Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.10.1915, Blaðsíða 10
152 LÆKNABLAÐIÐ ugri bók, fær sæmilega tilsögn hjá lækninum og er viS hjúkrunarstörf í svo sem tvö ár, þá hefir hún numiö talsvert í hjúkrunarfræöi. Nú vi.ll oftast ganga svo, aö stúlkur þessar tolla ekki mörg ár í vistinni, líklega ekki mikiö lengur en 2—3 ár aö meðaltali. Má því telja að um 20 stúlkum yrði árlega kend sjúkrahjúkrun á öllum sjúkrahúsum landsins. Þetta er meira að tölunni til en jafnvel Landsspítali gæti afkastað, þó gera mætti ráð fyrir að kenslan þar yröi nokkuð fullkomnari. Töluvert ætti þetta að vega til þess að auka þekkingu á sjúkrahjúkrun í landinu. í Englandi mun það alsiða, að stúlkur, sem ganga á einhverja skóla til þess að „mentast , fái nokkra tilsögn í sjúkrahjúkrun. Hún er talin eitt af því„ sem hver vel mentuö stúlka 'þurfi að vita nokkur deili á. Væri ekki hyggilegt fyrir oss, að taka upp sama sið og kenna sjúkrahjúkrun á kvennaskólanum hér að minsta kosti?* Auðvitað yrði sú lcensla ófull- komin, en hvað læra menn til fullnustu á skólum vorum? Eg held að slík kensla yröi betri en ekki þó ófullkomin væri. Meðal annars gæti hún oröið til þess, að stúlkur kyntust bók i hjúkrunarfræði, og notuðu hana síðan margar hverjar. Það er oft betra að veifa röngu tré en engu. Vér íslendingar neyðumst að minsta kosti oft til þess. Yfirsetukonur vorar hafa fyr notið nokkurrar kenslu í hjúkrunarfræði. Kenslu þessa hefir kona próf. Sæm. Bjarnhéðinssonar haft á hendi. Nú er kensla þessi lögð niöur, en var þó góðra gjalda verð. Samt stendur mér nokkur stuggur af að yfirsetukonur gefi sig mikið við því starfi hjá öðrum en sængurkonum. Eg þykist vita, að þessar tillögur mínar mæti sömu mótbáru og Árna Árnasonar, að slík mentun og hér hefir verið lýst sé allskostar ófullnægj- andi, að ekki verði viðunandi ráöiö fram úr þessu nema með velmentaðri lijúkrunarstúlknastétt á sama hátt og erlendis, og að lítiö verði aðhafst fyr en kominn er á fót myndarlegur landsspítali. Gerum ráð fyrir, að erlenda skipulagið væri komið hér á. Á Landsspítal- anum fengju þá hjúkrunarstúlkur þriggja ára mentun og réðust síðan sem fastar hjúkrunarstúlkur út um sveitir vorar. Þær mundu þá krefjast líks kaups og erlendar hjúkrunarstúlkur eða hér um bil 600 kr. á ári. Hræddur er eg um, að þaú yrðu fá sveitarfélögin, sem vildu ráða til sin svo kaup- dýrar hjúkrunarstúlkur. Menn horfa hér í það sem minna er. Hvað sem síðar kann að veröa, þá myndu þessar lærðu hjúkrunarstúlkur komast aö á stærstu sjúkrahúsunum og í stærstu bæjunum, eftir því sem nú hagar til, en hvergi annarstaðar. Þó vér færðum kaupið niöur um helming og gerðum þaö 300 kr., líkt og nú er goldiö á spítölum hér, þá tel eg lík- legt, að jafnvel þessi upphæð þætti langt of há í sveitum vorum. Eg geri mér því litla von um, að sjúkrahjúkrun með vel lærðum hjúkrunarstúlkum komist á hjá oss fyrst um sinn, hvernig sem aö er farið, og jeg er ekki viss um að þess gerist brýn nauðsyn. Þá hefir því verið hreyft (Ingibjörg Ólafsson) að Landsspítali ætti helzt að verða diakonissuspítali og sjúkrahjúkrun hér að vera í höndum hjúkrunarsystra. Kristilega trúarstefnan, sem þá yröi drotnandi á spítal- anum og hjá hjúkrunarkonunum, ætti þá að styðja að því, að hjúkrunar- stúlkurnar ynnu störf sín öllu frekar í guðsþakkaskyni, leystu þau betur * Einhver kensla hvað fara þar fram í sjúkrahjúkrun.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.