Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1920, Side 15

Læknablaðið - 01.01.1920, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 9 í fræjum korntegundanna er B-efniö einkum í sjálfu kíminu, og í ystu húbinni, sem oft er núin burtu, þegar korniö er fægt (hrisgrjón). Fægö hrísgrjón valda beri-beri, en ekki ófægð. Nokkurt A-efni er í þeim öllum (kimiö), en af svo skornum skamti aö ekki nægir. Ef nú er litið á dýrafæðu, þá er m j ó 1 k i n nálega einstæö, og fullkom- m fæöa. Þaö má t. d. ala svín á mjólk eingöngu mánuðum saman, svo þau hafi full þrif og fæði heilbrigöa grisi. Þó þarf mjólkin eina viöbót: járn. Er sagt, aö nýfædd börn hafi svo mikinn járnforða í miltinu, að hann endist þeirn meöan þau lifa eingöngu á mjólk. Bæöi A- og B- efnin eru mjög rikuleg í mjólkinni og bætir hún því stórlega upp þá fæöu scm lítið er í af þeim. Þá nýtist og eggjahv. mjólkurinnar framúrskarandi vel til vaxtar ungra dýra. McCollum revndist aö ungir grisir notuðu til vaxtar af mismunandi eggjahvítuefnum: Mais protein........ 20% Hafra protein .... 26% Hveiti protein .... 23% Mjólk ............. 62% Að sjálfsögöu má þá komast af meö minni skamt af mjólkureggjahvítu en af öðrum tegundum. Tilraunir sýndu t. d. aö kotnast mátti af með fer- íalt minna af hetmi en af baunaeggjahvítu. Egg likjast mjólk í þvi, aö mikið er i þeim af bæöi A- og B-efni, en annars jafnast þau ekki viö hana. Kalksölt eru t. d. lítil, þó ungann sakt það ekki, þvi mikið af skurninu eyöist meðan eggiö ungast út, og gengur til ungans. Þá eru og sár-lítil kolvetni í eggjum. K j ö t i (vöðvar) svipar til korntegundanna í því, aö of lítið er í því af A-efni og söltum. Þaö er því ekki einhlýt fæöa, og getur ekki bætt upp þaö sem kornteg. vantar, þó eggjahvituefni kjötsins séu rniklu betri. Kirtlar (lifur, nýru) innihalda allmikiö af A- og B-efni, og taka vöövum t'ram að þessu leyti. Þaö er þannig talsvert af þessum efnum í þorskalýsi, sérstaklega A-efni. F i t a (fituvefur, tólg) er mjög snauð af A-efni og getur því ekki komið í staö smjörs eöa mjólkur. Sama er aö segja um flestar jurtaolíur. Af því sem hér er sagt, má sjá: 1) Að allar korntegundir, kartöflur, rófur og kjöt þurfa mikillar upp- bótar, til þess að vera fullgild fæöa. í flestum er nóg B-efni, en oflítið af A-efni, söltum o. fl. 2) Að mjólk (og nýtt smjör) bætir betur en nokkur önnur fæöa úr því sem hin efnin vanta, og aö smjörlíki eða mjólk úr jurtafeiti (,,Hebe“-mjólk) getur ekki komið í hennar stað. Næst mjólkinni gengur nýtt grænmeti (blöð). 3) Að þaö skiftir ekki litlu í sjávarplássunum, að kúarækt sé rekin af kappi. E k k e r t b a r n á a ð 1 i f a m j ó 1 k u r 1 a u s t, og læknarnir eiga aö róa aö því öllum árum, aö þangi og þara, slógi og úrgangi, mó- uni og mýrum viö sjávarsíöuna sé breytt í mjólk og smjör. Annars ætla sumir, aö þang- og þara-áburður flytji jurtinni rnikið af vitaminum, sem aftur komi fram í mjólkinni og sé þvi þessi áburður mörgum betri. G. H.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.