Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 173 l'etta þannigf: Æther er antisepticum og leitar hurt gegn um lungun, hann lækkar hita, hann verkar gegn krömpum, hann stimulerar hjarta'S. Hann vill gefa 1 cbctrn. (dælt undir húSina 4. hverja klst., stundum næg’ir þó ein dæling kvölds og morguns. Jafnvel nægi stundum ein einasta dæl- ing. Hann hafSi gert þetta á 200 börnum og ekkert sýndist hafa ;ilt ;af því, aftur mörgum batnaS ágætlega. (21. ág.). Ef höfði er snúið meS hendi viS fæðingu, er hnakki snýr stöðugt aftu'r, ráðleggur J. Lee að taka með hakatönjg í h ö f u ð' s v ö'r 8 i n n og láta aðstoðarmenn halda í hana, meðan töng er lögð á, svo hnakkinn falli ekki aftur i sama fariÖ, áður tangararmurinn kemst á. (17. júlí). Edinburg medical Journal: Salvarsan-dæling í vöðva segir Harrison og Mills o. fl., aS standi ekki að baki dælingu inn í æðar. Vilja nota neosalvarsan og leysa þaS upp i guiacol glucosevatni (hve sterku?). 0.6 grm. má leysa upp í 1 cbrtmt. af blöndunni. Ugeskrift for Læger: Enjcephalitis lethargica. Sagt er, að Mclntosch og Turnbull hafi tekist otvírætt að smita apa með veiki þessari. Heilavef úr sjúkl. var dælt inn > þá og drápust þeir svo úr veikinni. Er hér eflaust að ræða um sérstaká farsótt. (No. 34). Holdafar og langlífi. Hindhede segir frá rannsóknum 43 lifsábyrgðar- félaga í Ameriku um þetta atriði. Þær tóku yfi.r 716687 vátrygða, sem skift var í feita (F.) meöalholda (M.) og granna (G.). I.Dánarhlutföllin reyndust þessi: 30—45 ár. 45—62 ár. F. M. G. F. M. G. Heilablóðfall .......... 12 4 2 40 21 11 Hjartasjúkdómar........ 12 4 2 40 21 11 Nýrnasjúkdómar ......... 16 5 3 37 18 10 Hindhede dregur þá ályktun af þessum mikla mismun, að margir éti °g drekki sér til óbóta. Grannir menn og sparneytnir verði langlífastir. Mikla eggjahvítu,, áfengi og kaffi telur hann sérstaklega skaðleg, eins og kunungt er. Þykir honum matarskömtunartimabilið i Danmörku styðja þetta rnjög, því þá var manndauði óvenjulega lítill og heilsufar ágætt. (No. 36). Gleðst maður við vel kveðin orð. Einn heiðursmaður í Rvk. sendi mér þessar línur, er hann fékk siðasta blað með skránni yfir þá, sem eftir voru : „Heimtið af gjaldkera Lbl. að „rukka“ mig tafarlaust um andvirði árg. ^so. „Andleg slys“ eru 30 kr. viröi, — þótt framh. vanti og enginnl viti, hver höf. er.“ — G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.