Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ i6g til aö aövara yfirvöldin, ef þeim er kunnugt: um, aö smitandi persóna ætli aö giftast. Áöur lýst er meö hjónunum, skulu bæöi hafa sýnt læknisvottorö um, að þau séu laus við smitandi syfilis, og hvort þau hafi aöra smitandi samræðissjúkdóma. — Læknar krefjast, að 2 ár séu aö minsta kosti liðin frá því meðferð var hafin (syph.) og aö engin einkenni hafi komið í ljós þennan tíma. G. Peter (Zúrich) telst svo til, aö í Zúrich sé rannsókn lækna á sjúkl. með m. v. alveg ófullnægjandi á 47%. í Hamborg voru þaö að eins 11% sjúkl., sem fengu lege artis meöferö á m. v. — 89% höfðu fengið lélega meðferð! Ekki er þetta til sóma fyrir lækna í Hamborg. Kíghóstalyf segisþ David Macht (amerískur) hafa fundiö: benzoas ben- zylicus (benzyl benzoate). Gefin er 20% spíritusblanda af lyfinu, 5—40 dropar 3:—4 sinnum á dag. Betra verður lyfiö, ef blandað er saman við það 1—5% af benzaldehyd. Lyfið deyfir tilfinningu í larynx, er sjálft expectorans og hefir auk þess deyfandi áhrif á vööva. Um 50% sjúkl. fá mikinn bata, en þó styttir lyfiö ekki tímann, sem veikin varir. Veröur að eins vægari. Rannsóknir, sem aö þessu lúta, sýnast hafa verið gerðar mjög vandvirknislega, svo liklega má trúa þessu. (18. sept.). Fæðan og tennurnar. J. Wheatly (enskur) haföi athugað tennur 37.500 skólabarna áöur ófriðurinn skall á. Eftir ófriðinn hefir hann athugað tennur í 10.600 börnum. Fyrir ófriöinn voru að eins 5% barna á 5 ára aldri algerlega laus viö tannskemdir (cariels), en eftir ófriðinn 44,4%. Þessa geysilegu framför þakkar hann breyttu matarhæfi. Brauðiö var grófara á ófriðarárunum og sparlega meö þaö fariö, skorpur allar borð- aðar og því meira tuggiö. Þá fengust lengi engin sætindi og sykursæl- gæti, auk þess allur sykur af skornum skamti. — Hér á landi nægir ekki grófa rúgbrauöiö til þess aö halda tönnunum heilum, og bendir það á, að sætindin og sykurinn hafi verið meginatriðið. Engum getur dulist, aö þessi skýrsla W. er næsta eftirtektarverð. Tannsjúkdómar hér á landi eru mikiö mein. Geta ekki ísl. sveitalæknar gefið einhverjar góðar upplýsingar um þetta mál? (18. sept.). Syphilis segir Gouin og Leblanc muni dreifast fyr útum líkamannen menn liafa haldið. Af 12 mönnum meö syph. á frumstigi og neg. W. R. fengu 11 pos. W. R., þegar farið var aö dæla Salvarsan inn í þá. (18. sept.)’. Revue de Gynecologie et Ohstetrique. Opotherapie í Ameríku. 1) Barnlaus kona, menses reglulegar, heldur miklar, vara 6 daga. Vill eignast barn. — Extractum thymi. — Gravi- ditas. 2) Barnlaus kona, tiðir reglulegar; þrautir á undan þeim. — Ex- tractum gl. thyr. og ovarii. — Graviditas. 3) Kona haföi tvisvar alið barn fyrir timann, vanfær í 3. sinn. — Extr. gl. thyr. et ovarii. — Fæddi á réttum tíma. 4) Kona gift í 8 mán. Mikil menorrhagi. — Extr. lobi ant. hypophyseos + litlum skamti af extr. lobi post. Menses úr því reglu- iegar. 5) Kona haföi reglulegar tiöir á undan giftingu, engar í 2 ár eftir giftinguna. — Extr. hypothyseos, gl. thyr. og ovarii. — Reglulegar tíöir. 6) Kona hafði haft dysmenorrhoe áður hún átti barn, batnaði við þaö um tíma, fékk hana svo aftur. — Extr. placentae. — Þrautalausar, reglu- legar tíðir. Versnun óöar en hætt var við lyfið. Bati, er það var notað

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.