Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.04.1920, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 53 kom þar ekki fram, en var síöar prentaö í Lbl. Aftur var samþykt áskor- un til heilbrigöisstjórnarinnar um að taka málið til athugunar og gera nauðsynlegar ráðstafanir. H ú n h e f i r þ ó e n g a n á r a n g u r b o r- i ð og alt situr í sama farinu. Betri skýrslur um útbreiðslu sjúkd. eru að mörgu leyti undirstaða þessa máls. Fyrst og fremst eru skýrslur þær, sem krafist er af læknum ófuli- komnar, því þar getur sami sjúkl. verið margtalinn, og auk ])ess ókunn- ugt, hvar hann er niður kominn, en við þetta bætist, að mikið vantar á að allir læknar láti þess getið, hvort sjúkl. séu innlendir eða útlendingar. Vér vitum því hvorki með vissu, hve útbreiddir sjúkd. eru, né hvar þá sé að hitta. Frá útbreiðslunni til 1913 hefir M. Júl. Magn. skýrt í Lbi. 1915, bls. 35. Á læknafundinum taldi hann þana þannig 1913—’i8: 1913 1914 1915 1916 1917 1910 Gonorrhoe.......................... 94 222 156 105 146 166 Syphilis .......................... 26 31 17 24 21 13 Ulcus molle ......................... 4 16 7 5 8 2 Við tölur þessar er það athugavert, að þær telja í einu lagi útlenda og innlenda, og auk þess er þeim liklega varlega treystandi. Allir sjá, að þess- ar upplýsingar um útbreiðslu sjúkd. eru afarófullkomnar. En vér höfum ekki öðru til að tjalda! Þó mun óhætt að fullyrða það, að sjúkd. hafa náð töluverðri útbreiðslu, einkum í stærstu kauptúnunum, og að sum- staðar hafa þeir borist langt upp í sveitir. í sambandi við þetta vil eg minna á, að það er ekki ástæðulaust, að Lbl. hefir oft gert rekistefnu út úr skýrslum lækna og hinum algerða skorti á opinberum, vönduðum heill)rigðisskýrslum, eflaust oftar en eitt sinn stygt héraðslækna og landlækni með þessu. Skýrslurnar hafa ekki að eins sög-ulegt og vísindalegt gildi, heldur eiga þær að vera ljós á vor- um vegum í heilbrigðismálunum og ómissandi grundvöllur margvíslegra framkvæmda. Vér eigum nú t. d .mjög erfitt með, að gera oss ýmislegt lióst i þessu máli. því enginn veit hve margir eru i raun og Veru sjúkir, hvar þeir eru niður komnir og hve víða veikin hefir farið. Það getur eng- inn barist við þann óvin, sem hann veit ekki hvar er. Fjamtíðarhorfur, mcð þvi lagi sem nú er, eru áreiðanlega ískyggilegar, ef ekki pessimae. Sjúkdómar þessir hljóta að verða bráðlega jafn tíðir og skæðir hér og erlendis, og ýmislegt bendir til, að þeir verði skæðari. Þeir hitta hér á nýjan jarðveg, fáfróða alþýðu, og lækna, sem litla æfingn hafa í diagnosis og meðferð á þessum kvillum. Þar sem lakast hefir staðið á ytra (Rússland, Kína, sum ríkin í Afríku) hefir svo farið, að nálega hvert mannsbarn hefir sýkst! Ef ekki á að fara ver fyrir' oss en nágrönn- unum, verðum vér að hafa jafn fullkomnar varnir gegn sjúkdómum þess- um og þeir, og jafngóða læknishjálp. Ástandið erlendis. Það er erfitt að fá allskostar skýra hugmynd um það. Norsku heilbrigðisskýrslurnar 1915 tilfæra t. d., að það ár hafi sýkst um 1 /co íbúa af syfilis og ulcus vener. og um 2%c af lekanda, en dönsku skýrslurnar 1917 i,2%« af syfilis og 3.7%c af lekanda. Aftur sést það hvergi, hve margir gangi með sjúkdóma þessa eða deyi úr afleiðingum þeirra. Þannig mun þessu háttað með skýrslur flestra landa. The Amer. Social Hyg. Ass. hefir eftirfarandi tölur eftir mjög góðum heimildum: í Eng-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.