Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 10
40 LÆKNABLAÐIÐ fyrir, aö lifa á holdi sínu, eru teknar fastar af lögreglunni, rannsakaöar af lækni, og ef þær reynast veikar, lagöar á sjúkrahús. Ef þær aftur eru teknar fastar fyrir sama brot, þá er þeim refsaö. En ef þær látá innrita sig sem „opinberar lauslætiskonur", þá sleppa þær við refsingu, ef þær fylgja þeim reglum, sem gilda um prostitution og mæta reglulega til lækniseftirlits. Það fer fram venjulega vikulega. Agnúarnir á þessu fyrirkomulagi eru auðsæir. Konurnar gátu sýkt marga á einni viku, þær mættu óreglulega til rannsókna o. s. frv. Þaö urðu því margir frá öndveröu fráhverfir þessu fyrirkomulagi (aboli- tionistar) og fundu prostit. það til foráttu, aö hún viðurkendi siöleysi sem réttmætt og verndaði þaö með lögum. Og svo voru áhrif heil- brigöiseftirlitsins lítil og vafasöm. Það skorti heldur ekki á viöleitni til þess að fara í kringum þessi lög. Það risu upp ýmiskonar stofnanir og fyrirtæki: hotel, danssalir og veitingahús, þar sem konur stóðu fyrir beina o. s. frv., sem höfðu sama takmark: lauslæti, en lögreglueftirlit var þar nær því ómögulegt. Einnig heilbrigöiseftirlitið varð ómögulegt. Afnámsmönnum (abolitionistum) hefir því stöðugt fjölgað og í nokkrum löndum hefir því prostit. verið numin úr lögum. I staðinn hefir svo komið ókeypis lækning á kynsjúkdómum. Þessi aðferð var fyrst tekin upp í Lyon á Frakklandi (um miðja 19. öld). Árið 1887 var prostit. hafin í Kristjaníu, og nokkru síðar í öðrum borgum i Noregi. í Danmörku var prost. numin úr lögum 1906. Prostitution í sinni upphaflegu merkingu hefir aldrei þekst hér á landi og þekkist ekki, svo eg viti, enn, Má þakka það því, hvað kjör manna til þessa hafa verið jöfn, og engin fátækt til í samanburði við önnur lönd. Og þessu má svo aftur þakka, aö við svo lengi höfum sloppið við kynsjúkdómana. Prostitution í nútíðarmerkingu er ekkert keppikefli, og auk þess óframkvæmanleg hér á landi, aö því er eg fæ bezt séð. í hinu fyrirkomulagiuu, með ókeypis læknishjálp, er aðalkjarninn þessi: Allir sjúkl. með kynsjúkd. eru skyldir að leita sér lækninga. Þeir mega fara til hvaða læknis sem er, en ef þeir ekki hafa efni á að borga lækni, þá eru í öllum stærri bæjum sérstakar klinikur, sem veita þeim ókeypis læknishjálp — og meðul, ef þeir hafa ekki heldur efni á að borga þau. í sveitum og smábæjum eru það héraöslæknarnir, sem veita ókeypis hjálp. Ef sjúkl. þurfa sjúkrahúsvist, er hún einnig ókeypis. Sjúkl. eru svo skyldir aö mæta, þegar þeim er sagt, og ef þeir ekki mæta,': má senda lögregluna eftir þeim. Ef þeir fara burt, eiga þeir að tilkynna þaö, og senda vottorð frá lækni, urn að þeir séu þar til lækninga, hafi þeir ekki verið albata. Ef sjúklingarnir sýkja, vitandi að þeir eru sjúkir, geta þeir sætt refsingu. Þeir mega ekki giftast meðan þeir eru veikir, og ef um syfilis er að ræöa ekki fyr en eftir vissan árafjölda frá sýk- ingunni o. s. frv, Eg ætla ekki að fara frekar út í þetta hér. Það var, eins og eg tók tram áðan, aldrei ætlun mín að koma fram með neinar ákveðnar tillögur um varnir, en vildi að eins vekja athygli minna háttvirtu stéttarbræðra á þessu máli, sem mér virðist svo mikilsvert, aö timabært sé að fara að athuga, hvernig landinu verði forðað frá því böli, sem kynsjúkdóm- arnir ávalt eru.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.