Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 6
LÆKNABLAÐIÐ $2 úr ágsetu svörtu leöri, fóöraðar meö flóneli, eins og er í bestu boxkalf- stígvélum. Eg keypti þær lika, af því aö þær voru sem á mig sniönar. Þær kostuðu 275 mörk. — ,,Es hat Ihnen die Reise bezahlt!,‘ sagöi burö- armaöurinn. Flugmannahettu fóöraöa kanínuskinni keypti eg líka (50 tnörk) og bílgleraugu vönduö á 30 mörk. — Alt þetta fékk eg nteö öörum orðum á ca. 65 krónur, og hefi sjaldan gert betri kaup. Mér hefir verið sönn ánægja aö feröast í þessum skjólgóðu, en léttu fötum í frosti og stórhriö. Bílgleraugu hefi eg áöur notaö og finst þau ómissandi ætíö þegar stormur er eða hríö. Á fótunum liefi eg gúnnnístig- vél amerísk (kostuöu 32 kr.), nógu víö til aö vera í tvennu. Til yfirhafnar hefi eg waterproof-jakka og yfir flughettunni waterproof-húfu, sem má s’á niöur á háls til frekari hlífðar. Af því gúmmistígvélin þola ekki aö nuggast viö lmakkinn, og leöur- buxurnar mást og slitna við þaö líka, er ráölegast aö vera í utanyfirbux- um úr léttu efni. Oft datt nrér í hug, þegar eg var aö versla viö Þjóöverja, og sá hinar misjöfnu vörur þeirra: Það ætti aö gera út sendiherra til þess eins aö velja vörur handa íslendingum, mann sem kynni aö velja það sem hentugt væri og ekki handónýtt rusl, sem fólkiö glæpist á i einfeldni sinni. Eg þarf ekki að taka það fram, að eg haföi strax augastaö á sendiherranum. Og enn eitt datt inér í hug. í fornöld ákváöu goöarnir vöruverö hjá kaupmönnum. Þeir voru matsmenn sem dæmdu um gæði ú 11 e n d u vör- unnar. Nú höfum viö aö eins matsmenn til aö meta okkar eigin afuröir. Þaö væri engu síður ástæða til að meta útlendu vöruna, enn þann dag i dag, eins og fornmenn geröu. Útilegubrekánið er fyrirtak. Þaö fékk eg á 5 krónur, og er þaö þó svo stórt, aö 3 menn gætu hæglega vafið sig inrí í það. Þaö kom mér aö góöu liði á ferð frá Höfn til Jótlands — „but that is an other story“ ( eins og Kipling segir). Verkfæri ætlaði mér aö ganga illa aö fá nema meö ránveröi — nýút- komiri lög bönnuöu þau útflutt nema meö ákvæöisveröi, sem var hærra en í Danmörku. En þá fann eg þó búö, sem ekki var hrædd viö þau lög, og fékk eg þar ýmislegt með góöu verði. Bækur keypti eg nokkrar góöar og ódýrt, en ýmsar bestu bækurnar, sem mér lék mest hugur á að fá, voru uppgengnar. Gróörabrailarar höföu keypt þær upp, til aö skrúfa þær upp síðar. Steingr. Matthíasson. Samræðissjiíkdómarnir. Hvernig eigum vér að reka þá úr landinu? Samræðissjúkdómarnir voru eitt af þeim málum, sem hreyft var á síð- asta læknafundi. M. Júl. Maguús flutti fróölegt erindi um þá, og nefnd var kosin til þess að gera tillögur í málinu. Misskilningur, eöa öllu heldur rangar upplýsingar á fundinum*, uröu þess valdandi, aö nefndarálitiö ** Þær fóru í þá átt, aÖ ekki væri aÖ vænta álits frá nefndinni

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.