Læknablaðið - 01.05.1921, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ
meö sjúkrarúmum. Síöar hefir sjúklingafjöldinn vaxiö til mikilla muna
og hefir því lengi veriö nauösyn að stækka sjúkrahúsið.
Þetta komst loksins í kring árið sem leið, fyrir dugnað og áhuga Steing'r.
læknis. Viðbótin er hús það, sem sést til h. á uppdrættinum, og millibygg-
mgin milli þess og aðalhússins. Þá hefir noröurenda hússins, sem for-
stööufólk bjó áður í, verið breytt í sjúkrast., ljóslækn. og dagstofu, sól-
skinsstofan sunnan hússins verið lengd og 2 sjúkraherbergi sett þar, kjall-
ari endurbættur, katlar endurnýjaðir, gufuhitun breytt í vatnshitun o. fl.
Kjallari er að eins undir miðhluta gamla hússins og undir öllu nýja hús-
inu, en jarðgöng milli kjallaranna. í kjöllurunum eru hitunarkatlar, eldi-
viðargeymsla, þvottahús, línsléttunarklefi, vinnumannsherbergi, eitt her-
bergi fyrir geðveika o. fl. Húsið er alt raflýst, upphitun vatnshitun, en
sérstakur ketill fyrir vatn til baða og innanhússnotkunar. Gólf eru þakin
linoleum.
Mikið af áhöldum og innanstokksmunum var bætt við, Röntgens- og
ljóslækningatækjum, nýju skurðarborði o. fl.
ÖIl þessi viðbót og breyting hefir kostað um 100.000 kr., og var við
því að búast i slíkri dýrtíö. Þó er það bersýnilegt, að margt er sparað.
Uppdrátturinn ber það með sér, að gamalt og nýtt er brætt saman, og
má þá auðvitað að mörgu finna. Bersýnilega er þröngt á nýju sjúkrast.,
sérstakl. 2 manna herb. í suðurenda. Líklega hefði verið rétt að koma upp
sterilisationsherb. hjá skurðarstofu, baðhús og skiftingastofa eiga ekki
samleið, — en hvað er ekki gert til að spara!
Þrátt fyrir ýmsan skort og erfiðleika hefir Akurevrarspitalinn unnið
mikið starf. Þar er oftast troðfult, skurðir á degi hverjum, og unnið
kappsamlega af lækni og öllu hans liði. Og sjúklingunum batnar þar
furðu vel, þó þröngt sé.
Siúkrahúsiö rúmar nú liölega 30 sjúkl., en 37 lágu þar, er síðast fréttist
Hvað mun síðar verða! G. H.
dýrin ekki lengur en 80 klst., en eftir 2 sólarhr. er svo dregið af þeim,
að þau smita sjaldnast úr jiví. Lirfurnar drepast flestar á 20 klst. Eggin
ungast ekki út extradermalt en geta legið óskemd að sjá svo vikum
skiftir. Á hörundi skríða maurarnir furðu fljótt, ca. 3 m. á klst., og geta
því skriðið nálega mann-hæð á hálftíma. Fullorðin dýr hafast lítið við
á yfirborði hörundsins, en það gera aftur lirfurnar. A einum degi grefur
maurinn um 2 mm. löng göng í húðina.
Eftir þessu er það auðsætt, að regluleg sótthreinsun er óþörf, nóg að
geyma fötin 2 sóiarhr., ef lækningin ekki stendur þá svo lengi. Á her-
mannasjúkrah. var það látið nægja, að þvo lín og rekkjuvoðir, berja og
bursta föt og rúmföt og viðra siðan vel. Þetta reyndist fullnægjandi.
Til lækninga voru notuö 10% brennisteinssmyrsl. Þeim var núið inn í
alt hörundiö neöan hálsins í 1V2 klst., og látin liggja á í 2 daga, siðan bað.
Þetta nægði. (No. 7).
Það eru aðallega hrfurnar, sem smita og oftast við að sofa hjá öörum
eða coitus. Einföld snerting, handaband o. þvíh, er hættulítil.
J, Sörnme bendir á kláðalækning Lundagers, segir hana