Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 6
148 LÆKNABLAÐIÐ lýsa meöferð á otit. med. supp. acut, eins og mest er notuð nú, í þeirri von, að það kunni að koma stéttarbræðrum að einhverju gagni; því auk þess, sem vanrækt otit. med. supp. acut. getur haft mjög alvarlegar afleið- ingar fyrir sjúklinginn, hvað heyrnina snertir, þá getur hún ekki síður orðið hættuleg vegna þeirra alvarlegu fylgikvilla, sem af henni geta stafað. Otit. supp. acut. byrjar oft sem meinlítil otitis chatarralis út úr ofkælingu eða nefkvefi. Sjúklingurinn fær hlustarverk, suðu og loku fyrir eyrað, og verður heyrnarlaus eða heyrnarlítill á þvi eyra. Liti maður inn í eyrað, sést töluverður roði i yzta parti hljóðhimnunnar (membrana flaccida) ; æð- arnar meðfram manubrium mallei verða injiceraðar og litlu síðar sést pars tensa mjög rauð, blóðrík og þrútin. Á þessu stigi nægir oft að láta sjúkl- inginn leggjast fyrir, gefa honurn 75 ctgrm. af antipyrini og fylla hlustar- ganginn nreð gaze vættu í 1—2 pct. mentholparafini, Ef nú ekki tekst, þrátt fyrir þetta, að stöðva sjúkdóminn, subjektiv. sym- tom aukast daglega og þá einkum verkirnir, hitinn helzt c. 38,5—39,5, oto- skopi sýnir rnikla bólgu í hljóðhimnunni, svo að manubrium mallei er horfið og hljóðhimnan mikið hvelfd fram (vegna exudats, sem er inni í mið- eyranu) og líðan sjúklingsins yfir höfuð versnar, þá má maður ekki láta sér nægja konservativa meðferð, heldur gera hljóðhimnustungu (para- c e n t e s i s). Með því að slík aðgerð á hljóðhimnunni er mjög sár, verður að deyfa hana, annaðhvort localt, með því að leggja inn bómull vætta í t. d. Liq. salicylico-cocaic (Ph. n. c. H.), eða Phenoli liquid, mentholi, chloreti cocaic aa. og láta hana liggja c. 10 minútur áður en stungan er ger.ð. En betra er að deyfa sjúklinginn með æther. Nota verður með varúð síðari samsetn- inguna, því á blóðlitlu fólki getur hún valdið drepi; aftur á móti drepur hún sóttkveikjur, sem er stór kostur. Annars er ekki rétt að gera tilraun til að desinficera hljóðhimnuna, því það minkar svo „vitalitet“ hennar, að hætt er við drepi eftir á. — Bezt er að opna hljóðhimnuna rétt aftan við þá línu, sem svarar til manu- brium mallei, og hafa opið í fyrstu nógu stórt, svo það nái yfir mikinn part af aftari hluta hljóðhimnunnar og í stefnu lítið eitt skáhalt upp og niður. Það er oft mjög erfitt að sjá takmörkin á aftari eyrnagangsvegg og hljóðhimnunni, því að slímhúðin á hljóðhimnunni gengur yfir á eyrna- gangsvegginn. Til aðgreiningar frá eyrnagangsveggnum sést þó oftast, að aftari hluti hljóðhimnunnar bungar út (vegna vökva inni í miðeyranu). Stundum sést móta fyrir proc. lirevis, og er þá auöveldara að átta sig. Þegar farið er að ganga út úr eyranu, annaðhvort eftir sjálíkrafa opnun eða stungu, fara sjúkl. annaðhvort af sjálfsdáðum, eða eftir læknisráði, að skola eyrnaganginn með bórvatni. Þessa aðferð hafa flestir eyrnalæknar hætt við og hreinsa að eins eyrað með 3 pct. sol. superoxydi hydrogen. Síðan er eyrnagangurinn fyltur með steril. gaze-tampon eða xeroformgaze og skift daglega þangað til renslið hættir. Þessi aðferð hefir reynst bezt á þes«u stigi veikinnar. Þó er tvent, sem hafa verður gát á, og sem breytir meðferðinni: 1. ef verkir koma aftur, 2. ef renslið verður i 11 a 1 y k t a n d i. Ef sjúklingurinn fer að fá verki í eyrað aftur, þá er orsökin oft sú, að gatið á himnunni er of lítið og nær þvi vökvi og gröftur að safnast fyrir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.