Læknablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ
35
Þ. 8. þ. m. símar héraðsl. á Vopnafirði að infl. sé komin þar, skóla sé
iokað og samgöngur bannaðar. — Þ. n. er veikin í 12 húsum og óvíða
í sveitinni.
Þ. 7. þ. m. tilkynnir héraðsl. i Reykjavík, að infl. sé komin í 10—12
hús hér í bænum, hafi fyrsti sjúkl. verið úr Samvinnuskólanum og sýkst
þ. 3. — Upptök veikinnar ókunn. — Samdægurs var skólum, skemtistöð-
tim og kirkjum lokað og Reykjavík sett í sóttkví, auk þess gerðar ráð-
stafanir til þess að samgöngubann væri sett við Hellisheiöi. Öllum ná-
grannalæknum var þá þegar símað um veikina, en stjórnarráö beðið aö
tilkynna það öðrum. Öll sýktu húsin í bænum voru einangruð og verðir
settir við þau. — Sóttkvíun var síðan hagað þannig, að sóttvarnarlína
var sett úr Kópavogi að Elliðaám og önnur utan hennar við Hellisheiði,
Mosfellsheiði og Hvalfjarðarbotn, ef veikin skyldi lierast i nærsveitirnar.
Reglur voru samdar og settar um samgöngur á sjó og landi. Þá var og
'þ. 9., sett, eftir ósk norðanlækna, samgöngubann við Holtavörðuheiði,
jiví Borgarfjörður var ekki grunlaus, svo og við Bröttubrekku og Hítará.
Eiiinig við Hvassahraun, sunnan Hafnarfjarðar. Miklar ráðstafanir voru
gerðar í bænum, til að taka móti sjúkl. o. s. frv.
í sjálfri Reykjavik hefir veikin breiðst þannig út, svo kunnugt sé:
10. mars. 18 hús 33 sjúkl. 14. mars. 94 hús 153 sjúkl.
11. — 34 - 58 - 15- — 119 — 188 —
12. — 55 — 92 — 16. — 144 — 230 —
!3- — 73 —123 — 17- — 162 — 259 —
Þrátt fyrir allar jiessar varúöarreglur breiddist veikin út, og þá sér-
staklega með mönnum, sem fóru héðan áður en sóttkvíun komst á. Þannig
komst hún til H a f n a r f j a r ð a r (eitt heimili sýkst til jiessá) og
S a n d g e r ð i s. Þar hefir veikin breiðst h r a 11 út í þorpinu. Grunur
um veikina á einum bæ í Vogum, en óvíst. Þá stóð og mikill geigur af
vélbát, sem fór til Vestt'jarða, rétt áður en sóttkvíun komst á, og voru
gerðar jiess vegna sóttvarnarráðstafanir i ísafjarðar- og Þingeyrarhér.,
en engin frétt hefir komið um sýkingu jiar. — Frétt kom og, að veikin
væri komin til Hólmavikur, en reyndist einfalt kvef. Aftur hefir veikin
borist (með símamönnum, sem fóru úr Rvk fyrir sóttkvíun?) að Varmá
i Mosfellssveit (15. mars) og að Melum og Norðurkoti á Kjal-
arnesi (17. mars). Bæirnir einangraðir.
Þannig hefir jiá sóttvörn tekist að þessu, gegn bráðnæmasta kvilla, setn
menn þekkja. Hvorugt hefir verið sparað fé né fyrirhöfn. Sagan er lær-
dómsrík og jtarf ekki langrar útlistunar við fyrir lækna. Hér skal aö eins
bætt við stuttri lýsingu á veikinni í Rvík eftir héraðsl. Jón Hj. Sigurðsson:
„Faraldur sá, sem nú fyrir ca. i)/2 viku hefir stungið sér niður í Rvík,
hagar sér mjög líkt og okkar gamla. alkunna inflúensa. Fólkið veikist all-
snögglega, með hrolli, einstaka maður fær skjálfta, og er þegar altekinn.
Aðalkvartanirnar: beinverkir, mestir í baki og útlimum, höfuðverkur, eink-
um í enni og umhverfis augun, augnhreyfingar sárar, eymsli við þrýst-
ing á augun hjá sumuni, hitinn hjá all-flestum 39—400-, sumum mikið
lægri. Sjúklingar eru dálítið rjóðir, ber litið á conjunctivitis, ekkert