Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 59 ars best aS sleppa alveg þessu sóttvarnarkáki, sem ekki er til annars en kostnaðar? Eru nokkur dæmi ti! þess í sóttvarnarsögu þessa lands, að nokkur drepsótt hafi verið stöövuS? Spyr sá sem ekki veit. Þetta væri bæSi rannsóknar- og ritgerSarefni.“ Það er von þó Ó. Th. spvrji svo. Eigi að siður er ekki frekar ástæða til að verjast svo vægri infl. en almennum kvefsóttum, sem oft liafa reynst miklu skæðari. — Sóttir hafa verið margsinnis stöðvaðar hér, jafnvel bóla (Hjaltalín), en oftar hafa þó varnirnar mistekist og er þetta því alvarlegt umhugsunarefni. G. H. Dysenteri. Eins og kunnugt er, valda henni fleiri sýklategundir en ein. Hinar helstu eru kendar viS Shiga og Flexner. — Nú hefir Roux, for- stöSumaSur Pasteurs inst. skýrt frá því, aS Hervelle nokkur hafi fundiS upp á því aS sía saur blóSsóttarsjúkl. gegn um sýklasíur, og hefir fundiS aS ósýnilegt sóttnæmi smýgur síurnar. Honum hefir tekist aS rækta þennan ósýnilega fjanda. hvaS sem þaS er. Kultur af þessu góSgæti leysir upp Shiga-sýklana, og má nota hana til lækninga í staSinn fyrir blóSvatn. Ef jtessi fregn kæmi ekki frá svo merkurn manni, mætti halda þetta skrök- sögu eina. Er hér líkl. eitthvaS nýtt á ferSum. — (Lanpet 17. jan. '20). Vitamin í þvagi. Goglio (Róm) hefir tekist aS lækna beri-beri á dúfum og hindra aS þær fengju hana, meS því aS gefa þeim 3—4 grm. af manna- þvagi á dag. Eftir því eiga ])á vitamín aS streyma óskemd út úr líkam- anum meS þvaginu, likt og pillulae aeternae meS saurnum. Þær voru úr málmi og átti aS veiSa þær upp úr saurnum og nota þær svo á ný. Berklaveiki er sjúkd., sem drepur fátæka, en rikum batnar. Engum vit- íirring eSa fábjána batnar berklaveiki MeSalæfi berklaveikra er 8 ár, eftir aS veikin kom í ljós. — (Lancet. Th. Williams). Heilsuhæli. Skoðun sérfræðings. Vér getum ekki fullyrt,, aS útivistin á heilsuhælum og góSa loftiS, hafi læknandi áhrif á berklaveiki. Slík álykt- un verSur ekki dregin af skýrslum heilsuhælanrra. — Eg er algerlega sann- færður um. og svo eru margir vinir minir, aS engin sönnun (evidence) sé enn fengin fyrir jjvi, aS meSferS heilsuhælanna lækni tuberculosis pul- monum eSa hafi bætandi áhrif á blöndunar-infection j)á, sem oft bætist viS sjálfa berklaveikina og Englendingar nefna consumption. — Hver, sem veitir þvi eftirtekt, hve margir menn meS tub. pulm., eSa jafnvel „con- sumption“ lifa og starfa án ])ess aS koma nokkru sinni á heilsuhæli, getur tæpast hjá því komist, aS draga þá ályktun, aS mótstööuafl manna ráSi mestu. En þaS getum vér hvorki mælt né aukið meS neinni meSferö, sem enn er kunn. — (Batty Shavv, yfirl. viS Brompton Hospital for diseases of the chest, í Lancet 24. jan. '20). Syphilis hefir 10. hver maSur í stórbæjunum ensku, aS dómi W. Oslers. Sexfalt fleiri hafa sýkst af gonorrhoe. AS minsta kosti annar hvor karl- maSur hefir fengiS samræöissjúkdóm. Geriatrie heita fræSin um gamalmennakvilla o. þvíl. Maeford Thewlis

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.