt bendi til þess, að sjúkdómurinn flytjist mann frá manni, sérstaklega með lítt sjúkum eða jafnvel heilbrigðum mönnum, þá er eigi að síður e n g i n v i s s a um það, að hér sé einu sinni að ræða um afsýkjandi k v i 11 a. Ef til vill geta sjúklingarnir alls ekki sýkt aðra menn; hugs- anlegt er að sóttkveikjan fari einhverjar margbrotnar krókaleiðir eins og raun varð á um Malaria. Á þetta virðist það benda, að apar sýkjast aldrei hver af öðrum, þó sjúkir séu innan um heilbrigða, einnig það, hve sjaldgæft er, að fleiri börn sýkist á sama heimili. Meðan hnífurinn stendur þannig í kúnni, eða öllu heldur sóttkveikjufræðingunum, sé eg ekki annan veg álitlegri til þess að skera úr þessu þýðingarmikla máli, en gömlu að- ferðina, að athuga hana bæði vandlega og eftir fyrirfram hugsaðri aðferð. Nú er þaö óneitanlega svo, að slíkar athuganir eru lang-auöveldastar, þar sem samgöngur eru strjálar og fámenni. Að vísu eru samgöngur í íslenzk- um bygðarlögum meiri og margbrotnari, en bæjarbúar hyggja, en eigi að síður mun það satt, að hvergi i allri Norðurálfunni, nema ef vera skyldi á Grænlandi, eru menn jafn vel settir í þessum efnum og einmitt hér. Hér er því áreiðanlega verkefni fyrir íslenzka lækna, og sé það rétt, að vér stöndum betur að vígi en allir aðrir, þá hvilir beinlinis á oss alvarleg s k y 1 d a, að láta ekki vort eftir liggja. Ólafsfjörður er tiltölulega afskekt sveit. Það hefði verið nokkur ástæða til þess, að rannsaka sem vandlegast, hverjar samgöngur það heimili hafði haft síðustu 2—3 vikurnar, sem mænusóttin kom upp á. Ef treysta mátti, að enginn samgangur hafi verið milli þess og veikindaheimilanna

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.