Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 16
LÆKNABLAÐÍÖ iý4 Influensa levi gradu. Eg skrifa þessar línur meö nef, sinus maxillars, ethmoidales et fron- tales, máske líka sinus sphenoidales succulent og sumpart slímfulla af þessu bannsettu faraldurskvefi, sem vulgo influenza appellatur, og sem eg sjálfur meina a'S sé inflúensa levi gradu. Eg ætlaSi aö skirrast viö aö skrifa sjálfum mér konjaks-resept, yfir- leitt foröast alla lyfjabrúkurí, eins og eg er vanur, en nú líöur mér svo illa, aö eg stendst ekki freistinguna aö fá mér toddý. Dálítill hiti, bein- verkir og særindi í kverkum og trachea. Er samt á fótum. Líkt og venju- leg tracheo-„bronchitis“. Eg hefi sloppiö við smitun í alt sumar, þó eg hafi víöa flækst meöal sjúklinga. En nú smitaöist eg, af því krakkar mínir uröu veikir — hver af öðrum ; kona mín lítillega, stúlkurnar, og svo seinast eg. Þetta sýnir, að veikin er ekki bráðnæm. Svona hefiir hún dingl- að hér í sumar. Hert á sér meö köflum, en svo nærri horfið á milli. Nú er hún t. d. aö gera meira vart við sig. í nokkrum húsum liggja þó nokkrir í einu. Um sveitaheimili frétti eg í morgun, þar sem liggja 5- Á sláturhúsinu leggjast nú sveitamenn hver af öðrum. Að veikin sé skyld inflúensu, dreg eg af þessu: Einkennin eru oft alveg sömu og í venjulegum inflúensu-farsóttum. Þeg- ar lungnabólga kemur fyrir, eru einkennin önnur en við venjul. pneum. croup. eða catarrhalis, sputum meira hæmorrhagiskt og! ástandið einkenni- lega alvarlegt þó úr rætist. Hitinn fer smátt og smátt. Frá því nokkru eftir að sóttvörnum hætti í vor, fór veikin að læðast vestur á bóginn frá Austurlandi, og má því segja, að hafi verið óslitið áframhald við faraldurinn þar eystra. Enn má geta þess, að þar sem inflúenzan gekk í vetur, þar spyrst nú' ekki neitt til samskonar faraldur og' hér, þó að stöðugar samgöngur hafi átt sér stað. En einkennilegt var, hve hægít hún fór úr hlaði og sýndi'st vera sein að bíta á Þingeyinga. Verulega tíð varð hún ekki, fyr en dró fram i juní. Og í mínu héraði ber svo sem ekkert á henni, fyr en í miðjum júlí. Eða er hún svo væg fyrst, að enginrí gefur henni gaum? Eg gæti hugsað mér, aö svona sé það. Margir segja, að þessi pest sé undarleg að þvi, aö hún gengur í fleiri bylgjum, eins og barnakvefið í fyrra, og sum börn fá þaö hvað eftir arínað. Skal eg nú til fróðleiks skýra frá því, sem eg hefi í dagbók minm hripað upp um faraldursins modus agendi. Júdí. Það er fyrst um og eftir miðjan mánuð, sem fólk fer að tala um inflúensu- íaraldur. Þá kastast niður unglingar og menn innan 40 ára, — með hita, beinverkj- um og höfuðverk. Þetta rýkur úr flestum eftir 1—2 daga, en slen í þeim í viku eða svo. Veikin er mjög dreifð, að eins á stöku heimilum liggja margir, t. d. a. verksmðjunni „Gefjun“ lágu 20, eða helmingur verkafólksins, einn daginn. — Menn nota aspirin og leita fáir læknir. -— Allan mánudaginn skráði eg að eins 20—3°- Agúst. Veikin heldur áfram að læðast, — týnir upp hvern af öðrúm á löngum tima. Gengur nú fram í sveit, og er nokkuð almenn á sumum bæjum. — Litið uffl kvef; og lungnabólgu verður fyrst vart seint í mánuðinum — á tveimur sjómönn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.