Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 167 niður fyrir honunr hvaS hann skyldi gera og hvernig, en hvaS sem á gengi, mætti hann aldrei láta þaíS farast fyrir, sem fyrir var lagt. Þegar fyrsta létta viSfangsefniS haföi tekist vel, færöi eg mig smám saman upp á skaftiö, og valdi þyngra og þyngra. Þessi aSferS getur áreiSanlega komiS aS góSu gagni, en læknirinn þarf þá aS geta fylgst grandgæfilega meS sjúklingnum, helst talaS viS hann 1—2svar á viku, og er erfitt aS greina sundur, hve mikiS er aS þakka stöSugri suggestio læknisins og hvaS æfingunni einni. — Okkar erfiSa land er fult af andlega voluSum mönnum, sem hafa bogn- aS eSa brotnaS í hryggspennu lífsins. Læknirinn getur oft rétt þ e i m h j á 1 p a r h ö n d, en hún er ekki' innifalin í því, aS skrifa hysteri sem diagnosis og afhenda ónýtt lyfjaglas. ÞaS þarf aS leggja alúS viS þessa sjúklinga flestum fremur, lifa sig* inn í þeirra eymdarkjör og ástæS- ur, ástand alt og hugsunarhátt. í aSra röndina þarf læknirinn aS vera þeim trúr og hollráSur vinur, í hina voldugur húsbóndi, sem þeir hlýSi og treysti skilyrSislaust. Ef læknirinn kann aS snúa sinni snældu, þá hefir hann ánægju af slíkum sjúklingum. Eg hitti eitt sinn á læknisferS stúlku, sem legiS haf'Si rúmfðst í 3 ár, aS mig minnir. Hún var á hreppnum. Margskonar umkvartanir, mikil viS- kvæmni, erfitt skap, fölt og vesællegt útlit. Eg dreif hana niSur á spítala. Þar kemst hún á fætur eftir skamman tíma og sýndist sjálfbjarga, er hún fór þaSan. SíSan frétti eg ekki til hennar. Rétt eftir aS eg fluttist til Rvíkur, kemur upp til mín kát og fasmikil stúlka og þakkar mér mjög innilega fyrir góSa hjálp og meSferS. Eg varS aS spyrja hana aS nafni, eins og vant er, því eg er fádæma ómannglöggur. Þar var þá komin stúlk- an, sem í rúminu lá! Hún var viS verslun og undi sínum hag hiS besta. Guðm. Hannesson. Smágreinar og athugasemdir. Ecclampsian. — ÞaS er vissulega gott ráS og nauSsynlegt, sem Stgr. Matth. gefur í grein sinni um ecclampsia, þ. e. aS innræta ljósmæSrum aS hafa gát á heilsu sængurkvenna síSasta hluta meSgöngutimans. ÓSar en vart verSur viS verulegan bjúg eSa önnur einkenni ecclampsismus, þarf aS athuga þvagiS, láta konuna leggjast í rúmiS og lifa á mjólk. Ef þessu einfalda ráSi væri fylgt viS allar sængurkonur, myndu læknar sjaldan sem aldrei sjá ecclampsia, og bættur væri skaS- inn! Þó sjálfsagt sé, aS senda lækni þvagiS, geta yfirsetukonur fengiS góSa hugniynd um eggjahvítu í því, meS því aS sjóSa þaS i litlu, litar- lausu glasi (10—15 grm.), sem hita má meS varúS yfir lampaglasi. Eg hefi oft gripiS til þessa ráSs á ferSalögum. Mér firist, aS hér sé aS ræSa um mikilvægt mál, sem enginn læknir ætti aS vanrækja. — G. H. Útrýming lúsa. Nýlega spurSi einn framfaramaSur í Rvík mig aS því, hvort ekki væri tiltækilegt, aS hefja herferS gegn lúsinni í landinu, og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.