Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 3 Z fylgjimist svo vel með í þessu efni sem skyldí, og þá afsökun höfum vér, aS svo oft hefir veriö um þetta rætt og ritaö, aö flestir eru orönir leiöir á því. Að því er jeg frekast veit, bera nálega allir vísindamenn, sem fengist hafa viö áfengisrannsóknir síöustu áratugi, áferíginu ótrúlega v o n d- a n vitnisburð, og yfirleitt styöja læknar þeirra mál. Eg set hér, at- bugasemdalaust, nokkur dæmi, sem eru hendi næst: R u d. Abel (Handb. d. Hygiene 1913*): Sú andans ö r f u 11 (geistige Anregung), sem vér þykjumst finna við áhrif áfengis, er alls ckki sprottin af því, að heilinn starfi betur. Þvert á móti hrakar öllu skyn- semiss'tarfi glögt og hraðfara, jafnvel við srnáa áfengisskamta. Tilraunir, sem margir hafa gert á líkan hátt og Krápelin, hafa allar borið aö sama brunni, hvort heldur sem reyndur er reikningur, að læra tölur utan að, svara me'rkjum sem gefin voru eða annað þvíl. Altaf tekst þeim miöur sem neyta áfengfs, þrátt fyrir það þó ætíð finnist þeim sjálfum að sér gangi betur með áfengi en án þess. Flestum finst, að 1 í k a m 1 e g t starf og áreynsluvinna veiti léttar, ef neytt er áfengis, en svo er ekki. Áfengiö svæfir að vísu þreytutilfinninguna í bili og getur stutta stund aukið vöðvaaflið, en alls ekki til lengdar. íþróttamönnum er þetta fyrir löngu ljóst, og þeir forðast því alt áfengi. Hin s e ð j a n d i á h r i f áf. stafa að mestu af hinum svæfandi áhrif- um á heilann. Þó er nokkur næring í því og kemur það þá í stað fitu eða kolvetna, en bæði er sú fæða dýr, eggjahvitulaus og óholl vegna eituráhrifa áf. Þaö er því í raun og veru fásinna (Unsinn), að telja áfengi fæðu. H i t a t i 1 f i n n i n g i n eftir áf. stafar af lömun hörunds-æða og hún eykur einmitt kælírígu líkamans. Sem h j a r t a s t y r k j a n d i lyf (tonicum) var áf. fyr í miklu áliti og notað í .sjúkdómum. Nú er það farið að ganga úr gildi, því bæði eru þessi áhrif vafasöm og nóg af öðrum lyfjum, sem bæöi hafa sterkari áhrif og varanlegri. Mótstöðuafl gegn sjúkdómum er minna hjá þeim, sem neyta áfengis en bindindismönnum, sérstaklega í farsóttum. lungnabólgu og berklaveiki. Nokkur lífsábyrgðarfél. i Eng'landi og Sviss gefa og bindindismönnum betri kjör. Aö áfengf spilli kyninu má að nokkru ráða af því, að fábjánar <;.g slagaveikir eru tiltölulegu mjög oft börn drykkjumanna. Að börnum sem getin eru í ölæöi, þó af heilbrigðum foreldrum sé, hættir til hins sama, A það benda rannsóknir Bezzola á 8000 geðveikum börnum í Sviss. Furðanlega mörg af börnum þessum virtust vera getin á tyllidögum, sem siður er aö drekka mjög mikið á. Þeir tímar eru liðnir, þegar bindindismenn voru taldir sérvitringar, og korna aldrei aftur. Þeir eru nú 20 ár að baki oss. Fischer & Fisk (How to live.** N. Y. 1919): Áhrif áfengisnautn- * Stutt ágrip vegna þess hve rúm Lbl. er takmarkað. Bók hans hefir hvervetna hlotiÖ lof, og höf. var fvrir ófriðinn ráðanautur þýsku stjórnarinnar. ** Bók þessi er að visu alþýðl. samin, en margir bestu vísindamenn Bandarikjanna Standa að baki hennar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.