Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.1921, Page 5

Læknablaðið - 01.05.1921, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 67 son á), að læknir sérfróöur eða tveir, ferðist um landið og rarinsaki út- breiðslu berklaveikinnar. Annars skal enginn halda, að eg geri lítið úr starfi berklaveikisnefnd- arinnar. Langt frá því. Það er duglega af hendi leyst á svo stuttum tíma, og ekki meira að vænta, eftir þeim gögnum, sem fyrir hendi voru. Og ritgerð Sig. læknis Magnússonar las eg með mikilli eftirtekt og ánægju og fanst hann eiga doktors-nafnbót skilið fyrir. En það verð eg að segja, að eg hefi ekki trú á litlum berkladeildum hingað og þangað, deildum, sem læknunum sýnist ætlað að dunda við í hjáverkum og sér rnikið á móti skapi. Nei. Látum okkur heldur fá dálítið hæli hér í Eyjafirði. Segjum, að það taki að eins 50 eða það, sem Vífils- staðahælið ekki rúmar. Eg ætlast til, að bæði þessi hæli séu jafnframt berklaspítalar, en séu vel úr garði gerð, með öllum nýtísku tækjum, svo aö jafnvel vesalings deyjandi sjúklingar, sem enn hafa lifsvonina, viti sig ekki fara inn í neitt „inferno". Þeir, sem ekki geta komist á þessi tvö hæli landsins einangrist á héraðsspítölum, eins og að undanförnu, og heima. En þá skal séð um, að hjúkrunarkonur séu á takteinum í hverrí sveit. Hjúkrunarmálið er nauðsynjamál, og getur sparað mörg spítala- og hælispláss. Stgr. Matth. Einkenni við byrjandi magakrabba (c. v.) Hvað finst obj. við byrjandi magakrabba? Það, sem lækninum verður fyrst fyrir, þegar grunur hans er vakinn, er það, að skoða sjúkl. obj. eins vandlega og auðið er. Hann aðgætir fyrst h a b i t u s. Oft áður en áberandi anæmia, megrun eða veruleg kakexia er komin, geta sjúkl. þessir haft einkennilega gul- grátt útlit, eða á annan hátt borið það með sér, að þeir eru alvarlega veikir, jafnvel án þess að læknirinn geti gert sér grein fyrir, í hverju það liggur, 1— en alt of oft getur útlitið svikið gersamilega, þeir geta verið blómlegir og frísklegir, og það svo að segja fram i andlátið. Blóðstyrkleikinn: Eigi má heldur byggja of rnikið á honum, og sist í byrjun, og sjaldnast er blóðleysi, þótt það sé til staðar, neitt sér- kennilegt, hitt er aftur algengt að sjá cancer sjúkl. halda fullum blóðstyrk- leika gegnum allan sjúkdóminn, og dæmi til þess, að hann vaxi vegna inspissatio sangvinis, „dry shrivelled tvpe“. sem Engl. kalla, (og hefi cg séð átakanlegt dæmi af því í minni praxis). En oftast eru það tiltölul. benign. krabbamein, sem ekki valda neinni hæmolyse, og er það því þýð- ingarmeira, að láta það ekki villa sig. Leit að tumor. Því hefir oft verið haldið fram, að finnist tumor, þ. e. sé tumor þreifanlegur, sé það um seinan að leitast við að hjálpa með skurði, og er það eflaust oftast þannig. En þó ber þess að gæta, að meira fara skurðarhorfur eftir því hve krabbameinið er illkynjað, en eftir stærð þess, auk þess getur mikið af fyrirferðaraukningunni verið bólgu- hersl utan tumor. Aftur er oft auðvelt að finna við þreifingu lítinn og byrjandi krabba, ef hann situr neðantil í maganum, eða sé maginn mjög

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.