Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 12
170 LÆKNABLAÐIÐ á ný. 7) Menorrhagi, dysmenorrhoe og polypus cervicis. — Extr. mammae. — Bati og polypus rýrnaöi. 8) Involutio uteri incompl. og menorrhagi. — Extr. hypophys. og mammae. — Amenorrhoe. — SiSan extr. ovarii et gl. thyr. — Reglul. tíðir. Svo segir Bandler frá. „Mikil er sagan, ef sönn væri,“ sagiii kerlingin. Ekki fylgjumst vér meS i þessari opotherapi. Ef til vill er hún gagnleg. Lobus post. hypo- physeos veldur samdrætti í uterus og eykur menstruatio, lob. ant. hefir gagnstæð áhrif, minkar volumen legsins og tíðirnar, ef samtimis er notuð extr. mammae. Höfuðverkur á undan tíöum batnar af extr. placentae. Bandler þessi segist eingöngu nota opotherapi við sterilitas og gefast vel. Journal of the American med. Ass.: Febr. puerperalis vilja Amerikulæknar, líkt og aSrir, litiS eiga viS fram yfir nákvæma hjúkrun. Ef lifhimnubólga vofir yfir hækka þeir höfSalagsenda rúmsins til muna i þeirri von, aS flex. sigm. og oment falli niSur, breiSist yfir pelv. og uterus og takmarki þannig bólguna. Ef bólar á fylgjuleyfum i collum eru þær losaSar gætilega meS fingri, en ekki sóttar lengra. AS sjálfsögSu eru ígerSir opnaSar ef þær myndast. (17. júli). Spirochæte pallida segir M. Sudler, aS megi nál. ætíS finna í bólgnum eitlu m meS þessari aSferS: í 2—5 cbctmt. dælu er fylt Vi—x cbcmt. af fysiol. saltvatni. Nálinni er stungiS inn í eitilinn, rótaS dálitiS í honum meS nálaroddinum, svo vefurinn sundrist nokkuS, saltvatninu dælt inn í eitilinn, rótaS á ný í vefnum meS oddinum, aS lokum sogiS svo mikiS af vökvanum úr eitlinum sem unt er. Vökvanum er dreift í sem þynstu lagi á gler. SkoSaS í Dunkelfeld. (17. júlí). Áfengi og læknar í Bandaríkjunum. „Ef trúa skyldi hnúturn og háSi dagblaSanna um whisky-ávísanir lækna, rnætti ætla aS læknastéttin hefSi mist alla sómatilfinningu....Til allrar óhamingju virSast ákærur þess- ar réttmætar hvaS stöku lækna snertir. Þeir hafa selt frumburSarrétt sinn fyrir baunir og brugSist trausti þjóSfélagsiris...Þetta er alvar- Iegt mál. Ef stétt vor á aS halda heiSri sínum, verSum vér aS gera þaS öllum ljóst, aS hún taki hart á slíkum yfirsjónum." Þessi ummæli í rit- stjórnargrein eru sat sapienti. (17. júlí). Engar gl. suprarenales. MaSur dó nýl. í Berlin úr Mb. Addisonii. ViS ííkskurS kom í ljós, aS í honum fanst enginn vottur af gÐ. supraren. — Krómsólgni vefurinn á öSrum stöSum hefir hlotiS aS starfa í staS gl- supraren.( 17. júlí). Harður dómur. Læknir einn í Bandaríkjunum skóf slímhúS úr uterus. Konan sýktist og dó. KviSdómurinn dæmdi hann sekan ulm manndráp (20 ára fangelsi). 400 læknar mótmæltu og fóru fram á, aS lækninum væri sýnd nokkur vægS, því aSgerSin hefSi veriS réttmæt! LítiS vit í aS láta ófróSa alþýSumenn dæma um slíkt! Corpus luteum við hyperthyroidismus gefur Dr. Hope og segir þaS reynast vel: Corp. lut. ctgrm. 12, Hydrobrom. chin. ctgrm. 18, extr. belladonnae milligrm. 6 eftir hverja máltíS. (17. júlí). Blóðið og sólarljósið. Grober og Sempell rannsökuSu blóS í 22 námu- hestum. HafSi enginn korniS upp úr námu í eitt ár eSa lengur. Sumir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.