Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 3
6. árg. Nóvember, 1920. 11. blað. Konur í barnsnauð. Memoranda et memorabilia úr fæðingarpraxis eftir Steingrím Matthíasson. —o— Ecclampsia. Fátt er hvimleiðara viðfangs fyrir ungan og lítt reyndan lækni en ecdampsia, einkum þegar I para á í hlut. Fyrsta ecclampsia, sem eg hafði til meðferðar (1907), var fremur væg. Kramparnir komu fyrst þegar fæðingin var langt komin og útvíkkum orð- in góð. Þegar svo er ástatt, er það venjulega leikur einn að taka barnið með töng, og alt er um leið búið. Þannig gekk í þetta skifti, og konan náði sér fljótt á eftir; en barnið kom andvana. Svo leið eitt ár. Þá komu fyrir mig tvær slæmar ecclampsiae i rykk. Lex coincidentiæ. Hin fyrri var III para; átti heima langt frammi í sveit. Krampar höfðu byrjað snemma í léttasóttinni. (Eg hefi sjaldan riðið aðra eins fantareið og þá — alt fyrir dugnað fylgdarmannsins; en hon- um varð hált á því; lagðist á eftir með taki og fékk lungnabólgu, sem dró hann til dauða. Kendi utm hrístingnum af verkfæratöskunni, sem hann hafði á bakinu). Konan var illa haldin með miklum bjúg' en hitalaus, og kviðurinn afarmikill eins og væru tvíburar, sem lika var. Útvikkun var að eins 2—3 fingur. Eg sá ekki annan kost vænni en bíða. Flún fékk riú hvert krampakastið á fætur öðru. Eg gaf henni klóróform í hvert skifti. Hún náði sér furðu vel á milli. Eg beiö í 5 klst., áður en eg sæi mér fært að leggja á töng; hafði hún þá fengið alls 12 krampakviður. Útvíkkun var þá orðin sæmileg. Dró eg fyrri burðinn fram með tönginni en hinn á fæti. Furðaði eg mig á, hve báöir snáöarnir voru' með góðu lífi eftir öll þessi ósköp; þeir döfnuðu síðan vel og konan hrestist von bráðar. Hin konan var I.para, líka með miklum bjúg (maðurinn homoeopati,hafði reynt að lækna hana með dropum og kröftugum mat). Krampar komu íyrst, þegar útvíkkun var orðin góð. Töng gekk vel; en barnið andvana. Konan fékk á eftir, eða réttara upp úr sínum ecclampsismus, ainblvo- P i a e c c 1 a m p t i c a. Það er fremur sjaldgæfuir kvilli, 0g hefi eg hvorki -yr né síðar orðið hans var. Á liklega skylt við retinitis albuminurica. 1‘egar fæðingin var um garð gengin og konan vel vöknuð af svæfingunni, Hnst henni rökkur í stofunni, þó dagur væri hábjartur. í ca. 2 mánuði hélst þessi sjóndepra, sem angraði hana mjög, en að öðru leyti var hún

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.