Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 14
6o LÆKNABLAÐIÐ hefir nýl. ritað stóra bók um þau. Hann varar mjög við ]iví, a'ð hætta vinnu á elliárum. Best að starfa að ýmsum venjulegum störfum, meðan uppi tollir hryggurinn. — Uppgang frá lungum má ekki stöðva með opiata — Varast skal að halda þvagi of lengi, og tæma blöðruna i hvert sinn sem best. — Hann trúir á garnla spakmælið : vinum est lac senum og telur vin flestu betra við slappleika gamalmenna, við lungnabólgu og fleirum kvillum þeirra, vill að skamtur sé ríflegur, svo roði sjáist i kinn- um. — Gamalmennum, sem lengi hafa vanist að nota vín daglega, er ekki rétt að banna það. — Oftast er mikilvægt að halda gömlum mönnum frá ])ví að leggjast í rúrnið, ef þess er nokkur kostur, og sem styst í því, t. d. eftir operation. — (Lancet 31. jan. '20). — Hið siðasta vita allir. Leiðrétting. Björn Jósefsson, héraðsl., getur þess, að ekkert hafi vant- að í ársskýrslu sina siðast, og heldur ekki í skýrslur frá sér úr Öxarfjarð- arhéraði, einnig að aukatekjur úr Öxarfjarðarhéraði 1918 séu rangtaldar í Lbl. (Hann var skipaður læknir í H ú s a v. frá 1. okt.). — Eg efa ekki. að þetta sé rétt, en hvað skýrslurnar snertir, fór eg eftir ritara landlæknis og um aukatekjur eftir skýrslum stjórnarráðs. Aðrar heimildir gat eg ekki fengið. — G. H. Annríki b.éraðslækna. Eg leyfi mér að setja eftirfarandi bréfkafla frá B. Jósefssyni héraðsl.: Margt talið þið um það, hvað við héraðslæknarnir gætum gert, ef nokk- ur dugur væri í okkur. Stundum finst mér þið æt!a okkur dagana drýgrí 1-11 öðrum. Þegar læknir hefir hérað, sem er 2—3 dagleiðir enda á rnilli, yfir vonda fiallvegi og stórár og 2—3 þús. héraðsbúa, þá finst mér vinn- ast fremur lítill timi til ýmislegra athugana og rannsókna, sem maður vildi þó gjarna gera, en þetta er líklega af þvi, að eg er engi afkasta- maður. Að minsta kosti finst mér eg ekki mega hafa minni tíma til lest- urs, heldur en eg get. haft, nú sem stendur. Mér finst það opinbera gera fullmikið að því, að setja lækna til að gegna öðru héraði ásamt þvi, e* ]>eim er veitt, því ]>að virðist svo sem alt sé þá talið gott, ef fólkið getur átt tilkall til læknis. T. d. að láta Húsavikurlækni gegna Öxarfjarðar- héraði, er oft sama sem að bæði héruðin séu læknislaus, því héðan er dag- leið að vetri yfir Tunguheiði, og oft svo, að lifsháski er yfir hana að fara. Það hefir komið fyrir, að menn hafa beðið min, alt að þvi 2 daga, hér á Uúsavik, þótt eg hafi lagt sarnan nætur og daga í þessum norðurferðum. — Það skal fúslega viðurkent, að oft bannar annríkið liæði lestur o. f!. — Eg þekki það af eigin reynd. Enginn ætlast til að héraðsl. geri meira en þeir geta, en eigi að siður er ekki óþarft að minst sé á það, sem betur mætti fara. Oftast er nokkurt næði milli annríkiskastanna, og ísl. læknarnir eiga að vera fyrirmyndarmenn! — G. H. Vuzin. Morgenroth finnur hvert undralyfið á fætur ööru. Á eftir optokin- inu kom eucupinið (isoamylhydrocuprein), og nú siðast vuzin (isoktyl- hydrocuprein). Það verkar bráðdrepandi á streptokokka. M. gerði tilraunir á mústim. Fyrst dældi hann inn í subcutis illkynjaðri, óblandaðri strepto- kokkakultur, sem var annars viss með að valda háskalegri phlegmone.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.