Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 6
164 LÆKNABLAÐID anlega fámálli, daufari og stiltari en áöur, og gleðisvipur sást sjaldan á andlitinu. Eftir i—2 mánuði segir hann við mig upp úr eins manns hljóði: „Mér finst eg hafa tapað öllu sjálfstrausti siðan þetta kom fyrir.“ Eftir nokkra mánuði sýndist hann þó hafa náð sér, en hvarf þá ekki veilan ofan í undirheima meðvitundarinnar og spilti þar skap- ferli mannsins? 3. Eg var vakinn hastarlega um nótt, og sagt á glugganum: „Allur bærinn brennur!“ Eg á fætur og sé út um glugga, að mestallur i'nnbær Akureyrar stendur í ljósum loga. Eg sá strax, að hér varð við engu gert og varð þess ekki var, að eg kæmist í nokkra geiðíshrær- i n g u. Jafnvel ekki, að mér yrði verulega bylt við. Eftir brunann fann eg þá breytingu á mínu fari, að eg var orðinn e 1 d h r æ d d u r, en hafði aldrei fundið þess nokkurn vott fyr. Eg hugsaði um á hverju kvöldi, hversu gengið hefði verið frá eldi og hvort alt væri örugt að því leyti. Þó rætt- ist þetta smámsaman af mér að mestu leyti. 4) Þó eg tæki mér próf létt, og þætti þau jafnvel skemtileg, þá hafði eg talsverðar áhyggjur af stúdentsprófi. Sérsaklega var eg hræddur við eina námsgrein, sem eg aldrei kunni: sögfu, og er mér minnisstætt, að eg var i ákafri geðshræringu rétt áður en eg gekk upp. Söguprófið gekk vel, — en — frá þessum tima d r e y m d i m i g þ a ð iðulega, leið herfilega í svefninum og hrökk upp með andfælum. Eg held hreint og beint, að eg hafi verið stundum sveittur af ang'ist. Þetta gekk í ein 20 ár! Siðar hafa f 1 e i r i k u n n i n.g j a r m í ,n i r Sagit m ér 'sömu s ö g u eða svipaða, alla, nema einn, dreymt stúdentspróf fram eftir öllum aldri, flesta söguprófið, nokkra próf í mathematik. Á sumum liafa ])essi ósköp haldist fram á sjötugsaldur. Enginn þeirra hefir þó talið, að þetta hafi breytt skapferli sinu eða kjarki, en flestir virðist mér hafa gert sér ljósa greih fyrir þvi, hvort prófið hafi gert nokkra breytingu á þeim eða ekki. Ber- sýnilegt er það þó, að prófæsingin hefir haft djúp og varanleg áhrif, er hún gengur þannig aftur i draumum fram á elliár. Mér ])ykir ekkert lík- !egra, en að áhrifin séu i raun og veru viðtækari og hafi þegjandi mótað mennina að meira eða minna leyti, en alt farið fram i undirvitundinni og því erfitt, að gera sér ljósa grein fyrir því. Eg hefi með vilja valið ])essi dæmi úr lifi sjálfs míns, því enn erfið- ara er að vita með vissu hvað gerist í hug annara. Eftir minni reynslu er það alloft, að sterkar t i 1 f i n n ín g*a r haf a v a r a n 1 e g á h r i f o g m ó t a e ð 1 i m a n n a o g u p p 1 a g. Þegar sorg og mótlæti fara fram úr vissu stigi, sem hver um sig getur borið, bogna menn eða brotna og bíða seint bætur slíkra slysa. Kjark- urinn bilar og sjálfstraustið, hik og varfærni ágerist, kvíði og geigur gerir vart við sig, jafnvel við smámuni. Skapið verður auövitað þyngra, vil og hugsýki tiðir gestir, lífið eymdar- og táradalur. Hvað er það annað en alger missir kjarks og sjálfstrausts, sem leggur svo margar konur ár- um saman í rúmið, stundum alla æfi ? Þegar hugsýkin magnast sem mest, leiðir hún beinlínis til fullrar geðveiki. Aftur er djúp gleði hressandi og örvandi eins og sólskin og heiður himinn í rigningatíð, hreinasti heilsu- drykkur fyrir sjúkar sálir. Eg get verið fáorður um þá, sem fá h y s t e r i eftir sterk andleg

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.