Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 55 andi, sagt, aö vér mættum þakka fyrir, ef oss farnaöist ekki enn þá miklu ver en nágrönnum vorum. Nú hef eg aðra t r ú, — trú sem eg ekki get fært óræk rök fyrir, en nokkur líkindi. Vér höfum ekki fyrir löngu eignast mikið kraftalyf gegn skitnum, þ. e. salvarsaniÍS. Ef vel er að verið, má al-lækna helming allra sjúklinga, og a'ð vísu a 11 a, sem koma nógu fljótt. Þar sem næst til Wassermanns má ganga fyllilega úr skugga um, hvort þetta hefir tekist eða ekki. Vér eigum nú kost á miklu vissari d i a g n o s i s en fyr. Smámsaman læra læknar vorir eflaust, aS leita aS sóttkveikjunum,* þó ekki sé þaS vandalaust. Mér virðist, þrátt fyrir alt, sem móti er mælt, aS n ú s é f u n d i n einföld og furðu áreiSanleg aSferS til þess aS forS- a s t s j ú k d ó m a þ e s s a.** Sé þetta rétt, eru miklar likur til ])ess, aS góS almenningsfræSsla í þessum efnum, komi aS tilætluSurn notum. Sú fræSsla, sem eingöngu treystir því, að g'eta gert mennina svo góSa, sem þeir ættu aS vera, hefir ekki reynst áhrifamikil. ÞaS eru þessar nýju varnir eSa varúðareglur, sem eg vona, aS breyti smámsaman liorfunum, nreira en flest annaS, og leiSi ef til vill til þess, aS menn losni viS þennan ófögn- uS. — Enn er svo lítil reynsla á þetta kornin, aS fátt verSur íullyrt um þaS. AS undanförnu hefir öll a 1 m e n n i n g s f r æ S s 1 a um samræöissjúkd. * ísl. læknum er ekki láandi, þó þeir kunú það ekki nú, því enn er það ekki kent á Háskólanum! Danir'hugsa sér enn ekki hærra en það, að læknar sendi „Reiz- serun'* 1 2 3 4 5 til Seruminst.! ** Að vísu hefir mikil þingnefnd ensk komst nýlega að þeirri niðurstöðu, að per- sónulegar varnir komi að litlum notum, en fjöldi ágætra lækna og reynclra eru á öðru máli. Færa þeir meðal annars þessi dæmi til sönnunar: 1) Kanadaliðið í Le Havre tók mjög að sýkjast af samræðissjúkd., og var þá reynt að desinficera menn sem fyrst eftir smitun. Af 57000 hermönnum sýktust alls 527. — 5153 notuðu „preventive treatment". Af þeim sýktist englihn. (Prof. Adami). 2) Af Ástralíuher í Lundúnum notuðu 222.882 menn prev. treatm. Af þeim sem komu áður 8 klst. voru liðnar, sluppu 96% við smitun, 8—24 klst. 86%, yfir 24 klst. 60%. (Raffan). 3) Sjóher U. S.: Af þeim sem hreinsuðu sig eftir 1 klst. sýktust Vio%, eftir 2 klst. J4%, eftir 3 klst. 1—7%. Að meðaltali sýktust 2%. (Whaley & Skelton), 4) Á ensku herskipi i Portsmouth notuðu 496 menn hreinsun og framkvæmdu hana að öllu lejhi sjálfir, eftir forsögn. Einn sýktist en hann hreinsaði sig fyrst eftir 6 klst. 5) í enska hernum í Delhi (hotbed of vener. diseases) sýktist að eins 1.5°/oc af þeim sem notuðu varnir. Sama var reynslan á 2000 herm. i Portsmouth, á 496 mönnum á Whale Island og á 9000 mönnum í Royal marine Artillery. Til samanburðar má geta þess, að sýking í enska hernum hefir verið frá 275—50%^, á ári (1885—1913). Eg læt þessi dæmi nægja til þess að sýna á hverju eg byggi mína „trú.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.