Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1921, Síða 6

Læknablaðið - 01.05.1921, Síða 6
68 LÆKNABLAÐIÐ siginn, kviöveggur mjög slappur, eða ef þreifað er eftir meinsemdinni í heitu baði eða narcose. Annað þýðingarmikið einkenni, sem oft finst við þreifingu, eða sést, ef tumor veldur tæmingarhindrun, er sjálf magaperistaltikin (Magensteifung) og er oft hægt að koma henni af stað með þvi að þukla og elta magann nokkra stund, einkum ca. I—2 klst. eftir máltíð. Einkenni þetta er oft þýðingarmikið í byrjun, einmitt áður en tæm- ingarhindrun finst við prófmáltíð, vegna þess að maginn er þá enn ekki orðinn insufficient, en hverfur svo oft seinna. Prófmáltíðir. Achylia er eitt algengasta obj. einkennið við c. v., en bæði er hún auk þess einn algengasti magakvillinn og svo verður maginn ekki achyl. þeg- ar í stað við c. v. Það er hins vegar þýðingarmikið að fylgjast með sýr- um, aðgæta hvort þær lækka stöðugt, eða hvort þær hækka eða lækka á vxxl, sem naumast getur átt sér stað við c. Mikils er um vert, að vita hvernig sýrur voru áður, ef sjúkl. hefir þá verið rannsakaður. Hins vegar geta sýrurnar stundum haldist ótrúlega lengi, og við stenosis pylori er það algengt, að bundna sýian er afar há, þótt Kongó sé að eins lítillega positivur, en óbundna sýru vanti alveg (Boas, Gúnzburg). Slím, blóð, gröftur og cancerfrumur finnast oft í maga- innihaldi c. sjúkl., en sjaldan mjög snemma í sjúkdómnum. Tæmingarhindrun eftir 12 klst. er afar grunsamleg fylgi því achylia, en kenutr samt fyrir við gastr. chr. simpl., gömul magasár, gall- steina o. fl. líðanir. En hafi einkennin staðið stutt og sé ástandið óbreyti- legt (stationært), verða líkurnar með öðru afar miklar. M j ó 1 k u r s ý r aý B 0 a s b a| c 511. s a ir c i n)a e o. s. frv., eru ekki sérkennileg fyrir c. v., en konia einnig fyrir við stagnation í maganum af öðrum orsökum. S m á b 1 æ ð i n g i h æ g ð u m. Engin obj. rannsókn er jafn þýðing- armikil við c. diagn. og differentialdiagn. og leitin að smáblæðingum í hægðum. Til þess er benzidin-aðferðin nú alment viðurkend best, og er þó svo einföld og fljótleg, að öllum læknum er það í lófa lagið að gera hana (sbr. Lbl. 1917, bls. 135). Flestir telja hana jákvæða í 96—99% af c. v., þótt það sé eflaust of hátt reiknað við cancer incipiens. Það er auð- vitað, að hún verður neikvæð á meðan cancer hefir ekki valdið solutio continui á slimhúð magans, en það getur oft dregist, ekki síst við cirrosis og tiltölul. benign. cancer. Sé hún hins vegar orðin jákvæð, heldur hún áfram að vera það, hvað sem gert er, mótsett við t. d. ulcus. Þessa prófun verður því oft að endurtaka og hvorki láta sjúkl. borða kjöt né fisk — og ekki nota meðul lengi áður. R ö n t g e n s k o ð u n. Jafnan þegar nxinsti grunur er um c. v., er sjálf- sagt að senda sjúkl. til Röntgenskoðunar. ef þess er kostur. Ef til vill finst meinsemdin fyr á þann hátt en með nokkrum öðrum rannsóknar- aðferðum, en því má ekki gleyma, að tiltölulega stór meinsemd getur dul- ist á Röntgenplötunni og að pathologiskar breytingar utan við magann, (t. d. tumores i öðnun líffærum), geta valdið grunsömum eyðum í maga- skugganum, einkum ef þær þrýsta verulega á veggi magans. Af þessu sést, að ekkert áhlaupaverk er það, að diagn. byrjandi krabba-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.