Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 12
42 LÆKNABLAÐIÐ er athugaöur tonus magans. Þegar matur kemur ofan í hraustan maga, taka magavöövarnir föstum tökum á því sem þar er, þannig að það sem niöur er komið fyllir alt hol magans, nema efst i fundus; þar er alt af loft. Öðruvísi er útlitið þegar um magaslekju er að ræða. Þá er mag- inn sem slappur poki; fæðan liggur í botni hans með láréttu yfirborði; stundum sjást rákir af grautnum í fellingum í slímhúðinni ofan frá fundus. Útlínur magans eru sléttar á slökum maga, engin för eftir iðra- hreyfingu, eins og á að vera. Samfara magaskekkju er oft magavíkkun (dilatat. ventr.) ; sérstaklega ef sjúkl. hefir um lengri tíma haft stenosis pylori. R e t e n t i o má líka prófa með Röntgensskoðun ef vill; það er sjúkl. a. m. k. þjáningaminna en að fá slöngu ofan i sig. M a g a s á r gefur oft einkennilegar myndir. Oftast eru sárin á cur- vatura minor; nú er því svo farið, að á þeim stað á curvatura major sem gegnt er sárinu, sést á Röntgensplötunni djúpt samdráttar-vik (spastiskt), þannig að felling á curv. major færist inn að curv. minor, þar sem sársins er að leita; sjaldan sést mynd af sjálfu sárinu, S t u n d a g 1 a s-m a g i n n getur stundum haft svipað lag og gerist við magasár, en oftast er þó aðgreiningin auðveld, því skiftingin á mag- anum í tvo hluta, sem kemur fyrir við magasár, orsakast af krampa í magavöðvunum og er því breytileg; stundaglas-maginn myndast aftur á móti af tveim vel aðgreindum hólfum og sést stundum leggur eða pípa milli þeirra. K r a b b a m e i n í m a g a. Það kemur fyrir á myndunum af magan- um, að skörð eða eyður eru í myndinni. Stundum eru það partar af curvaturunum eða þá flákar af pars pylorica, sem vantar. Þetta kalla Þjóð- verjar „Feullungsdefect", og orsakast það af því að tumor er í maga- holinu og veldur því, að á þessum stöðum kemst ekki innihald magans að. Það er enginn barium- eða vismuthgrautur fyrir til þess'að varpa eðlilegum skugga á þessa bletti. Þessar krabbameinsmyndir eru oft mjög einkennilegar og ótvíræðar. Mikla áherzlu verður að leggja á Röntgens- skoðun á maganum, til þess að komast að raun um tumor i t æ k a t í ð, því oftast mun skurður koma um seinan, þegar tumor er oröinn svo stór, að hann sé þreifanlegur. M j ó g i r n i ð (intestinum tenue) kemur lítt í ljós við Rötgensskoðun, nema livað stöku sinnum fást myndir, sem ráða má af, að um ulcus' duodeni sé að ræða. L a n g i n n (colon) er betri viöureignar. Grautnum er ætlaður sólar- hringur frá því hann er étinn og þangað til colon er skoðaður. Sjaldan liggur colon eins og á liffæramyndum. Oftast eru einhverjir hlykkir á honum. Á sjúkl. með 1 a n g a s i g (coloptosis) sést þverlanginn (colon transversum) stundum niðri i grindarholi (pelv. min.). Tumores koma í ljós á sama hátt og i maganum. Enn fremur sjást þ r e n g s 1 i (strictura) af öðrum uppruna. — Colon sigmoideum og rectum sjást bezt með því að gefa sjúkl. clysma, sem hrært er í sulfas baricus eða carb. bismuth. Langinn fyllist þá vel og greiðist úr öllumhlykkjum, sem á honum kunna að vera. Það er stutt síðan stúlka ein með structur neðarlega i colon desc. var skoöuð á Röntgensstofnuninni; myndin benti á að þrengslin stöfuðu öllu fremur af samvexti, en tumor, og reyndist það svo við holskurð.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.