Læknablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 10
40 LÆKNABLAÐIÐ
. Próf. Einar Arnórsson hefir litiö yfiv hva'ö í gihli væri, en eg her þó
ábyrgð á því, sem rangt kann að vera. Guðm. Björnson landl. lánaði mér
Jagasyrpu sína og hafði eg hennar nokkur not. Eg kann þeirn þakkir fyrir.
G. H.
Mannfjöldi á íslandi 1918. Það hefir lengst af gengið svo, að fólkinu
hefir fækkað og stundum stórlega er sóttir hafa gengið yfir landið. Var
nokkur ástæða til aö halda að svo færi enn, þetta mikla inflúensuár. Hag-
blaðið febr. ]>. á. flytur ráöning þeirrar gátu. 1916 var fólksfjöldinn
89.831, 1917 91.380 og 1918 (í árslok) 9 j 9 1 2. — 532 hafa bæst við, en
hefðu þó átt að vera 941 eftir þvi sem fæddist og dó. Af hverju mismun-
urinn stafar er óvíst, kemur vonandi í leitirnar við næsta reglulegt mann-
tal. Vér erurn orðnir svona miklir rnenn, að jafnvel sú spánska bitur litt
á okkur. Öðruvísi mér áður brá!
Nú vofir fellir yfir. Ef oss á að henda það ólán, ])á þarf ekki að gnnga
gruflandi að því, að slikt hefir mjög ill áhrif á heilbrigði landsmanna.
Þegar efnahagurinn hallast deyja fleiri, giftast færri og færri börn fæðast.
Sannleikurinn er sá, að fátækt, hungur og hallæri hafa verið stórfeldustu
banameinin á fyrri öldum, hvað sem nú veröur. Ef sulturinn hefði ekki
drepið oss, þá væru landsmenn nú um' % miljón.
Sá áhættubúskapur, sem ver rekum íslendingar, er óverjandi skrælingja-
háttur, skömm og skaði bæði fyrir bændur og þjóðfélagið. Hver einasti
læknir á að gera sitt til að koma öðrum betri hugsunarhætti inn hjá fólk-
inu. Þetta hefir gengið tregt þrátt fyrir allar áminningar, en svo má þó
brýna deigt járn, að bíti um siðir!
Um lyfjasölu hefir Stefán Thorarensen lyfsali í Rvík ritaö langa grein
og fróðlega í Morgunblaðið. Er þar rakin saga íslenskra lyfjabúða og
lyfsala og auk ])ess er sagt frá skipulagi á lyfsölu í ýmsum löndum fyr
og siðar. Höf. telur líkt fyrirkomulag og vér riú höfum happadrýgst. Þar
sem lyfjaverslun er frjáls eru lyfin dýrari og trygging lítil, hvorki fyrir
gæðum þeirra eða að nægar birgðir séu til.
Inflúensan í Færeyjum 1918. Knud Bierring, aðstoðarlæknir landlæknis
í Færeyjum ritaði yfirlit yfir infl. i Þórshöfn í Ugeskr. f. Læger 1919,.
No. 29. Þó seint sé, skal íiér drepiö á aðalatriðin.
F y r r i i n f 1. barst um sumarið til Færeya eins og til Rvk. 125 sýktust
í Þórshöfn. Veikin var væg og enginn dó. Ekki er þess getið, hvaðan hún
íluttist eða hvort hún fór um allar eyjarnar.
Spánska veikin fluttist með Botniu 18. Okt. Hafði þó landlæknii
rannsakað heilbrigði á skipinu, er það kom. Sá, sem veikina flutti, var
]>á hraustur, en sýktist■ daginn eftir á veitingahúsi í bænum. Veikin breidd-
ist hraðfara út og hafði farið um allar eyjarnar um nýár. Þá var yfir-
ferðinni lokið.
í Þórshöfn var skýrslum safnað frá öllum heimilum (2000 íb.). 64%
af íbúum sýktust; af börnum 71,9, körlum 61,5 og konum 57,9.