Læknablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 6
3Ö
LÆKNABLAÐIÐ
r'ensli ú r n e f i, litill, kitlandi hósti, skán á tungu, enginn verulegnr
roúi í fauces, hjá einstöku sjást ofur-smáar upphleyptar bólur aftast á
palat. molle. Viö stethoskopi heyrist framan af ekkert, síöar dálitiö aí
ronchi. Veikin viröist standa i—4 daga. Ekki all-fáir fengið dálitlar
blóðnasir. Eg hefi ekki oröið var við neinar alvarlegar komplicationes enn
sem komið er, hjá 2 sjúkl. stuttvarandi bronchitis í meðalfínum bronchium.
Einstöku sjúkl. he.fir líka fengið diarrhoe."
17. mars 1920. G. H.
Fjórar spurningar.
Áskorun til lækna.
Þær vildu verða misjafnar skýrslurnar um inflúensuna 1918 og var ilt,
því margt er litt þekt um veiki þessa, og vér stöndum hér í strjálbýlinu
betur að vígi en flestir aðrir. Sóttvarnarnefnd ríkisins er þaö áhugamál,
að læknar athugi sérstaklega vandlega þessi atriöi: 1) Getur incubat.
verið lengri en 4 daga? 2) Hve lengi geta ]ieir smitað, sem sýkst hafa?
3) Smita menn á incubationstímanum ? 4) Að hve miklu levti sleppa þeir
nú betur, sem sýktust af Spánarveikinni ?
Sumstaðar er incubat. talin 1—4 dagar. Lengri undírbúningstimi þekk-
ist ekki með vissu. — Eyðingartími er talinn „stuttur", en íslensk reynsla
bendir til að menn smiti ekki úr því hiti er fallinn, ef um einfalda infl.
er að ræða. En eru þeir ])á lengur smitandi ef Iungnabólga eða aðrir fylgi-
kvillar bætast við, t. d. þangað til lungnabólgan er gengin um garð, þ. e.
smiti menn með inflúensu. — Hvort menn smita á incubationstímanum,
áður en veikin brýst út, svo sem er i mislingum, mun ókunnugt með öllu, og
skiftir ])ó miklu máli. -— Að nokkurt ónæmi verði eftir inflúensu til all-
langs tima eru útlendir læknar sammála um, en hve mikið reynist oss það ?
Öllum hlýtur aö vera ljóst hve mikla þýðingn ])essi atriði öll hafa fyrir
sóttvarnarráðstafanir framvegis, og þykjumst vér ])ví vita, að læknar gefi
fúslega allar upplýsingar um þau, sem þeir geta. Þeir geta eftir vild sent
oss þær eöa landlækni, ef sóttvarnarnefndin yrði lögö niður, en einhvers-
staðar þarf öll þekking, er að þessu lýtur, að koma í ljós.
Sóttvarnarnefnd ríkisins.
Afengi og áhrif þesg.
Hverja skoðun sem vér læknar höfum á áfengismálinu, þá er oss manna
skyldast að vita vel deili á rannsóknum vorra tíma á áfengi og áhrifum
þess. Og vér eigum að hafa það fram yfir allan almenning, að byggja
ekki skoðun vora á tilfinningu einhi og kappi, heldur góðri og gildri ])ekk-
ingu, að geta litiö hlutlaust á málið og æsingalaust. Eg efast um, að vér