Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 5i I Reykjavík haföi veikin breiöst út og veiktust þar margir, en ekki er unt að vita neitt meö vissu urn tölu sjúklinga, því aö mjög margir sóttu engan lækni, enda veikin mjög væg. Taldi héraðsl. aö aö eins einn sjúkl. heföi fengið lungnabólgu, en enginn dáiö. Það var nú fengin nægileg reynsla fyrir því, aö veiki þessi var mjög væg, bæði í héruðum, sem höföu inflúensu 1918, og eins í þeim, sem ])d losnuðu viö hana. Sóttvarnarnefndinni fanst því ekki ástæöa til þess, aö halda uppi lengur opinberum innanlandssóttvörnum, og lagði því til 29. mars, að þeim skyldi hætt. Þó lagði nefndin ])aö til, aö leyft skyldi þeim héruðum að verjast, sem heföu áhuga á því, ef héraðslæknar óskuðu þess. Einkum var sumum héraðslækna illa við að fá inflúensu vegna kíghósta í héruðum þeirra og vildu verjast, ef kostur væri. Var samþykt að innanlandssóttvarnir skyldu falla niður 6. apríl. Var ])etta símað héraðslæknum, svo að þeir gætu sagt, hvort þeir vildu verj- ast. 31. mars óskar héraðsl. Eyrarbakka, að hætt sé sóttvörnum við Ár- nessýslu. Borgarnes-, Strandasýslu- og allir norðan-læknar og flestir austan-lækn- ar, óskuðu að verjast. Ekki er ljóst enn þá, hvernig veikin hefir komið til Vestmannaeyja eða til Reykjavíkur. Seinna mun verða minst nánar á veiki þessa, en að eins má geta þess, að meðan Reykjavík var í sóttkví, virðist veikin ekki hafa borist þaðan. Þeir Reykvíkingar, sem smituðu frá sér, höfðu allir farið úr bænum áður en samgöngubannið kom á. Samtímis með þvi að innanlandssóttvarnir hættu, lagði sóttvarnarnefnd- m niður störf sín. St. J. ,:Hevreka“. „Hevreka" sagði Arkimedes forðum, og hljóp berstrípaður út um stræt' og torg. En um leið og eg tek mér þessi orð hans i nlunn, mundi eg vilja hlaupa, ekki berstrípaður, heldur „hlífum klæddur mínum“, flugmanna- íötunum sem eg keypti mér í Þýskalandi, til að sýna kollegum, að nú befi eg fundið hvernig við læknar á íslandi eigum að vera hervæddir gegn írosthriðum og kulda. Eg slangraði inn í búð í Friedrichsstrasse, þar sem seldur var alls konar útbúnaður herforingja. Þar voru geirar og gunnhlífar, hjálmar og hvers honar einkennisbúningar (senr nú eru aflagðir og voru því ódýrir), her- mannaskraut t. d. járnkrossar og aðrar orður, söðulklæöi, hnakkar, úti- legubrekán og hvað eina. Eg hefði helst viljað kaupa alt sem i búðinni var, og meira til, því alt var svo ódýrt og þó nytsamlegt, en hér var, sem fyr hafði eg reynt, að ekki var leyfilegt að flytja út nema sumt og þá að eins til eigins brúks. Eg fann þar loðskinnsvesti úr hvítum kanínuskinnum, mjúkt sem meyjar- kinn. Eg keypti það (180 mörk) og elska það síðan. Þar voru stuttbuxur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.