Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 16
LÆKNABLAÐIÐ is8 sem st'ofnaS hefir háskóla. Nú veröur vonandi ráSin bót á þessu. Ætti þetta aS verSa framför fyrir læknamentun vora, mikilsverS hjálp viS sótt- varnir og spor í áttina til vísindalegrar starfsemi í læknisfræSi. GuSmundur Hannesson bar þá tillögu fram, aS styrkur héraSs- lækna til utanferSa væri hækkaSur úr 900 kr. upp i 1500. Var þaS samþykt. í þetta skifti var leyft aS nota 500 kr. til utanfarar eins af kenn- urum læknadeildar, en vonandi helzt þessi upphæS framvegis á fjárlög- unum og kemur þá héraSslæknunum óskert aS gagni. Eg tel þessa breyt- ingu, þó lítil sé, til mikilla bóta. Læknar þurfa nauSsynlega aS fara utau viS og viS og styrkur þessi ætti aS réttu lagi aS vera hálfu hærri en þetta. VífilsstaSahæliS. Sú breyting var á þvi gerS, aS styrkur þess var hækkaSur úr 25,000 kr. á ári upp i 35,000 kL og er siSan ætlast til aS landiS taki hæliS aS sér. Mun enginn hafa búist viS þvi í fyrstu, aS Heilsuhælisfélaginu sæktist svo þungt róSurinn sem raun hefir orSiS á. TaliS er aS skuldlausar eignir félagsins séu 45,000 kr. og er þá bygg- ingin virt á 285,000 kr. en skuldir námu 1. ágúst 285,000 kr. K 1 e p p s s p í t a 1 i. Ekkert varS úr því aS fé væri veitt í þetta sinn til þess aS stækka hann og var þess þó full nauSsyn. Mestu mun.þar hafa ráSiS heilsuleysi Rögnvaldar Ólafssonar, sem átti aS hafa á hendi alla forsögn um bygginguna. Nokkurt fé var þó veitt til þess aS draga aS efni og undirbúa stækkunina, sem eflaust kemst á á næsta þingi. H o 1 ds v e i k r a s p í t a 1 i n n. Ofnar spítalans hafa reynst illa og reykt svo, aS vandræSi hafa hlotist af. Fé var veitt til þess aS koma þar á fót miSstöSvarhitun. V í n m á 1 i S. Magnús læknir Pétursson barSist mjög fyrir því í efri deild, aS læknar fengi fult frelsi til þess aS nota vín til lækninga, Sú varS niSurstaSan, aS löggilda skyldi RauSvín, Malaga, Sherry, Portvín og Cognac. Þetta ætti aS nægja þeim læknum, sem nota vín til lækninga, en eftir sem áSur fer því fjarri aS sú krafa sé uppfylt, aS læknum sé heimilt aS fá hver vín, sem þeir vilja. Úr þeirri meginreglu var mikiS gert, og mætti því búast viS aS ýmsum þætti hér of skamt fariS. HvaS sem þessu liSur, þá hafa læknar fengiS víniS og ætti þaS ekki aS vera neinum vafa undirorpiS, aS þeim væri trúandi fyrr því. Þó hefir þaS, þvi miSur, komiS liér í ljós, aS tæpast eru allir læknar svo varkárir í þessum efnum, sem skyldi. En hvaS sem þessu líSur, þá liggur sómi stéttarinnar viS, aS læknar haldi nú vel á vini sínu. Magnús Pétursson bar þá tillögu fram, aS afnuminn væri tollur á vínanda til lyfja. Hún var feld. G. H. Bækur. Svæðalýsingar. Þó allir kannist viS aS glögg þekking á byggingu lík- amans sé undirstaSa allrar læknisfræSi, þá mun flestum læknum fara svo, aS þeir rySga tiltölulega fljótt í þessum fræSum. Eftir minni reynslu og margra annara, gleymist anatomi ótrúlega fljótt ef henni er ekki sífelt haldiS viS, en flestum læknum verSur þaS fyrir, aS lesa eitthvaS léttara en líkamslvsing, eitthvaS sem lítur aS greining sjúkdóma og meSferS þeirra.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.