Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 10
LÆKNABLAÐIÐ 168 útrýma henni til fulls. Þá spuröi hann og hverjar reglur mætti gefa al- menningi um útrýmingu lúsa. Þær myndu koma ýmsum aö gagni, ef þær væru sæmilega auðveldar aö framkvæma. Enginn getur efast um, að útrýming lúsanna væri stórvægilegt menn- ingarspor, og mætti að vísu gera oss heimsfræga, ef það tækist, því engin þjóö hefir komiö þessu í framkvæmd. Vist er þaö og, aö vel mætti þetta takast, ef alþýöa fengi einbeittan áhuga á þvi. Ekki er aö efa, aö læknar vildu leggja sitt til. Eg þykist viss um, aö þeim hefir öllum komið þetta til hugar. En mér er nú spurn : Hefir nokkur íslenskur læknir athugaö það rækilega sjálfur, hversu best sé að útrýma lús, svo bæöi sé örugt og auðvelt fyrir alþýðu? Jeg skammast mín fyrir, að sjálfur hefi eg ekki gert það. Ef nokkur læknir hefir góöa eigin reynslu í þessu, vil eg b i ö j a h a n n aö senda Lbl. línu og segja frá sinni aðferð. Fyrir mitt leyti vildi eg gefa þessar reglur: x. Alla heimilismenn skal hreinsa samtímis. Eg geri ráö fyrir, aö hreinsunin hefjist að kvöldi dags. 2. Öll ver af koddum og yfirdýnum svo og rekkjuvoðir allar, eru tekin úr rúmum og flutt burtu. 3. Steinolía er borin í hár allra heimilismanna, háriö greitt upp úr henni og olíunni núiö meö fingurgómunum inn í hörundið, svo bæöi hár og höfuösvörður verði þvalt af oliunni. Kollhetta er sett yfir hárið og bundin föst. Varast skal aö koma nærri eldi eöa logandi ljósi, meöan stein- olían er í hárinu. Um nóttina er sofið meö kollhettu. 4. Allir skifta nærfötum. Óhreinu fötin eru flutt burtu. 5. Þegar farið er úr óhreinu fötunum, skulu allir þvo sér vandU |a urn allan likamann úr heitu vatni og grænsápu. 6. Næsta morgun þvo sér allir um höfuðiö úr heitu vatni og grænsápu. 7. Hreinsun fatnaðar. a) Ef einhver föt má geyma svo lengi, dr;pst öll lús í þeim sjálfkrafa á 39 dögurn. Best aö hengja fötin í útihúsi. b) Einhlýtt er og aö sjóöa fötin í 15 mín. í vatni. Til bót^ er að setja dálitið af sóda í þaö. c) Ef ófært þykir aö sjóða fötin (ullarföt), er það sagt einhlýtt, áð pressa þau rök nxeö þungm, v e 1 h e i t u pressujárni. 8. Endurtaka skal alla hreinsun fata, hárs og hörunds tvisvar sinnum (3 hreinsanir alls) meö viku millibili. (Lbl. 1917, bls. 29). Þessar reglur hygg eg að séu einhlýtar. Alt, sem skemra fer, er óvisst. Þeim, sem þykja þessar reglur ókleyfar, veröa tæpast gefin önnur ráö en þessi: Þvoið háriö úr heitu vatni 0g sápu einu sinni á viku, kembiö þaö daglega meö kambi og skiftið nærfötum vikulega, þangað til öll lús er horfin! Mjög lengi þolir hún ekki slíkan þvott og þrifn- aö. Sagt er, að frost þoli lýs og nit (lúsaregg) illa, svo þaö bæ(tir vís!t, ef þvotturinn er hengdur upp í frosti, t. d. ullarföt, sem ekki hafa verið soðin. — G. H. The Lancet. Morbi venerei. í lögum Norðmanna 31. maí 1918, er hjónaband bannað, ef annaöhvort hefir smitandi syfilis, nerna hinn málsparturinn fallist á þaö, þrátt fyrir að honum hafi veriö bent á hættuna. Læknar eru skyldir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.