Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1915, Síða 15

Læknablaðið - 01.12.1915, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 189 Dalvíkurlæknishérað er stórt og mannmargt og því ekki minstu likur til að læknirinn geti létt undir með Akureyrarlæknunum nema rétt í nán- asta nágrenni við sig vestan megin Eyjafjaröar, og munar það engu, því aðalbygðin í Akureyrarhéraði er í sjálfum bænum og fram um fjörðinn, og svo nokkuð út með firði beggja megin, en þó lang mest af því nær Akur- eyri en Dalvík og því frekar leitað þangað, svo ekki getur það dregið úr annríki aöstoðarlæknisins. En það fráleitasta við þessa ráðstöfun er það, að héraðsl. Akureyrar, sem á að gera allar sóttvarnarráðstafanir í héraðinu — t. d. komi skip með næman sjúkd., eða sótt komi upp í bænum eða gera þarf einhverja mark- verða heilbrigðismálaráðstöfun — hann situr i Dalvík, röska dagleið frá kaupstaðnum að vetrarlagi. Er nokkurt vit i þessu? Þegar ráðstöfunin hvorki léttir undir með starfi þeirra lækna, sem bú- settir eru í héraöinu nje gerir nokkuð annað gagn, þá er mér tilgangurinn óskiljanlegur, en árangurinn augljós: ástæðulaus lítilsvirðing á landlækni og aðstoðarlækninum. MATTH. EINARSSON. Smági'einar og athugasemdir. Læknablaðið ársgamalt. Með þessu blaði er þá 1. árgangi Lbl. lokið og eins árs reynsla fengin fyrir þessu fyrirtæki. Ýmsum góðum mönnum sagði þunglega hugur um það í fyrstu. Þótti meðal annars tvísýnt, að læknar hirtu um það, rituðu í það, borguðu það! Tvisýnt að það kæmi yfirleitt að gagni. Reynslan hefir verið sú þetta áriö, að læknar hafa stutt blaðið ágætlega. Þeir hafa keypt það, borgað það og ritað í það, þó engin væru ritlaunin. Þessa ber að geta og þakka fyrir það. Fyrir fjárhag blaðsins þetta árið, verður gerður reikningur í Janúarblað- inu, þegar öll útgjöld ársins eru greidd. Þó kaupendur séu fáir, hafa þó tekjurnar hrokkið fyrir gjöldunum,' en afgangurinn orðiö lítill sem euginn! Tæpara hefir þetta ekki mátt standa, þó ritstjórn öll hafi verið ókeypis. íslenzka læknastéttin hefir þvegið sínar hendur. Þær misfellur, sem á blaðinu hafa verið, verða að skella á ritstjórninni. En margir hafa talað hlýlega í garð blaðsins, sagst vera ánægðir með það. Þeir sem óánægðir eru, ættu að bæta sjálfir úr skák, senda blaöinu góðar greinar og benda rit- stjórninni á þaö sem ábótavant þykir. Þetta er vegurinn til endurbóta og framfara. Enginn hefir lireyft þvi að hætta við útgáfu blaðsins, en margir hafa talið það sjálfsagðan hlut, að blaðið héldi áfram, og nokkrir borgað næsta árgang. Um þetta virðist því eklci neinn ágreiningur, enda er það ekki fátt, sem ísl. læknar þurfa að ræða sín á milli næsta áriö, bæði stéttarmál og fleira. Og horfurnar eru betri nú en fyrir ári síðan. Næsti árgangur Lbls. ætti að verða í ýmsum atriðum betri en hinn fyrsti, ef alt fer með feldu.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.