Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 14
44 LÆKNABLAÐIÐ lungnabólgueinkenni vanti; aörir sjúkdómar koma þá til greina, svo sem tyfus, meningitis, sepsis, acut tuberculose o. s. frv. Þar sem svo stendur á, getur komiö sér vel, að geta sýnt með vissu, hvort um lungnabólgu er aö ræöa eöa ekki. Afleiöing af lungnabólgu (pn. cronp.) er stundum ígerð í lunga (abs- cessus pulmonis). Hún getur á myndinni likst mjög lungnaholu (cavernu). Oftast nær sést þó miklu meiri infiltration kringum ígerö (absces) og venjulega sést láréttur flötur (gröfturinn) en loft ofan hans. Lungnaholur (cavernae) sjást oftast sem dökkir hringir; þaö er tengivefurinn í vegg holunnar, sem kemur þannig í ljós. T u m o r e s. Átumeili (sarcoma) og k r a b b a m e i n (carcinoma) í lungunum geta auðvitað sést sem skuggar á ýmsum stööum og méö ýmsu lagi. Skuggarnir eru venjulega mjög sterkir eins og skuggar af vessa. Aörir lungnatumores eru ekki óalgengir hér á landi, nefnil. lungna- sullir (echinococci pulmonum). Eg gat þess aö ofan, aö mjög hæpið væri að sjá lifrarsulli, og þaö er vegna þess, aö sullurinn og lifrarvefurinn kringum hann veita geislunum svipaða mótspyrnu, svo sullur og lifur veröa litt aögreind á Röntgensplötunni. Ööru visi hagar til í lungunum. Þar stingur tengivefshúö sullsins svo i stúf viö lungað, sem utan um hana er, aö venjulega sést greinilegur boga- eða hringmyndaöur skuggi í lung- anu þar sem sullurinn er. Enn sem komið er, hefi eg aðeins haft tæki- færi til að skoöa 2 sjúklinga meö lungnasulli (echinoc. pulm.) á Röntgens- stofnuninni. Annað var tvítug stúlka meö greinilegan sullskugga i neðra lungnablaöi á vinstra lunga. Skugginn rann aö nokkru leyti saman viö hjartaskuggann. Sjúkdómsgreiningin reyndist rétt, þvi fám dögum eftir skoöunina sprakk sullurinn, meö ákafri hóstakviöu. Hinn sjúklingurinn er gömul kona með holu í neöra lungnabl. hægra megin, eftir gamlan sull. Einfalt lungnakvef (bronchitis), án peribronchitis, er ekki hægt að sjá; aftur á móti fást stundum greinilegar myndir af bronchiectasie; þó vilja þær myndir stundum svikja. Handlæknar vilja víst ógjarna gera skurð, nema bronchiectasie sé að eins i einu lungnablaði; til þess aö kom- ast að raun um þetta, veitir skoöunin oft mikilsveröa hjálp. Brjósthimnan (plevra). Sjúkdómarnir í lungum og brjósthimnu fylgjast oftast að, bæði plcuro- pneumoni og tumores eru oft á báöum stööum í senn. Infiltrat og sam- vöxtur (adhærencer) sjást oft og einatt. Oft hafa brjóstveikislæknarnir horn í síöu samvaxtar, sem þeir meö gegnumlýsingu sjá aö hindrar eöa tefur fyrir pnevmothorax artificialis. Alls konar e x s u d a t í pleura sést sérlega vel, hvort sem það er seröst eöa purulent. Ef vessinn er frí í brjóstholinu, er yfirboröiö alt af lárétt, hvernig sem sjúkl. er hreyföur. Geri hann snöggar hreyfingar myndast öldugangur á yfirboröi vessans. Sjúklingar meö empyema pleurae inter- lobare getur veriö mjög gagnlegt aö skoða meö geislum, því sjúkdóms- greiningin er annars mjög hæpin. Mediastinum. Tumores eru ekki sjaldgæfir i þessari regio. Einn af fyrstu sjúkling- unum, sem tekin var mynd af á Röntgensstofnuninni, var 64 ára gamall

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.