Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1915, Síða 16

Læknablaðið - 01.12.1915, Síða 16
190 LÆKNABLAÐIÐ Launa- og bústaðamálið. Ólafur Lárusson héraðslæknir gerir nokkrar athugasemdir um till. Læknafél. Rvíkur í bréfi til G. H. Eru þetta megin- atriðin: i) Afborgunartíminn er óhæfil. stuttur (25 ár). Húsin vara ef til vill fleiri aldir og afborgunartíminn mætti ekki vera styttri en 40—80 ár. Með því móti yrði iðgjaldið, sem hver einstakur greiðir, lægra og kæmi jafnar niður. Óheppil. er það, að 1 æ k n a r h a f i ó k e y p i s b ú s t a ð í 'h é r u ð- u m, s e m h a f a 1000 í b ú a e ð a m i n n a. Þetta mun verða óvinsælt og gera læknana að eins konar guðsþakkamönnum í augum héraðsbúa. í stað þess ættum vér allir að s t e f n a b r o 11 a u s t a ð þ v í, a' ð f á 1 æ k n a s æ m i 1 e g a 1 a u n a ð a, f ö s t u 1 a u n i n aukin.. Takist það, e r engin ástæða til þess, að læknar borgi ekki sanngjarna húsaleigu. 3) Óheppilegt er það, að læknir haldi bústaðnum við á sinn kostnað. Húsaleigan ætti að ákveðast svo að eigendur gætu haldið húsinu við og læknar verið lausir við álag. Húsaleigan gengi svo upp í árlega vexti og afborgun hússins, svo það yrði ekki tilfinnanleg upphæð, sem lenti á héraðsbúum. Þetta yrði vinsælla, er læknirinn greiddi þannig mikinn hluta af gjaldinu. — Jafnframt því sem eg þakka Ól. Lárussyni fyrir tillögur hans, vildi eg mega gera þessar athugasemdir við þær: 1) Þegar þess er gætt, að eitt húsverð lendir á heilu læknishéraði og að lán fást hér sjaldan til lengri tíma en 25 ára, þá sýnist mér að afborgunar- tíminn sé hæfilega langur. Landssjóð munar mikið um þaö fé, sem gengur til að byggja bústaðina og því tilfinnanlegri er upphæð þessi fyrir hann sem féð kemur seinna inn. Auðvitað verður gjald læknanna hið sama hvort heldur sem er. Þeir liorga þá húsaleigu, sem talin er sanngjörn er ákvæði er um hana sett. 2) Till. Læknafél. Rvk um ókeypis bústaði er sprottin af því, að óvíst þótti í hendi hversu greitt gengi að fá laun lækna hækkuð. Ef það tækist, er eflaust einfaldast að haga þessu svo, sem Ól. Lár. talar um, að allir læknar borgi húsaleigu. Þó verður það ætið mikill munur á kjörum lækna í minstu héruðunum og i þeim stærri með þessu móti. Vissulega er það afarnauðsynlegt að fá laun lækna hækkuð, einkanlega í lökustu héruðunum, en málið er ekki eins einfalt frá þingsins sjónarmiði og læknanna. Það er tæpast liægt að hækka laun lækna nema að hækka jafnframt laun fjölda margra annara embættismanna, og verður þá um stórfé ð ræöa fyrir lands- sjóð, sem hann á erfitt með aö láta af hendi. Það kemur hér í Ijós, að emj bætti hafa verið stofnuö hugsunarlítið, og eru orðin fleiri en heppilegt er fyrir svo fámenna þjóð. Ef allir héraðsbúar hefðu orðið að gjalda læknum sínum helming launanna, myndu færri læknaembætti hafa verið stofnuð. Eg tel það álitamál hvort þörf sé á að hækka laun a 11 r a héraðslækna, en óumflýjanlegt að bæta kjör þeirra sem lakast eru settir. Sjálfsagðasta endurbótin er að koma upp föstum bústöðum, þar næst að hækka laun læknanna í litlu héruðunum og að lokum allra ,ef þess yrði kostur. 3) Læknafél. gat ekki fallist á að læknar slyppu við viðhald á húsunum, þó útdráttarsamt gæti það orðið, því þótti það eina ráðið sem dygði til þess að tryggja sér að vel sé með húsin farið og tæpast yrðu aðgerðirnar ódýrari í höndum héraösstjórnanna en læknanna. Auðvitaö krefðust þær,

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.